Vísir - 14.12.1960, Page 115

Vísir - 14.12.1960, Page 115
Bifeiðakaupendur athugið. Hinar nýju amerisku tveggja og fjögurra dyra smábifreiðir FORÐ FALCON og MERCURY COMÉT frá Ford verksmiðjunum hafa vakið mikla hrifningu og aðdáun í Bandarikjunum sökum margra sérstæðra kosta, en þeir eru: Sparneytnar (1 Ryðvarðar undir (2 Léttar (3 Viðbragðsfljótar (4 Rúmgóðar (5 Með ryðvarið útblásturskerfi (6 auk ýmissa annara nýjunga. Verð bifreiðanna er hagstætt og, þar sem þær eru báð- ar undir 1150 kg. að þyngd falla þær undir hina nýju lækkun á aðflutningsgjöldum. Allar nánari upplýsingar veittar i skrifstofu vorri. Sendum myndir og verðlista eftir beiðni. FORD- umboðið SVEINN EGILSSON H.F. Laugavegi 105 Sími: 22466 að ein aðal-undirstaða blómlegs iðnaðar er einmitt raforkan. Framfarir háfa orðið miklar i iðnaði á íslandi síðustu 50 árin, þó skiptist þetta í mismunandi tímabil, hægfara 1910—20, markviss þróun og vélvæðni frá tilkomu rafveitnanna og fram að 1940, siðan mesta framfara- og uppbyggingartimabil, sem hér hefur átt sér stað, 20 ára timabil óslitinna framfara og eignaaukningar á öllum sviðum og þó sérstaklega i iðnaði, bæði í handiðn- aði og verksmiðjuiðnaði, eins og bezt kemur fram i þeim tölum að nú hafa um 40% lands- manna framfæri sitt af iðnaði. Aidrei hefur verið byggt eins mikið af ibúðarhúsum í bæjum og sveitum landsins. Hinar vandaðri byggingar bera með sér, að vinnutækni i byggingariðnaði hefur tekið stórfeldum framförum. Síaukin véltækni er tekin i þjónustu iðnaðarmanna, allar fram- kjvæmdir byggingaiðnaðarmannla benra með sér, að iðnaðarmenn fylgjast vel með allri tækniþróun i þeim löndum, sem lengst eru komin og hagnýta sér hana á sem beztan hátt, eftir því sem íslenzkir staðhættir leyfa. Vélsmiðjurnar hafa á síðustu 20 árum stór- aukið vélakost sinn og byggt nýjar byggingar og bætt alla aðbúð starfsfólksins. Merkar nýungar eru bygging stálskipa, vélar og allur útbúnaður til sildarverksmiðja, mjölvinnslu- tæki soðkjarnatæki auk allskonar tækja fyrir aðalatvinnuvegi þjóðarinnar til lands og sjávar. Bifreiðasmiði hefur fleytt fram, full- komnustu almenningsvagnar eru smiðaðir hérlendis, samkeppnisfærir hvað verð og gæði áhrærir og auðvitað miðaðir við okkar staðhætti. Bátasmiði er mjög fullkomin og er nú aftur að glæðast og fær væntanlega aftur þau starfsskilyrði, að aldrei þurfi skipa- smíðaiðnin framar að stöðvast eins og komið var fyrir nokkrum árum, en það var ekki vegna getuleysis iðnaðarmanna heldur af skilnings- leysi á öðrum stöðum. Þannig mætti lengi telja upp markvissa þróun í flestum iðngreinum, alls- staðar leitast iðnaðarmenn við að bæta og auka framleiðslu sina. Þeir vita sem er, að sú þjón- usta sem vel er af hendi leyst, hún fullnægir þrá vandaðs iðnaðarmanns um vandvirkni og smekk- vísi og er auk þess seljanlegri i hinni hörðu sam- keppni sem nú er háð. Við slík skilyrði skapast vöruvöndun og samkeppnishæfni vex. Iðnaðar- menn prenta og binda bækur, iðnaðarmenn prenta dagblöð nætur og daga, iðnaðarmenn framleiða matvæli og fatnað, iðnaðarmenn halda við samgöngutækjum á landi í lofti og á sjó, iðnaðarmenn smíða nauðsynjar allskonar og skartgripi úr silfri og gulli og svo mætti lengi telja. Hvert