Vísir - 14.12.1960, Page 110

Vísir - 14.12.1960, Page 110
IÐNAÐARBANKI ISLANDS Vöxtur bankans hefur farið fram úr björtustu vonum. undir sænsku eða frönsku áhrifavaldi. Mun svo nefndur atómkveðskapur eiga fyrstu rætur a ðrekja til Svíþjóðar, a. m.k. að öðrum þræði, þar með talin öll órímuð Ijóð eða lítt bundin. Jón úr Vör, Einar Bragi, Stefán Hörður Gríms- son og Hannes Sigfússon urðu t. a. m. allir fyrir áhrifum jrnðan, og auk þess reyndar úr fleir iáttum, ekki sízt Stefán Hörður og Hann- es, sem virðist hafa numið sízt minna af Eliot en Svíum. Einmanakennd Eliots speglast í verkum Thors Vilhjálmssonar, frumlegs höf- undar, sem einnig nam í frönskum skálda- skóla. Parísaráhrifa gætir þó e. t. v. enn meir hjá Jóni Óskari og Sigfúsi Daðasyni, sem kvað hafa lært frönskumjög vel og hefur þýtt V. -VI. bindið af Jean-Christophe eftir Rolland, ég hekl úr frummálinu, á ágæta íslenzku. — Þessi dæmi verða að nægja, þótt fá séu, um áhrif erlendis frá. NIÐURLAG Eigi alls fyrir löngu átti ég tal við erlendan háskólakennara, skarpskyggnan mjög og víð- lesinn í skáldskap og húmanistiskum fræðum, um skerf smáþjóðanna til heimsmenningar- innar. Sá lærði og vitri maður taldi, að fram- lag þeirra liefði verið drýgra miklu að til- tölu en hlutverk stórveldanna: Auk alls ann- ars, hefðu Gyðingar t. a. m. gefið heiminum spádómsbækurnar og guðspjöllin, Forn-Grikk- ir höggmyndir, Hollendingar málaralist, Svíar náttúruvísindi, Danir ævintýri Andersens, Finnar byggingarlist Norðmenn leikrit Ibsens, írar þjóðsagnaauð og trúarsannfæringu, en íslendingar framar öðru Ijóðsnilld. Mér kom á óvart, að prófessorinn, sem kann mikið í íslenzku, er gagnkunnugur ís- lenzkri menningu og bókmenntum og hefur dvalist hér tvisvar nokkurn tíma, skyldi nefna ljóðlist vora fremur en t. d. sagnaritun og stjórnarfar til forna eða skáldsögur Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness nú á dögum. En hann hélt fast við þá skoðun, að islenzk ljóðlist frá upphafi og fram á þennan dag — allveg sérstaklega nú —, sagði hann, væri meðal þess fullkomnasta, sem veröldin þekkti af andans verðmætum. Og sá, sem kvað upp þennan úrskurð, var eigi aðeins einn sann- menntaðasti maður, sem ég hef kynnst, heldur og gæddur eins konar æðri skynjun og fágæt- ri dómgreind. Halldór Laxness skrifar i Politiken 20. júli s. 1. merkilega grein um ást íslendinga á skáld- skap, sérstaklega bundnu máli, þá einstöku rækt, sem þeir hafi lagt við ljóðagerð, og þær straungu kröfur, sem til hennar séu gerðar; það sjáist m. a. á því, að í Þingeysk Ijóð hafi aðeins verið tekin sýnishorn eftir 50 skáld, alveg eins hefði mátt taka i þetta úrval kvæði eftir önnur 50 til viðbótar, sjálfur kynni hann utan bókar mörg ágæt tljóð eftir þingeysk samtimaskáld, sem ekki voru tekin í úrvalið. Halldór segir frá alþýðufólki íslenzku, sem ekki hafi haft önnur áhugamál en skáldskap og nefnir dæmi þess, hve sú list sé runnin þjóðinni í merg og bein: Eitt sinn hafi hann lesið upp úr verkum sinum á norðausturlandi og komzt að raun um það eftir upplesturinn, að um helmingur af nálægt 100 áheyrendum hefðu sjálfir verið skáld og rithöfundar, sem liann fékk til að rökræða við sig af reynslu og viti um bókmenntir. Af þessu og fleiru dregur Halldór þá álykt- un, að bilið milli skáldsins og lesandans eða áheyrandans hafi ekkert verið