Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 106

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 106
um fræðslumál, framkvæmdastjóri fræðsluráðs og námsstjóri barnaskóla Reykjavikur. Haustið 1950 var ráðinn námsstjóri fyrir gagnfræðastigið i Reykjavík skv. tillögu fræðsluráðs og að fengnu samþykki mennta- málaráðuneytis. Hefur hann yfirumsjón með störfum gagnfræðaskólanna, námsefni og próf- um. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur er aðsetur fræðsluráðs, fræðslustjóra og námsstjóra. Hún annast sameiginleg málefni skólanna, liefur eftirlit með framkvæmdum og er fundar- staður fræðsluráðs. Á timamótum er oft liorft um öxl og spurt: Hvað hefur áunnizt? Hefur verið stefnt i rétta att? Slíku er oft erfitt að svara, ekki sízt þegar um er að ræða jafn fjölþætt og viðamikið starf og það, sem framlcvæmt er i skólum Reykjavíkurbæjar. En þar stunda 12000 börn og ungmenni nám. Allt skólastarf er þannig, að beinn árangur af því er lítt mælanlegur, próf og einkunnir gefa furðu litlar upplýsingar um framfarir nemenda. Mat einstaklinga á skólastarfinu cr einnig mjög misjafnt, og menn greinir á um, hvert eigi að vera höfuðmarkmið þess. Ég hygg þó, að ailir muni vcra sammála um, að almenn menntun sé óhjákvæmilegt skilyrði ])ess, að menn séu liæfir til að búa og njóta sín í nútímaþjóðfélagi. Fjöíbreytni i atvinnulífi og tæknileg þróun á flestum sviðum atvinnulífsins krefst sérmenntunar til æ fleiri starfa. Margs konar vélar og tæki eru vandmeðfarin, og góð afköst byggjast á sérþekkingu þeirra, sem með þau fara. Flestar þjóðir heims skilja þctta þýðingarmikla atriði og leggja kapp á að gera barna- og unglingaskólana sem bezt ur garði, hvað snertir byggingar og kennslu- tæki, auka menntun kennara, bæta launakjör þcirra og lengja fræðsluskylduna. Þessum þjóð- uin er ljóst, að sá einstaklingur, sem fer á mis við almenna uppfræðslu, getur orðið svo illa settur gagnvart atvinnu og lífsmöguleikum, að jafna megi við örorku. Þau störf, sem vinna má án uppfræðslu eða sérþekkingar, eru orðin næsta fá. Hin vaxandi kynslóð virðist skilja þetta i æ rikara mæli. Unglingar, sem vegna stefnuleysis á erfiðu aldurstímabili liætta námi sinu, koma aftur eftir 1 eða 2 ár og vilja byrja á nýjan leik, vegna þess að þau störf, sem þeir ætla að stunda, eða þeir sérskólar, sem þeir ætla að sækja, krefjast ákveðinnar þekkingar í ýmsum greinum, svo sem tungumálum, stærðfræði o. fl. Hvers konar verknám er eftirsótt, og vaxandi aðsókn er að gagnfræðaskólum að loknu skyldunámi. Ég liygg, að rétt hafi verið stefnt með lengingu fræðsluskyldunnar, auknu verknámi og fjölbreytni í slcólastarfinu. Skólakerfið og framkvæmd fræðslulaganna eru að visu oft gagnrýnd, en hvers virði er það, sem aldrei er gagnrýnt? Hinu má þó aldrei gleyma, að árangur skólastarfs, náms og uppeldis byggist ekki fyrst og fremst á skólakerfum og námsskrá, skólahúsum eða kennslutækjum. Rókmenntaleg verðmæti hafa skapazt í hreysum, dýrmæt listaverk mótazt i skuggahverfum. Þar er það smiðurinn og efniviðurinn, sem mcstu ráða um árangur starfsins. í skólunum eru það kennarinn og nemandinn, ef til vill er kennarinn þýðingar- mesti aðilinn. Persónuleiki hans og lifsvið- liorf, áhugi hans ög starfsvilji endurspeglast í nemendum hans. Áhrifa hans gætir langt út fyrir skólaveggina, út í lífið, inn á heimilin. Það hlýtur að vera ósk og áhugamál foreldra að fá börnum sínum sem beztan kennara. Góð menntun kennara, góð lífskjör þeim til handa, góð og starfsglöð kennarastétt, allt þetta á að vera eitt af þýðingarmestu stefnu- málum okkar. VIÐ HÖFUM SKONA R RLLR FJÖLSKYLDUNA GLÆSILEGT ÚRVAL AF HVERSKONAR SKÖFATNAÐI: KVENSKÓR KARLMANNASKÓR BARNASKÓ'R » LARUS