Vísir - 14.12.1960, Page 113

Vísir - 14.12.1960, Page 113
íslenzkur fiskibátur. smíðanema, og unnið er að undirbúningi að verknámskennslu fyrir fleiri iðnir. 1 VI. kafla iðnskólalaganna er fjallað um framhaldsnám iðnaðarmanna. Þar segir, að við ISnskólann i Reykjavík skuli koma á framhaldskennslu í iivers konar iðnaðar- starfsemi, jafnskjótt og tök eru á. Kennsluna má miða við einstaka iðngrein eða flokka skyldra iðna. Framhaldsskólinn er ætlaður þeim, sem búa sig undir meistarapróf eða verkstjórn í iðn sinni. Samkvæmt ósk Landssambands iðnaðar- manna var skipuð nefnd í fyrra til þess að semja reglur um námstilhögun væntanlegs meistaraskóla og mun þvi starfi senn ljúka. Árið 1954 flutti Iðnskólinn i Reykjavík í ný húsakynni á Skólavörðutorgi. Ilafði skólinn verið í byggingu frá 1948 og er í byggingu enn. Rötnuðu þá stórlega aðstæður allar við kennsluna, enda var gamli iðnskól- inn orðinn ófuilnægjandi fyrir löngu. lðnlöf/gjöf og iðngreinar. Árið 1891 var flutt stjórnarfrumvarp að lögum á Alþingi um iðnaðarnám fyrir ís- land og var það sniðið eftir dönskum lögum um iðnaðarnánt, sem sett voru þar í landi árið 1889. Engin ákvæði voru i frumvarpinu um sveinspróf eða skóla eða teikninám. Þessu var þó breytt til hins betra og frumvarpið samþykkt 1893, en reglugerð kom ekki fyrr en 1903. Eitt helzta áhugamál iðnaðarmanna var að öðlast fullkomna iðnlöggjöf og lög um iðn- aðarnám. Það má því telja árið 1927 merkis- ár í þróunarsögu iðnaðarmála, er Alþingi samþykkti lög um iðnaðarnám 25. mazr, en þau tóku gildi l.janúar 1928. Fjölgaði nú iðngreinum ört, er iðnaðar- menn öðluðust þá vernd, sem lögin veittu þeim. Þannig var nú þeim einum lieimilað að reka iðnað i kaupstöðum, sem höfðu iðn- bréf eða meistarabréf, en iðnbréf áttu þeir rétt á að fá, sem liöfðu sveinsbréf i iðn sinni og félagsréttindi í sveinafélagi. Verkleg iðn- kennsla var bundin við meistara, sem höfðu meistarabréf, en meistarabréf fengu þeir ein- ir, sem að loknu námi höfðu unnið 3 ár eða lengur hjá meistara. Þá ákváðu lögin, að heimilt væri að mæla svo fyrir um i byggingarsamþykktum kaupstaða, að enginn megi veita húsbyggingum forstöðu, nema hann hafi til þess löggildingu bygginga- nefndar. Iðnlöggjöfinni var siðan breytt árin 1933 og 1936 og miðuðu þær breytingar að því, að áðurnefnd ákvæði voru látin ná til alls landsins, þó með nokkrum undantekningum, Iivað byggingariðnaðinn snerti. Einnig hefur lögunum um iðnfræðslu verið breytt oft, eins og 1935 og 1938, en þá var áritunar- og staðfestingarvald það, sem iðn- fulltrúum hlutaðeigandi iðngreinar var fal- ið með breytingunum 1935, nú lagt i hendur þriggja manna nefndar, sem kallaðist iðn- fulltrúar og er skipuð óháð sérfélögum iðn- aðarmanna. Enn var lögunum breytt 1939 og 1944 og loks komu svo lögin um Iðn- fræðshiráð, en þau tóku gildi 1. janúar 1950. í þeim er kveðið á um það, að iðnfræðslu