Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 121

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 121
Olafur Björsson: Þróun efnahagsmála á íslandi 1910-60 VÍi^"'< Ólafnr Björnsson. Á þeim 50 árum sem liðin eru frá þvi að dagblaðið Vísir hóf göngu sína hefur orðið gjörbreyting i íslenzkum atvinnuháttum. Áhrifa hinna miklu tæknilegu framfara, sem tóku að ryðja sér til rúms með hinni svonefndu iðn- byltingu í Englandi á seinni hluta 18. aldar tók ekki aS gæta, hvaS snerti íslenzka fram- leiSsluhætti, fyrr en á seinni helmingi 19. ald- ar og þá raunar i smáum stíl. Stofnun togara- útgerSar hér á landi upp úr aldamótunum 1900 var fyrsta stóra skrefiS í þá átt aS lands- menn tækju nútimatækni i þjónustu atvinnu- vega sinna. Þróunin var þó hægfara fyrstu tvo áratugi aldarinnar, enda olli fyrri heims- styrjöjdin og afleiSingar hennar nokkrum afturkipp. Á þriSja áratugnum urSu hinsvegar miklar framfarir en aftur dró úr þeim á fjórSa tug aldarinnar af völdum heimskreppunnar miklu. Seinni heimsstyrjöldin olli aS vísu nokk- Urri stöSnun í uppbyggingu atvinnuveganna, en hagstæS viSskiptakjör á styrjaldarárunum gerSu okkur kleift aS safna nokkrum inn- stæSum i erlendum gjaldeyri, sem skópu grund- völl fyrir stórfelldum tæknilegum framförum á nær öllum sviSum atvinnulifsins aS styrj- öldinni lokinni. Hefur sú þróun haldizt óslitiS til þessa dags, þótt nokkrir afturkippir hafi komiS um sinn vegna óhagstæSs verzlunar- árferðis og óheppilegrar fjármálaþróunar inn- anlands. Verða hér á eftir í stuttu máli raktir nokkrir mikilsverðustu þættir efnahagsþróunarinnar á þessu 50 ára skeiði. Fólksfjöldi og atvinnuskipting. Á því 50 ára timabili, sem hér er um að ræða hefur ibúafjöldi hér á landi rúmlega tvöfaldast. ÁriS 1910 var ibúatalan 85 þús. manns, en i lok 1960 mun íbúatalan verða um 177 þús. Hefur fólksfjölgunin einkum orðiS ör siSan 1940, en frá þeim tíma hefur hún numiS Um 2% á ári. Orsök hinnar miklu fólksfjölgun- ar er fyrst og fremst lægri dánartala en áSur var, einkum minni ungbarnadauði. En jafnframt fólksfjölguninni hefur orSið mikil röskun á skiptingu fólksfjöldans milli landshluta og einkum skiptingunni. Árið 1910 bjó aðeins tæpur þriðjungur þjóð- arinnar i kaupstöðum og kauptúnum með 300 ibúum eða fleiri, en árið 1959 nálægt %. íbúatate Reykjavíkur var árið 1910 11,6 þús. eða tæplega 15% af íbúatölu landsins, en árið 1959 71 þús. eSa rúmlega 40%. Þessi mikli vöxtur þéttbýlisins á kostnaS sveitanna hefur orSiS samhliða þeirri þróun atvinnuskiptingarinnar, sem átt hefur sér stað á tímabilinu. ÁriS 1910 var landbúnaðurinn langstærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þannig að 57% handsmanna höfðu þá framfæri sitt af honum, en 1950, sem er síðasta árið, sem uPplýsingar liggja fyrir um atvinnuskiptingu, lifSu aSeins 19,9% þjóSarinnar af landbúnaSi. Má þó telja vist, aS sú tala hafi lækkaS síSan. Þótt undarlegt kunni að virSast, hefur sá hluti þjóSarinnar, sem lifir af fiskveiðum, á sama timabili lækkað úr 18,7% i 10,8% Skýr- ingin á þessu er aS nokkru leyti sú, aS full- Afmælisblað VÍSIS • komnari skip og tæki hafa sparað mannafla við fiskveiðar, og að nokkru sú, að störf við fiskverkun, sem áður töldust til fiskveiða, teljast nú iðnaSarstörf. Þær atvinnugreinar, sem hinsvegar hafa veriS i vexti á þessu timabili, eru fyrst og fremst iSnaSurinn, en í öSru lagi verzlunin og störf við samgöngur. Hefur hundraðstala þeirra, sem vinna að iðnaSi, hækkaS úr 8,3% i 32,5% og þeirra, er stunda störf viS verzlun og samgöngur úr 8,3% i 17,9%. Þær atvinnu- greinar, er einkum hafa verið í vexti á tíma- bilinu, eru að jafnaSi staðsettar í kaupstöðum og stærri kauptúnum, þannig að náið samband er milli þeirra breytinga, sem orðiS hafa á búsetu landsmanna og þróun atvinnuskipting- arinnar. Þróun landbúnaðarins. Um síSastliSin aldamót voru íslendingar bændaþjóS, þar sem meira en helmingur þjóS- arinnar lifSi af þeim atvinnuvegi. En þótt landbúnaSurinn hafi síðan dregist svo saman, sem raun er á, bæSi aS þvi er snertir tölu þeirra, er viS landbúnað starfa og i enn rikara mæli aS þvi ef snertir þann hluta þjóSarinnar, er stundar landbúnaðarstörf, þá