sem litið er blasa við verk iðnaðar- manna. Því fleiri og betri störf sem iðnaðar- menn leysa af hendi þvi hærra rís menning þjóðarinnar, því meira vex hagur hennar og þvl sjálfstæðari verður hún. Gildar stoðir hafa bæzt atvinnuvegunum sem iðnaðarmenn hafa tekið glæsilegan þátt i að byggja i samstarfi við tæknimenntaða menn og verkfræðinga, innlenda og erlenda. Á ég þar við Áburðarverksmiðjuna og Sementsverksmiðjuna og raforkuframkvæmdir við Sog og Laxá. Þróun iðnaðarins hlýtur á hverjum tíma að fara mikið eftir þvi, hve víðsýnir valdhafarnir . eru, en þeir vega og meta réttlátan hlut aðal- atvinnuveganna i heildarrekstri þjóðarbúsins. Við vitum að þeim, sem með völdin fara á hverj- um tíma, er ávallt mikill vandi á höndum, þegar taka skal ákvarðanir um það, hvað á að flytja inn og hvað á að vinna í landinu sjálfu. Við sem erum formælendur iðnaðarframleiðslu, við full- yrðum, og teljum okkur gera það með miklum rökum, þegar við segjum að langmesti hluti alls kostnaðar framleiðslunnar sé innlent vinnuafl, innlend orka, greiðslur á tollum og sköttum og öðrum framleiðslukostnaði. Allt er þetta ís- lenzkt, en minnsti hlutinn eru erlend hráefni. Það eru þessar staðreyndir, sem valda þvi að stórveldin, sem aðstoða þjóðir, sem eru skemmra á veg komnar, eins og það er oftast orðað, styðja fyrst og fremst að þvi að koma upp iðnaði og tækniaðstoð i sambandi við iðnað. Yfirleitt er það mælikvarði á velmegun þjóða, hve framar- lega þær standa I iðnaði. Það er ekki nokkur vafi á þvi, að síðustu tvo áratugi hafa lifskjör íslendinga stórbatnað, vegna þess hve iðnaður hefur vaxið. Iðnaður, sem hefur byggt upp land- ið á tiltölulega fáum árum. Iðnaður, sem hefur gert fólki kleift að kaupa margskonar neyzlu- varning, sem annars hefði ekki verið gjaldeyrir fyrir, ef kaupa hefði þurft erlendis frá — vinnu- afl, orku, skatta og gjöld, álag i öðrum löndum, að ógleymdri erlendri verzlunar- og framleiðslu- álagningu. Fróðlegt væri að fá skýrslur um hlut iðnaðarins í þjóðarbúinu. Hvað greiðir iðnaður- inn i vinnulaun, tolla, skatta og opinber gjöld? Hvað notar hann af liráefnum, erlendum og innlendum? Hvað notar hann af orku og hvað borgar hann fyrir hana? Og hvert er svo fram- leiðsluverðmætið allt? Að öllu þessu athuguðu þá er óhætt að full- yrða að því fjármagni atorku og dugnaði ein- stakra manna og fyrirtækja, sem varið hefur verið til iðnaðar og iðnaðarmála stighækkandi síðustu 50 árin, því hefur verið vel varið, allt hefur þetta starf og framlag lyft þjóðinni á hærra menningarstig og stórbætt hag alþjóðar. Því er það ósk min og von að nú verði ekki nein stöðnun í uppbyggingu iðnaðar á íslandi, lieldur hylli nú undir arðvænlegar framkvæmd- ir á sviði stóriðnaðar og orkunýtingar i stórum stil, sem geri þjóðinni fært að tryggja enn betur fjárhagslegt sjálfstæði sitt og auka jafnvægið i atvinnuháttum landsmanna. Ein farsælasta leið- in að þvi marki hlítur að vera sú, að skipa iðn- aðinum þann sess I þjóðfélaginu, sem honum ber um ókomin ár. Að svo mæltu óska ég Visi allra heilla á þess- um merku tímamótum og vænti þess að hann verði góður málsvari iðnaðarins í landinu á ókomnum árum. Afmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.