til sveinsprófs skuli halda uppi í löggiltum iðngreinum og að með reglugerð skuli ákveða, hverjar skuli vera iðngreinar. Reglugerð þessi kom út á miðju ári 1952 og eru tilgreindar í henni 60 löggiltar iðn- greinar. í lögunum um iðnfræðslu segir, að ráð- herra skipi Iðnfræðsluráð til 4 ára í senn, en Iðnfræðsluráð stýrir framkvæmdum í iðnfræðslumálum undir yfirstjórn ráðherra. Skulu tveir ráðsmenn vera meistarar tilnefnd- ir af Landssambandi iðnaðarmanna, og tveir sveinar tilnefndir af Iðnsveinaráði Alþýðu- sambandsins. Formann skipar ráðherra án tilnefningar. í skýrslu Iðnfræðsluráðs við síðustu ára- mót er skýrt frá þvi, að í Reykjavik séu þá 902 nemendur á staðfestum námssamningi í 40 iðngreinum, en annars staðar á landinu 665. Heildartala iðnnema, sem fengið hafa staðfestan námssamning er því 1557 á öllu' landinu við síðustu áramót. Engir nemendur eru i 18 iðngreinum af liinum 60 löggiltu iðngreinum. Sumar þess- ara iðngreina eru ýmist horfnar úr þjóð- lifinu eða liverfa vegna breyttra atvinnu- hátta, svo sem: beykisiðn, gaslagnir, reiða- og seglasaumur, reiðtygja- og aktygjasmíði, steinsmiði, tágariðn og vagnasmíði. Um hinar,. sem engin nemandi er í, verður ekki annað séð en að þær ættu að hafa vaxtarmöguteika eins og: Feldskurður, hattasaumur, hljóðfæra- smíði, eirsmíði , kökugerð, leirkerasmíði, leturgröftur, og myndskurður. Félagsmál iðnaðarmanna. Eins og áður er að vikið, er Iðnaðarmanna- félagið í Reykjavík fyrsti félagsskapur iðn- aðarmanna,, en það var stofnað 3. febrúar 1867 og var þá nefnt „Handiðnarmanna- félagið í Reykjavik“. Félagið beitti sér fyrir bættri mentun iðn- aðarmanna eins og fyrr getur, þá efndi það til iðnsýninga og var sú fyrsta haldin 1883 og sýndir 390 munir. Næsta sýning var haldin 1911 og þá sýndir 1100 munir og öllu fteiri árin 1924 og 1932. Önnur mál, sem fétagið lét sig skipta, var löggjöfin um málefni iðn- aðarmanna, það gekkst fyrir þvi að reisa Ingólfslíkneskið á Arnarhóli, reisti iðnaðar- mannahúsið við Tjörnina og hóf útgáfu Tíma- rits iðnaðarmanna árið 1927. Næsta iðnaðarmannaféjlagið var ,iðnaðar- mannafélag ísfirðinga. Það var stofnað 1. júni 1888. Beitti það sér fyrir stofnun kvöld- skóla fyrir iðnaðarmenn 1905, auk margra annara mála til heilla fyrir isfirzka iðnaðar- menn og byggðarlagið. Síðan var stofnað Iðnaðarmannafélag Akur- eyrar 12. nóvember 1904. Haustið 1905 stofn- aði það til kvöldskóla fyrir iðnaðarmenn, þá gekkst það einnig fyrir iðnsýningum á Akur- eyri og fleiri málum. Næstu ár á eftir voru stofnuð fleiri iðnaðar- mannafélög og eru nú starfandi 25 slik fé- lög víðsvegar um landið. Önnur þróun i félagsmálum iðnaðarmanna var stofnun sérgreinafélaganna. Fyrsta þeirra var Trésmiðafélag Reykjavikur, en það var stofnað 10. desember 1899. Flest sérgreina- Hafnarbáturinn Magni, smíðaðnr á íslandi. Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.