Vísir - 14.12.1960, Side 108

Vísir - 14.12.1960, Side 108
Magnús Víglundsson, ræðismaður ...UNZ HEIMAR GLEYMA AÐ ELSKA FÖGUR LJÓÐ.“ Einar Benediktsson. Minnismerki Einars Benediktssonar og starfsemi ÍJtgáfufélagsins BRAGA. ----00O00----- Fyrir noklcru síðan hefur orSið hljóðbært, að Útgáfufélagið Bragi hafi ákveðið að reisa Einari Benediktssyni minnismerki. Það er Ásmundur Sveipsson, myndhðggvari, sem tekið hefur að sér að gcra þetta minnismerki, en hann hefur lengi þróað mcð sér hugmyndir um gerð þess. Nú hafa hugmyndir ])essa ágæta listamanns fengið fast form. Svo sem mynd á næstu bls. ber með sér, er gert ráð fyrir sérstakri um- gerð um sjálfan minnisvarðann, en liann er í höfuðdrátlum gerður samkvæmt mynd, er Asmundur gerði meðan skáldið var enn á lífi, og er það þessi frummynd, sem hér er hirt. Umgerðin um minnisvarðann verður i liki rammefldrar hörpu, og er annar armur hörp- unnar um 5 metra há steinsúla (,,óbeliski“), en á hlið súlunnar verða klappaðar táknrænar setningar úr ljóðum skáldsins. Hinn armur hörpunnar er svo drangur, sem einna lielst minnir á íslenzkt stuðlaberg, sem og á stuðla íslenzks skáldmáls. En hann minnir einnig á skipsstafn, og má það teljast táknrænt um víkingaferðir Einars Benediktssonar viða um lönd, og frá strengjum hinnar miklu hörpu hrynja tónar hinnar íslenzku tungu yfir skáldið. Hvar verður minnismerkinu valinn staður.? Til mála gæti komið að reisa minnismerkið í Herdisarvík, einkum ef þar yrði komið upp minjasafni, en Útgáfufélagið Bragi vinnur nú að undirbúningi þess máls. Á þessu fornfræga höfuðbóli dvaldi Einar Benediktsson siðustu ár ævinnar, og þar bjó hin gáfaða og mikil- hæfa kona, frú Hlín Johnson, skáldinu öruggt heimili. Og þaðan lagði skáldið upp i hina hinztu siglingu yfir úthafið mikla. Um þá för hafði Einar sjálfur sagt: „.. . því handan þín enginn átti að búast við höfnum. „Eilifð og himinn er landsýnin þar fyrir stöfnum.“ Á mildi og forsjón konungsins, sem handan þessa hafs réði ríkjum, trúði Einar Benedikts- son fast og örugglega, svo sem og kemur víða fram i kvæðum hans, einkum á siðari árum ævinnar. Honum hefur þar farið likt og Þor- keli Mána, er á banadægri fól sig á vald þeim guði, er sólina hafði skapað. En þrátt fyrir þau rök, sem hníga kynnu að staðsetningu minnismerkisins í Herdisarvík, er liitt þó líklegra, að þvi verði valinn staður í Reykjavík. Einar sá flestum betur fyrir mikil- vægt hlutverk höfuðborgarinnar i lífi íslenzku þjóðarinnar, og hann kvað fagurt og þrótt- mikið lcvæði til Reykjavikur á Þjóðminningar- daginn árið 1897. Þetta lcvæði mun um langar aldir verða flutt á liátíðlegum stundum á ævi höfuðborgarinnar. Skáldið trúði því staðfast- lega, að Reykjavík myndi verða framvörður og forsvari íslenzkrar menningar. Við garð þcss virkis myndu bylgjur rótlausrar menning- ar brotna. Hér var því ekkert að óttast: „Nei, þegar öldin aldna flýr „og andi af hafi kemur nýr „að vekja land og líð, „er víkka tún og breikka ból „og betri daga morgunsól „skín hátt um strönd og hlíð, „skal sjást, að bylgjan brotnar hér . ..." Svo mikinn metnað átti Einar Benediktsson vegna Reykjavíkur, og Reykvíkingar munu án alls efa gjalda honum bragarlaunin með þvi að velja minnismerki hans hinn fegursta stað i höfuðborginni. Ásmundur Sveinsson hefur fyrir nokkru lokið við að steypa mynd sína af Einari Ben- ediktssyni í gips, og nýlega hefur útgáfufélag- ið Bragi gengið frá samningum við heimsþekkt fyrirtæki, The Morris Singer Company i Lond- on, um að steypa myndina í varanlegt efni. Skilmálar þessa fyrirtækis reyndust aðgengi- legastir, er tilboða var leitað. Gipsmyndin verður send utan nú um áramótin. Eftir er þá að koma upp fótstalli og um- gerð myndarinnar, er minnismerkinu hefur verið valinn staður. Stjórn Braga stefnir mark- visst að þvi, að þessum framkvæmdum öllum verði lokið fyrir aldarafmæli Einars Bene- diktssonar árið 1964 Svo sem að framan er skýrt frá, er það félagið Bragi, sem hefur veg og vanda af fram- kvæmdum í sambandi við gerð minnismerkis- ins. Þetta félag var stofnað árið 1938, af nokkr- um hollvinum og aðdáendum skáldsins. Skyldi félagið „kaupa af Einari Benediktssyni eignar- rétt á öllum verkum hans, og annast útgáfu þeirra", svo sem segir orðrétt í stofnfundar- gerð félagsins um tilgang þess. Með breytingum á fyrstu samjjykktum Braga, er gerðar voru á öndverðu ári 1957, er starfs- sviðið fært út, og félaginu nú fengið það verkefni „að halda á lofti minningu skáldsins og hugsjónum með útgáfu á ritum þess, og á hvern annan hátt lögum félagsins samkpœmt. Skal öllu þvi, sem félagið hefur eignast eða kann að eignast, varið samkvæmt þvi“, en þannig eru þessar breytingar á starfsemi fél- agsins færðar til bókar. Þykir mér það mikils- vert, að þeir sem nú bera uppi starfsemi Braga skuli hafa staðfest svo óumdeilanlega, að í þeirra eigin sjóð muni aldrei renna neinn hagnaður af útgáfu á verkum Einars Bene- diktssonar, þótt að um slikan hagnað yrði að ræða. Okkur, sem nú stöndum að Útgáfufélaginu Braga, en stjórn þess skipa auk min, þeir dr. Alexander Jóhannesson próf., Jón Eldon fulltrúi, og próf. Pétur Sigurðsson, háskólaritari, er það efst í huga, að haga starfsemi félagsins í einu og öllu í samræmi við yfirlýstan til- gang þess, enda liefur aldrei verið uppi neinn ágreiningur meðal forráðamanna Braga, svo mér sé kunnugt. Félagið vinnur stöðugt og staðfastlega að framkvæmd ýmissa mála í samræmi við stefnuskrá sina, þótt ekki sé þess kostur að ræða þau mál i einstökum atriðum í stuttri blaðagrein. Þær umræður bíða síns tíma og tækifæris. „ . . UNZ HEIMAR GLEYMA AÐ ELSKA FÖGUR LJÓГ. Eitt þeirra mála, sem nú er ofarlega í huga allra hugsandi manna, er síaukin útbreiðsla 108 VlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.