Vísir - 14.12.1960, Side 109

Vísir - 14.12.1960, Side 109
lélegra og siðspillandi bóka og rita, og óholl áhrif þeirra, einkum á æskufólk. Hefur jafn- vel komiS til or'ða að setja lðggjöf, sem við- nám í þessum efnum að stefnumarki. Ég er jió á þeirri skoðun, að lagahoð þessa eðlis næði tæplega tilgangi sinum. Hinsvegar heid ég að bezta vörnin sé sú, að þjóðin kynnist sem kostgæfilegast verkum þeirra skálda og rithöfunda, er á fegurstu máli hafa túlkað hreinar og heilbrigðar hugsjónir. Og fremstan þar i sveit getur einmitt að lita Einar Benediktsson, er hiklaust má telja að hafi mótað og meitlað verk sin af mikilli snilld, sem alkunna er, til þess að ]ojóð hans mætti á ókomnum tímum eiga þar visar sterkar varnir gegn skaðlegum áhrifum á tungu sina og menningu. Að þetta hafi vakað fyrir Einari, kemur víða fram í kvæðum hans. „Sá deyr ei, sem heimi gefur lífvænt ljóð“, segir hann á einum stað, og ennfremur: „Elli deyðir engan mann, sem á það verk, er lifir“. í hinu undurfagra og innblásna kvæði „SVANUR“, setur Einar Benediktsson fram þær kröfur, sem skáldi ber að gera til sin sjálfs, og sinna verka, þegar bezt lætur. I kvæði þessu er meðal annars þetta erindi: „En svaninn frjálsan dreymir lífsins draum, „hans dáð og ósk i brögum saman streyma. „Frá náttúrunnar hjartarót þeir hljóma „með hreim af brimi, stormi og fossaglaum. „Hann dúðar sig í dagsins hinzta Ijóma, „hann drekkur morgunandans fyrsta straum. „Hann, loftsins skáld, á hjá sér sjálfum heima, „af heilli sál hann kveður hvern sinn óð, „sem bergmál lijartna og hamra á að geyma, „unz heimar gleyma að elska fögur ljóð“. Alla þá stund, sem þetta bergmál hljómar í sál íslenzku þjóðarinnar, munu lagaboð reyn- ast ójíörf til að vernda menningu hennar og móðurtungu. Magnús Viglundsson. Minnismerki Einars Benediktssonar. Fagrar bókmenntir í 50 ár. Framháld af bls. 91. gróðri og mold, þótt eigi dýrki hann þau á sama liátt og nafni hans Ingi, heldur elski sólina, vorið, loft og láð. En um fram allt er hann vinur friðar og frelsis. Betri fulltrúa andans hefur bændastéttin elcki átt siðustu áratugi en Guðmundana tvo frá Kirkjubóli, annan á Hvitársíðu, hinn í Bjarnardal. Svo að enn sé nefnt eitt af viðurkenndustu skáldunum, þá er þroskaferill Snorra Hjartar- sonar i raun réttri á sömu lund. Hann hóf ritferil sinn með því að gefa út skáldsöguna Höit flyver ravnen, ástarsögu, á norsku. Iívæði hans eru að visu ort á striðsárunum 1940—44 og bera þess litil merki, heldur eru þau fyrst og fremst ástaróður til íslands. En í næstu ljóðabók hans gætir sorgar og kviða yfir því, að landið skuli vera komið inn í „soll um- heimsins,“ sem Jakob Thorarensen nefnir svo i íslandsstefi sinu. Önnur ljóðabók Snorra, Á Gnitaheiði, sýnir og breytingu í sömu átt og mjög stefndi fyrir og um 1950, til frjálsara forms og jafnvel formleysis, er minnir stundum á myrkvið. Þó er þess að gæta, að ljóð Snorra, án endaríms, eru oft bundnari en fljótt á litið kann að virðast: stuðluð, gædd hrynjandi og miðrimi nokkurs konar, t. a. m. / Úlfadölum. Hvergi nýtur hann sin þó