Vísir - 14.12.1960, Page 117

Vísir - 14.12.1960, Page 117
Lækjargata, sumarið 1908. En sagan er ekki nema hálfsögð og tæplega t>að. Hús spretta ekki upp af sjálfu sér nema i teiknimyndum Walt Disney’s. Til þess að byggja hús þarf peninga. Fyrstu húsin i Reykjavík, innréttingar Skúla Magnússonar, voru byggð fyrir kóngsins fé, eða réttara sagt, fyrir sáralitla vexti af þeim blóðpeningum, sem dönsk nýlendukúgun og einokun liafði haft af öllu landinu fram til þess, en nú var skilað aftur í þessu formi. Dönsku kaupmanns- húsin frá fyrri hluta 19. aldar voru fá en vel byggð bindingsverkshús timburklædd að utan -og tjörguð, þar sem ekki hentaði veðráttunnar vegna, að múrsteinninn væri ber í bindings- grindinni eins og altitt er í Danmörku og á Skáni. Þessi hús voru vitaskuld byggð fyrir verzlunararðinn. Einstaka embættismenn gátu Tjyggt yfir sig hús ef þeim hafði safnast fé "fyrir erfðir eða þeir grónir í embættinu. Þessi hús kaupmanna og embættismanna á fyrri Tiluta 19. aldar eru sem óðast að hverfa eða þeim hefur verið breytt svo að litið er eftir af fyrstu gerð þeirra. Góða hugmynd um þægindi þessara húsa og húsaskipan gefur litla húsið, sem stóð bak við Dómkirkjuna, Smiðshúsið, sem nú hefur verið flutt í minja- safnið á Árbæjartúni. í árdaga Reykjavíkur bjó allur almenningur í þeim hýbýlum, sem komið liafði verið upp fyrir handaflan einan. Það voru tómthúsin, torfbæirnir, sem útlendir ferðamenn á öld- inni sem leið liafa helzt um að segja, að séu til óprýði fyrir umhverfið. Úr tómthúsunum eru samt ættir komnar, sá dugmikli stofn, sem reisti bæinn að nýju upp úr aldamótunum þegar möguleikarnir til sjálfsbjargar marg- földuðust með þilskipaútgerðinni. Um aldamót voru gerð út frá Reykjavík 31 þilskip og 10 opnir bátar. Aflinn, sem kom á land var 4500 tonn, en af þeim voru 110 tonn á opnu bátana. Hér má sjá i hendi sér, hverjir aflamöguleikarnir voru þegar þilskip þekktust ekki. En aflinn tvöfaldaðist á næstu tiu árum. Þó hefur þilskipum aðeins fjölgað um eitt, þó að sum árin hafi þau verið fleiri. Fyrsti togarinn kemur 1906, en 1910 eru þeir orðnir 6 og afli þeirra einna 4020 tonn af samtals 9400 tonnum, sem kom á land það órið. Það eru fyrst og fremst þessar tölur, sem lesa verður i tekjudálkinum, þegar skýra þarf hina geysilegu fjárfestingu á fyrsta ára- tua aldarinnar, og það eru þessar tölur, sem renndu stoðunum undir tiltrúna til Reykja- víkur sem bæjarfélags og þeirra mannvirkja, sem bærinn þurfti að hrinda í framkvæmd um og eftir 1910 til þess i raun og sannleika að geta náð vexti og viðgangi, orðið stór. Og hér þurfti að taka hendinni til margs. ,,Ef vatnið kemur ekki til bæjarins verður hærinn að flytja til vatns“, hafði Guðmundur Björnsson landlæknir sagt skömmu eftir alda- mót. Neizluvatn fyrir 5—7 þús. manns var s°tt í fáeina brunna. Óþægindin og umstangið 'ið vatnsburðinn lenti mest á kvenfólkinu og það hafði verið ótrúlega þolinmótt. Eins var með eldsneytið, sem hjá öllum almenningi var mestan part mór, að öflun þess, mótakan sjálf, kom að verulegu leyti niður á kven- fólki og unglingum, auk eldamennskunnar. Það verður að segja stjórn bæjarins til verð- ugs hróss, að fyrstu stórframkvæmdirnar, sem hún ræðst í, var að létta þessum byrðum af kvenfólkinu. Vatnsveitan frá Gvendarbrunn- um kom til bæjarins 1908 og gasstöðin veitti suðugasi um bæinn í fyrsta skipti haustið 1910. Stórlán á þess tíma mælikvarða höfðu verið tekin til þessara framkvæmda. Þau eru að sönnu greidd upp fyrir löngu og Gasstöðin lögð niður fyrir skömmu, þegar enn betri hitunar- og Ijósamöguleikar voru fyrir hendi. En rétt er að hafa í minni, að varla er þess- IJr gömlnm Vestur-íslendingar