Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 123

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 123
1910 1960 s Vald. Poulsen h.f. Stofnað 1910. Klapparstíg 29. Sími 13024. Reykjavík Símnefni: Valdpoul. MYFORD- Rennibekkir. Borvélar. Alls konar rafmagns- handverkfæri. •vv Höfum venjulega fyrirliggjandi: Allskonar smíðaverkfæri fyrir járnsmíði og trésmíði. Rafmagnsmótorar. Fenner-vélreimar. Vélapakningar. Gufukatlar allskonar. Gufumælar. Lóðboltar og ljótin. Boltar. Skrúfur. Rær. íengur alls 3,3 millj. hesta, þar af töSufengur 2,9 millj. en úthey aðeins 400 þús. hestar. Af nýjum búgreinum, sem rutt hafa sér til rúms á síðustu áratugum má fyrst og fremst nefna gróðurhúsarækt, sem eins og kunnugt er byggist einkum á hagnýtingu jarðhitans. Nam verðmæti gróðurhúsaafurða um 10 millj. kr. árið 1957. Af öðrum nýjungum á sviði jarðræktar má nefna tilraunir þær sem gerðar hafa verið á sviði trjáræktar og kornræktar. Hafa tilraun- irnar á hvoru tveggja sviðinu i vaxandi mæli byggst á innflutningi trjáplantna og útsæðis frá löndum þar sem veðurskilyrði eru svipuð og á íslandi, svo sem frá Alaska og nyrztu héruðum Noregs. Árangur af þessari tilrauna- starfsemi hefur orðið góður, þótt hún eigi sér ennþá svo skamma sögu, að eigi er ennþá um að ræða veruleg framleiðsluverðmæti í þeim greinum. Þróun fiskveiða 1910—60. Þess var getið hér að framan, að stofnun togaraútgerðar hér á landi hafi verið fyrsta stóra skrefið í þá átt, að landsmenn tækju nútima tækni í þjónustu atvinnuvega sinna. Útgerð fyrsta togarans í eigu íslendinga hófst frá Hafnarfirði árið 1904. , Á næstu árum fjölgaði mjög togurum i eigu Islendinga, þannig að í byrjun fyrri heims- styrjaldar voru þeir orðnir 20 talsins. Var það fyrst og fremst stofnun íslandsbanka árið 1904 og hið erienda fjármagn, sem kom inn 1 landið á þann hátt, sem skapaði fjárhags- tegan grundvöll fyrir togarakaupum til íslands. A l’.eimsstyrjaldarárunum fyrri urðu íslendingar a® selja bandamönnum helming togaraflota sins auk þess sem fáein skip fórust af styrj- aldarástæðum, en að lokinni styrjöldinni var bráðlega hafizt handa um endurnýjun togara- tlotans, og árið 1925 voru þeir orðnir 47 talsins. Síðasti áratugurinn fyrir seinni heimsstyrjöld- ina var útgerðinni erfiður og gekk togara- flotinn þá úr sér, þannig að bæði fækkaði skipunum og gömul skip voru ekki endur- nýjuð. Á lieimsstyrjaldarárunum var áframhald á þessari þróun, þar eð ekki var kostur að endurnýja skipin, auk þess sem nokkrir togar- ar fórust af styrjaldarorsökum og öðrum ástæð- um. Voru togararnir orðnir aðeins 28 talsins árið 1945, flest gömul og úrelt skip. En eftir styrjöldina var gert stórt átak í þá átt að endurnýja togaraflotann, og var þá lögð áherzla á það að kaupa nýtízku skip í stað þeirra, sem farizt höfðu og gengið úr sér. Á fyrstu 5 árunum eftir styrjöldina, eða 1945—50, fjöljaði togurunum úr 28 í 48 og tonnatala þeirra óx úr 9383 tn. hr. i 26932 tonn. Síðan hefur tala togaranna haldizt svipuð, en þar sem jafnan liafa verið keypt stærri skip i stað