betur en í sonnett- unni: Var þá kallað. Virðist þvi engin ástæða til að ætla, að dýrt og þrautþjálfað form hafi lifað sitt fegursta. ÚR LANDSUÐRI — MEÐ VESTANBLÆNUM Líkt og árnar eiga sér lindir, svo á og skáld- skapurinn sin upptök, innlend eða erlend. Heimafengnar uppsprettur eða efni skáldskap- arins láta m. a. sagan, fornbókmenntirnar, náttúra landsins og þjóðlífið í té. Utan lands frá hafa skáld síðustu 50 ára, ekki sízt ljóða- smiðirnir, veitt mörgum áhrifum viðtöku. Hér verður einkum minnzt á Ijóðagerðina i þessu sambandi, af þvi að mér er hún einna kunnust. En einnig verða tekin dæmi frá skaldsagnar- ritum og leikritagerð, en aðeins stiklað á stóru. Galdra-Loftur Jóhanns Sigurjónssonar er i raun réttri Faust íslendinga. Þarf þá ekki að fara i grafgötur um áhrifin. Þó á Goethe þar ekki eins mikinn hlut að máli og annar Þjóð- verji, Nietzche, með kenningu sinni um mátt viljans til ,að fá ósk sinni fullnægt, enda heitir leikritið á dönsku Önsket. Thomas Hardy orkaði á Gunnar Gunnarsson fyrir um það bil hálfri öld eða síðar, Stefán frá Hvitadal varð fyrir miklum áhrifum af Ibsen, Per Sivle o. fl. i Noregsdvöl sinni 1912 __16. Örvun sú var holl fyrir Stefán og is- lenzka ljóðlist. Davið Stefánsson virðist m. a. hafa dáð Fröding og Karlfelt, og Tómas Guð- mundsson minnir á Wildenvey. Öll þessi is- lenzku skáld eru svo sjálfstæð, að livergi verð- ur stælingar vart. Steinn Steinarr lærir af ab- straktmálurum, enn fremur af skáldunum Sand- burg, Lundkvist, Elliot o. fl. Fyrtitalister i Sviþjóð orka líka á hann. Allt þetta, einkum áhrif frá málurum, endurspeglast i Timanum vatninu, 1948. Jón úr Vör virðist skrifa Þorpið (1946) eftir sænskri fyrirmynd frá Ebbu Lind- qvist: Fiskare kommer hem frán Shetland. En hann staðsetur leiksvið lifsmynda sinna i vest- firzku sjávarþorpi, sem hann gerþekkir, svo að úr verður alíslenzkt og einkar geðþekkt verk. Þorsteinn Valdimarsson hefur dregið sér föng víða að, en stendur svo föstum rótum i vopnfirzkri mold, að hann verður einn sann- asti túlkur íslenzkrar náttúru í líkingu við nafna sinn Erlingsson. Lengst hefur Gunnar Dal seilzt til fanga og farið til Indlands. En einnig hann virðist vera að finna sjálfan sig í, „vetrarins paradis“, sjá Uppruna Ijóðsins (Októberljóð, 1959). Áhrif berast einnig vestan um haf. Þannig má finna blæ Hemingways o. fl. anda frá islenzkum skáldsögum. Ég nefni aðeins eitt dæmi, hina bráðsmellnu og, á ís- lenzkan hátt, nýstárlegu sögu Indriða G. Þor- steinssonar, 79 af stöðinni. Sú var tíð, að íslendingar sóttu sér eld til Þýzkalands, þó að eigi liafi það tiðkazt mjög um skeið, þar til á síðustu árum virðist ein- hver stefnubreyting hafa orðið. A. m. k. dáir eitt af yngstu og efnilegustu skáldunum, Hannes Pétursson, þýzku spámennina Rilke og Her- mann Hesse, en er svo islenzkur, að örvunin frá Þjóðverjum er siður en svo til tjóns. Almennust virðast þó áhrifin vera frá Sviþjóð, og svo Frakklandi, i seinni tið. Má svo að orði komast, að mestöll yngri skáldkynslóðin sé VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.