á íslandi og stöðug kynni fólksins af sigildum bókmennt- um, yndi þess af þeim, aðdáun á söguhetjunum og mjög almenn iðkun Ijóðlistar hafi viðhaldið tungunni, varðveitt hana frá upphafi til þessa dags. Það er viðurkennt, að vér hefðum aldrei öðlazt fullveldi eftir margra ára kúgun, fá- tækt og harðæri, ef tungan hefði glatazt. Tung- an er fjöregg frelsisins, en bókmenntirnar liftaug tungunnar. Hún og þær eru þvi mikil- vægustu sjálfstæðismál vor. Halldór viðurkennir í grein sinni það, sem reyndar allir vita, að breyting hefur orðið á viðhorfi nokkurs hluta almennings til skáld- skapar. Fornsögurnar eru ekki eins almennt Iðnaðarbanki íslands h. f. er stofnaður með lögum nr. 113 frá 1951. Forgöngu um stofnun Iðnaðarbanka íslands li. f. höfðu Félag isl. iðnrekenda og Lands- samband iðnaðarmanna, en undirbúningsstofn- fundur var haldinn 18. október 1952 og þá kosin bráðabirgðastjórn. Framhaldsstofnfundur var haldinn 26. október sama ár og þá endan- lega gengið frá stofnun bankans. Gengið var frá samþykktum fyrir hann og kosið fyrsta bankaráð, og í þvi áttu sæti: Fyrsta bankaráð. Páll S. Pálsson lirl, formaður, Kristján Jóh. Kristjánsson forstjóri, en hann hefur átt sæti í bankaráðinu óslitið frá upphafi, Einar Gísla- son málarameistari, Ilelgi Bergs verkfræðingur og Guðm. H. Guðmundsson, húsgagnasmíða- meistari. Illutafé. Hlutafé bankans er kr. 6.5 millj. kr., er skiptist þannig, að Félag isl. iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna liafa umráð yfir 1,5 millj. kr. hvort um sig, Rikissjóður íslands á 3 millj. kr, en 0.5 millj. króna var safnað með almennu hlutafjárútboði. Illutverk. Hlutverk bankans er, eins og segir i reglu- gerð hans, að reka bankastarfsemi, er sér- staklega miði að því að styðja verksmiðju- iðnað og handiðnað í landinu. Starfsemin hófst 1953. Bankinn tók til starfa 25. júní 1953, en þann dag var hann opnaður til almennrar afgreiðslu. Fyrsti bankastjóri bankans var Helgi Hermann Eiríksson, fyrrv. skólastjóri Iðnskólans i Reykjavík, en hann lét af banka- stjórastörfum í árslok 1955. Þá tók við banka- stjórastörfum Guðmundur Ólafs, lögfræðingur, er um langt skeið hafði starfað sem fulltrúi bankastjóra Útvegsbankans. í núverandi bankaráði eiga sæti: Kristján Jóh. Ivristjánsson forstjóri, formaður, Sveinn Guðmundsson, forstjóri, Einar Gíslason málara- meistari, Guðmundur H. Guðmundsson hús- gagnasmíðameistari og Magnús Ástmarsson, prentari. Starfsfólk. Útibú. Starfsfólk bankans var í upphafi 3 auk bankastjóra, en nú er það yfir 20, fastráðið. Vorið 1954 opnaði bankinn útibú á Keflavik- urfrugvelli, en varð að hætta starfsemi sinni þar næstu áramót á eftir, sökum þess m. a. að hús, sem bankinn hafði byggt þar til starf- lesnar og áður, sígild kvæði minna numin, vísna- og ljóðagerð naumast iðkuð af jafn- mörgum að tiltölu. Hin aldagömlu og nánu tengsl milli fornbókmenntanna, og raunar miðaldaskáldskaparins lika, annars vegar og fólksins hins vegar, sem hafa varðveitt og valdið eðlilegri þróun tungunnar, eru nú að nokkru leyti rofnuð. Veldur því ofsahraði nútimalifsins, rás viðburðanna. Á milli skálds- ins og áheyrandans eða lesarans hefur mynd- azt djúp, sem betur fer ekki mjög breitt, enn sem komið er. En þar er komin gjá, ískyggi- leg og viðsjárverð andlegu fjöri þjóðarinnar, ekki siður en jökulfljót og