þeirra, sem farið hafa forgörðum, hefur togaraflotinn vaxið enn að tonnatölu, og nemur nú rúml. 30 þús. tn. brúttó. Fram að aldamótum var fiskveiðafloti lands- manna eingöngu seglskip og opnir róðrarbátar. Laust eftir aldamót tóku mótorbátar að flytj- ast til landsins, en hægfara var sú þróun fyrst í stað, því að 1912 voru hér aðeins taldir 8 mótorbátar yfir 12 lestum að stærð, samtals 228 tonn. Síðan liefur mótorbátunum stöðugt farið fjölgandi og á sl. ári voru mótorbátar yfir 12 lestir er fiskveiðar stunduðu 653 tals- ins að lestatölu 27960 tn. brúttó. í heild hefur fiskiskipastóllinn (yfir 12 lestir brúttó) aukizt úr 7734 tn. brúttó 1910 í 60224 tonn 1959. Jafnhliða aukningu skipastólsins hefur^ átt sér stað stórfelld aukning á aflamagni. Árin 1908—12 nam heildaraflamagn 65,8 þús. lest- um, að meðaltali á ári en árin 1955—59 522,4 lestum að meðaltali á ári. Hefur aflamagnið þannig hér um bil áttfaldast á þessu tima- bili. Sú afkastaaukning í fiskveiðunum, sem þannig hefur átt sér stað, verður enn Ijósari, þegar það er haft i huga, sem um liefur verið getið, að sá hluti þjóðarinnar, er fiskveiðar stundar, er miklu minni nú, en var fyrir 50 árum. Eftir fisktegundum má skipta fiskveiðunum i tvennt, þorskveiðar og sildveiðar. I byrjun aldarinnar var aðaláherzlan lögð á þorskveiðar með saltfiskverkun fyrir augum. Var saltfiskurinn langmikilvægasta útflutnings- vara landsmanna fram á 4. tug aldarinnar, en aðalmarkaðurinn fyrir þá vöru var í Suður- Evrópulöndunum, einkum Spáni og Ítalíu. Á kreppuárunum eftir 1930 þrengdist saltfisk- markaðurinn mjög, og er spænska borgara- styrjöldin hófst 1936 lokaðist Spánarmarkað- urinn með öllu. Örðugleikum þeim, sem af þessu leiddu fyrir útgerðina var mætt með þrennu móti, aukinni áherzlu á framleiðslu ísvarins og frysts fisks, eflingu síldveiða og auknum fiskiðnaði, m. a. mjölvinnslu. Útflutningur á ísvörðum fiski hófst i smáum stíl fyrir fyrri heimsstyrjöldina, en meiri háttar þýðingu fékk þessi útflutningur þó ekki fyrr en eftir 1930. Ollu markaðstöpin fyrir saltfisks- útflutninginn því, að meiri áherzla en áður var lögð á framleiðslu ísvarins og frysts fisks. Á seinni heimsstyrjaldarárunum dró mjög úr saltfiskframleiðslunni, þannig að megináherzla var þá lögð á framleiðslu frysts og ísaðs fisks, enda var markaður fyrir þá vöru mjög góður í Bretlandi á þeim tima. Frá þvi að seinni heimsstyrjöldinni lauk, hefur meiri hluti þorskaflans verið fluttur út ísvarinn eða frystur þótt saltfiskverkun hafi einnig aukizt frá því sem var á styrjaldarárun- um, þar sem saltfiskmarkaðir opnuðust nú að nýju. Árið 1959 skiptist þorskaflinn þannig eftir verkunaraðferðum: ísaður fiskur ............... 13646 tonn Fiskur til frystingar .... 236.170 — Fiskur í herzlu ............ 44.981 — Fiskur i niðursuðu...... 70 — Fiskur til söltunar ......... 69382 — Fiskur í verksmiðjur .... 10706 ____ Annað ........................ 6886 — Samtals................... 381.841 — Afmælisblað VÍSIS VÍSIR 5 0 ÁRA 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.