sigra á Olympíuleikunum. íslenzki hockey-flokkurinn frá Winnipeg, sem nýlega var getið ítarlega hér i blaðinu, hefur unnið fyrstu verðlaun i hockey-leiknum i Antwerpen og eru það gleðileg tiðindi. Frank Frederickson foringi hockey-sigurveg- aranna íslenzku og hinn fræknasti þeirra kom hingað með e. s. íslandi i gær. Hann er annars fluglautinant úr brezka hernum frá þvi í strið- inu og er ráðinn hingað i þágu Flugfélagsins til þess að stjórna flugi í sumar, ef eitthvað verður úr því, sem vonandi verður. Vísir hitti hann að máli og spurði hann frétta úr leiðangrinum til Antwerpen. Hann sagði, að það hefði verið hin veglegasta og skemmtilegasta för fyrir þá „Fálkunga“. Þegar þeir höfðu sigrað aðra hockeyflokka i Kanada þá voru þeir sendir af hálfu þess lands, til að keppa á Olympíuleikunum í Antwerpen í april. — Kepptu margar þjóðir um verðlaunin í þessari íþróttagrein? — Alls sjö, þ. e. Kanada, sem fékk 1. verð- laun, Bandaríkin (2. verðlaun), Tékkóslóvakia (3. verðlaun), Svíþjóð, Sviss, Belgia og Frakk- land. —■ Vakti leikurinn mikla athygli? — Já, svo var að sjá og við fengum mjög lofsamleg ummæli fyrir fimleik og leikni. Og siðast þyrptust menn að okkur og vildu kaupa af okkur helzt allt, sem við gátum losað við okkur til þess að hafa til minja. — Vissu menn þá nokkuð annað en þið væruð réttir og sléttir Kanadamenn? — Já, við héldum þvi allsstaðar á lofti, að um tveim mannvirkjum lokið fyrr en ráðist er í enn stærra. Þrátt fyrir vaxandi útgerð og aukinn skipa- stól, var Reykjavik hafnlaus. Umræður um höfn höfðu farið fram alltaf annað kastið frá því Stillhof skipstjóri lagði út duflinu á Akureyjar-rifi 1854. Kostnaðurinn við hafnar- gerð hafði alltaf vaxið mönnum í augum og við ráðagerðir og áætlanir einar sat. Við svo búið mátti ekki standa. Hin unga höfuðborg axlaði þessa byrði ein og óstudd af lands- stjórninni, enda þótt hún væri með fullar hendur fyrir. Höfnin kom svo 1912, en saga hennar og sagan af stærri og stærri átökum við aðrar framkvæmdir seinni tíma svo sem rafmagns- og hitaveituframkvæmdir eru utan ramma þessarar greinar. Vísisblöðum við værum íslendingar þótt við værum Kan- adaborgarar, og vakti það hvarvetna mikla undrun og var helst að sjá sem mönnum kæmi almennt á óvart, að Islendingar litu út eins og aðrir menn, hvað þá að þeir sköruðu fram- úr í nokkru. Vona ég, að þar sem menn sjá getið um þennan leik, þá leiðréttist þessi mis- skilningur. — Hvað varð um félaga yðar? — Þeir lögðu af stað heimleiðis og munu um það bil að koma heim nú. — Haldið þér að það mætti iðka hocky hér? — Það held ég efalaust. Mér líst vel á tjörn- ina og er hún tilvalinn staður, ef haldið er vel við ísnum á henni. Hockey virðist einmitt vera leikur fyrir íslendinga. Svo fórust Mr. Frederickson orð. Nú verður hann hér næsta vetur að öllum líkindum og virðist hann þá sjálfkjörinn til að kenna unga fólkinu þessa íþrótt. Gæti það orðið til að hleypa fjöri í skautaíþróttina, sem hér er í niðurlægingu. Mr. Frederickson er mjög efnilegur maður að sjá, 24 ára að aldri og hinn hraustlegasti á velli. Hann er fæddur í Winnipeg og aðal- tungumál hans er því enska, sem vænta má. En með því, að bæði eru foreldrar hans íslenzk- ir og svo hefur hann umgengist íslendinga tals- vert mikið, þá talar hann íslenzku og hefur mikinn hug á að fullkomna sig í henni. Hann kvaðst lengi hafa haft hug á að líta land feðra sinna og hann sjái þegar að sér muni ekki bregðast vonir sinar, þótt tíðarfarið sé nokkuð kalt. Mikla trú segist hann hafa á notkun flug- véla hér. (20. og 21. maí 1920). Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 50 ÁRA 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.