gljúfurár landsins hafa löngum verið geigvænar lífi og limum. Og það er mikil nauðsyn menningu vorri, farsæld og hverskyns frelsi, að gjá þessi verði um alla tið dyggilega brúuð. Þóroddur Guðmundsson. semi sinnar, lenti á umráðasvæði bandaríska hersins. Innlán. í árslok 1953 námu innlán samtals kr. 17.430.279.86, en i árslok 1959 voru þau kr. 118.471.280.62. Eins og tölur þessar sýna hefur vöxtur bankans farið fram úr björt- ustu vonum, enda liafa iðnrekendur og iðn- aðarmenn verið samhentir i að stuðla að vexti hans og viðgangi. Bankinn hefur frá upphafi starfað i húsi Nýja Bíós við Lækjargötu, en á nú stórhýsi i smíðum sunnar við sömu götu. Úr sögu bankans. Þegar frumvarpið um iðnaðarbanka var fyrir Alþingi 1951 höfðu tveir þingmenn i iðnaðar- nefnd jaá sérstöðu, að þeir lögðu til að frum- varpið yrði ekki samþykkt á því þingi, held- ur skyldi ríkisstjórninni falið að atliuga fyrir næsta þing, hvernig auðveldast yrði bætt úr lánsfjárþörf iðnaðarins, en frumvarpið átti sér ötula fylgismenn. í „íslenzkum iðnaði“ segir svo í febrúar 1952: Það er ekkert leyndarmál, að lánsfjárskort- urinn stendur íslenzkum iðnaði stórlega fyrir þrifum. Iðnaðarfyrirtækin eru mörg í þann veginn að stöðva rekstur sinn þess vegna“ o. s. frv. Þess er þar sérstaklega getið, að Gunnar Thoroddsen, Jóhann Þ. Jósefsson og Emil Jónsson liafi „í ræðum á Alþingi fylgt frum- varpinu um iðnaðarbanka fram með rökum og festu, og bent á þá kaldranalegu staðreynd að iðnaðurinn á enga lánastofnun, er sé sér- staklega ætluð þeim atvinnuvegi“. Og enn segir þar: ,,Stofnun iðnaðarbankans og sjálfstæður seðlabanki eru aðkallandi úrlausnarefni fyrir Alþingi það, er nú situr". í sama riti, i október 1951, er birt grein um málið og segir þar, að Félag íslenzkra iðn- rekenda og Landssamband iðnaðarmanna hafi tekið liöndum saman um stofnun iðnaðarbanka og standi ekki á öðru en samþykki Alþingis, en „frumvarpinu um stofnun iðnaðarbanka var stungið svefnþorn s. 1. vetur“ og „var svo um mælt, að málinu væri frestað til haust- þingsins, vegna þess, að þá lægi fyrir álit amerisks sérfræðings, dr. Murphys um skipun bankamála hér á landi“. Um sumarið skipaði viðskiptamálaráðherra 6 manna bankamálanefnd, sem skrifaði iðn- aðarsamtökunum nokkru siðar, gerði grein fyrir verkefni sínu, og segir þar m. a.: „í sambandi við verkefni sitt vill nefndin hér með fara þess á leit við yður, að þér látið í ljósi við hana þær skoðanir og tillögur, sem þér kynnuð að vilja setja fram í þessum málum“. Óskaði nú stjórn FÍI, „til glöggvunar á málavöxtum, að fá að sjá álitsgerð og tillögur dr. Murphy’s, sem vitnað var til í bréfi banka- málanefndarinnar," en hún taldi ekki tímabært „að senda álitið öðrum til umsagnar, enda tilgangur nefndarinnar að veita FÍI tæíkifæri til að setja fram þær óskir og skoðanir varð- andi núverandi ástand þessara mála, sem félagið kynni að vilja koma á framfæri“. Bankanefnd iðnaðarins var nú falið að senda bankamálanefnd svar við fyrirspurn hennar til iðnaðarsamtakanna. Samdi hún itarlega greinargerð um málið, sem birt er í 14. tbl. íslenzks iðnaðar 1951 (októberblaðinu). Þar næst ritaði bankanefnd iðnaðarins iðn- aðarnefnd neðri deildar Alþingis og fór þess á leit við hana, að hún endurflytti frumvarpið um stofnun iðnaðarbanka. 110 VlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.