G. LUÐVIKSSON SKÓVERZLUN Islenzk blaðamennska í 50 ár. Framhald af bls. 99- um að ræða meiri samstöðu i sjálfstæðis- málinu en verið hafði lijá blöðunum áður. Blaðamannafélagið var endurreist árið 1922, og voru meðlimir þess ekki nema átta þá, nfl. ritstjórarnir Jakob Möller, Ólafur Friðriks- son, Tryggvi Þórhallsson og Þorsteinn Gíslason og blaðamennirnir Baldur Sveinsson, Erl. Erlendsson, Jón Björnsson og Skúli Skúlason. Síðan bættust fleiri við. En upp úr 1930 varð hlé á starfsemi félagsins, unz það var endur- reist haustið 1934 en lítið varð úr starfi þá. Haustið 1937 var félagið endurreist í fjórða sinn og annaðist þá um heimsókn danskra blaðamanna. Loks var hafist handa á ný þ. 9.júní 1942 og hefur það starfað slyðrulaust síðan og látið ýms mál til sín taka, svo sem stofnun Menningarsjóðs Blaðamannafélagsins. Félagið hefur einnig tekið þátt i samstarfi norrænna blaðamanna og er aðili að samtökum þeirra. Á siðari árum hefur félagið og látið til sín taka um kjarabætur blaðamanna, þó að blaðaeigendur hafi verið meðlimir þess. Nú munu meðlimir félagsins vera kringum 80, eða tífalt fleiri en þeir voru þegar félagið var endurstofnað i fyrsta sinn fyrir 38 árum. Þær tölur gefa nokkra vísbendingu um vöxt blaðaútgáfunnar á íslandi. Fastir starfsmenn við hin fyrstu dagblöð hér voru aðeins 2—3, en nú munu flest dagblöðin hafa 10—15 starfs- menn á ritstjórn og í lausavinnu. BLAÐAMENN FYRR OG NÚ. í tíð vikublaðanna var sjaldnast nema rit- stjórinn einn, sem safnaði efni í blað sitt. Og meðan blaðamennirnir voru aðeins 1—2 á hverju dagblaði gat ekki verið um þá verka- skiptingu að ræða, sem nauðsynleg var. Blaða- maðurinn varð að skrifa um þá hluti, sem hann ekki hafði hundsvit á, enda þoldu mörg þau skrif ekki stranga gagnrýni. Sami maðurinn varð t. d. að skrifa um málverkasýningu, hljóm- leika og knattspyrnu sama daginn. Að jafnaði var það ritstjórinn sem skrifaði um stjórn- málin. Vilhjálmur Finsen braut upp á ýmsu nýju er hann byrjaði Morgunblaðið. Hann hafði stundað blaðamennsku erlendis en var eigin- lega frábitinn stjórnmálum. Fréttaöflunin var hans æðsta boð, og að fréttirnar væru sem nýjastar. Hinsvegar var honum heldur ósýnt um að skrifa fallegt mál, eins og mörgum blaðamönnum siðar. Hann þoldi engan seina- gang, allt varð að gerast „fljótt, í snatri og undireins“. Málfari blaðamanna hefur hnignað á siðustu 50 árum og íslenzkum blaðamönnum er legið á hálsi fyrir vankunnáttu og illa með- ferð móðurmálsins, og er það á rökum byggt. En þeir hafa þá afsökun að þeir verða að flýta sér meira en stofuspekingurinn sem situr í næði við að skrifa skammarklausu um málið á blöðunum. Vissulega mætti bæta nokkuð úr þessu með þvi að krefjast betri móðurmáls- kunnáttu af þeim, sem ganga í þjónustu blað- anna. En ég býst við að þeir séu ekki nema fáir, sem geta skrifað grein i flýti án þess að það komi að einliverju leyti niður á stil og orðfæri. Tvo menn man ég vandvirkasta af dagblaða- mönnum á islenzkt mál, en það voru þeir Páll Steingrímsson og Baldur Sveinsson. Og enga menn hef ég þekkt vandvirkari við próf- arkalestur en þá, enda gat varla heitið að prentvilla sæist í blaðinu um þeirra daga. Prentvillur þykja nú plága í íslenzkum blöðum og koma sér stundum illa, en þó eru þær vart meiri en i norðurlandablöðunum. — flýtirinn lætur sig livergi án vitnisburðar. Á einni tegund blaðamanna virðist vera hörg- ull hér á landi — gamansömum mönnum. Það er þvi miður sjaldgæft að sjá grein, sem liægt er að hlæja að, líkt og að Ingimundi í Ingólfi i gamla daga. Okkur hættir til þess að láta of mikinn skammt af græsku fylgja gamn- inu, en það er íslenzkt lundareinkenni. 106 VlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.