fer því fjarri, að landbúnaðarframleíðslan hafi minnkað á þessu árabili. ASalbúgreinar íslendinga hafa sem kunnugt er frá aldaöSli veriS nautpeningsrækt og sauS- fjárrækt. En þrátt fyrir fólksfækkunina í sveitum landsins hefur nautpeningseign lands- manna um það bil tvöfaldast á umræddu tima- bili en sauðfjáreignin aukist um nær 50%. Aukning landbúnaSarframleiSslunnar er þó meiri aS tiltölu en aukningu bústofnsins nem- ur, þar sem betri fóSrun og hirðing búpenings leiðir til aukningar þeirra afurða, er hann gefur af sér, þannig mun kýrnyt nú t. d. um 50% meiri en fyrir 50 árum. Heyfengur á ræktuSu landi hefur á þessu tímabili 5—6-faldast, þannig aS enda þótt útheysfengur sé nú aSeins helmingur á viS þaS, sem þá var, er um stórkostlega afraksturs- aukningu aS ræða á þvi sviði. Landbúnaðarframleiðslan hefur þannig auk- izt verulega þrátt fyrir fólksfækkunina í sveit- unum, og er slíkt árangur þeirra miklu fram- fara, sem orðið hafa i landbúnaðinum á þessu tímabili, sökum aukinna ræktunarframkvæmda, betri hirðingar og fóðrunar búfjár og siðast en ekki sizt vélvæðingar landbúnaðarins. Jarða- bætur í smáum stil hófust þegar á seinni hluta 18. aldar, en öll framþróun i þelm VlSIR 50 ÁRA efnum var þó mjög hægfara til loka 19. aldar- innar og raunar fram á 3. tug þessarar aldar. Milli 1880—90 voru stofnaðir 4 búnaðar- skólar hér á landi, sinn í hverjum lands- fjórðungi, og hefur starfsemi þeirra siðan haft ómetanlega þýðingu fyrir menntun bænda- efna og annað er til framfara mátti horfa fyrir landbúnaðinn. Um síðustu aldamót var Búnaðafíélag íslands stofnaS og skömmu siSar RæktunarsjóSur íslands. Hafa báSar þessar stofnanir ásamt bændaskólunum veriS mikil lyftistöng framfara i landbúhaSinum. Þröng- ur fjárhagur bænda var þó enn Þrándur í Götu meiri háttar átaka i búnaSarframkvæmd- unum, þótt nokkrir styrkir hefðu ' aS visu verið veittir öðru hverju i þessu skyni af hálfu þess opinbera allt frá þvi á ofanverðri 18. öld, aS ríkissjöSur Dana tók aS veita nokkur verSIaun þeim bændum er fram úr sköruSu um athafnir á sviSi jarðabóta. MeS jarðræktarlögunum frá 1923 voru fram- lög hins opinbera til jarðabóta hinsvegar mjög aukin, jafnframt því að fastari skípan var komiS á slikar styrkveitingar en áður. Fóru jarðabótaframkvæmdirnar mjög í vöxt eftir setningu jarSræktarlaganna, þannig að tala unninna dagsverka að jarðabótum óx úr 102 þús. að meðaltali árin 1921—23 í 494 þús. árin 1925—30. Árin 1931—35 nam sú tala 638 þús. Árið 1936 voru sett ný jarðræktarlög, sem höfðu í för með sér nokkra hækkun fram- laga i þessu skyni frá því sem áður var, jafn- framt þvi að sú breyting var gerð á fyrir- komulagi styrkjanna að þeir voru framvegis miSaðir við afköst en eigi tölu dagsverka, svo sem áður hafði verið. Þrátt fyrir hækkun styrkja til jarðabóta samkvæmt hinum nýju jarðræktarlögum jukust jarðabótaframkvæmdir þó ekki á næstu árum fram aS heimstyrjöldinni siSari. Hefur þaS áfall, sem landbúnaSurinn varS fyrir um þetta leyti vegna sauðfjársjúkdómanna, er um þaS leyti bárust til landsins, óefaS valdið hér mestu. Á seinni heimsstyrjaldarárunum varð verulegur samdráttur í jarSabótaframkvæmdum vegna örðugleika af ,völdum styrjaldarinnar, þótt hag- ur bænda færi að öðru leyti batnandi á þvi tímabili, sökum hagstæðara afurðaverðs. Eftir seinni heimsstyrjöldina hófst hinsvegar mesta framfaraskeiS, sem orðiS hefur á skömm- um tíma í sögu islenzks landbúnaSar. Hefur þaS 15 ára timabil, sem síðan er HSiS, ein- kennzt af þeirri öru þróun vélvæðingar í landbúnaSinum, sem síSan hefur átt sér staS. Vélvæðingin hefur gert það kleift að auka framleiðsluafköst 'í landbúnaðinum, enda þótt veruleg fólksfækkun hafi þar átt sér staS. Jafnframt hefur sökum vélvæðingarinnar, veriS unnt aS auka mjög ræktunarframkvæmdirnar. Má þar til nefna árangur þann, er náSst hefur meS þvi aS taka í notkun hinar stórvirku skurSgröfur. Árangur þessarar þróunar er sá, að nú fer mestöll heyöflun bænda fram á ræktuðu landi. Fyrir 50 árum var heyfengur landsmanna um IY2 millj. hesta, þar af þriðjungur, eSa um V2 millj. hesta, töSufengur. ÁriS 1957 var hey- 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.