Vísir - 14.12.1960, Page 124

Vísir - 14.12.1960, Page 124
Hópferðabif reiðir Höfum avallt til leigu þægilegar hópferðabifreiðir Kjörorð okkar er GÓÐ ÞJÓNUSTA Reykjavik Símar: 17270 og 10792 ■*SSSSS:SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSfi ^SSSSSSSSSSSS-SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS^tSSSSSSSSSSSSSSt ^lpr Munið að ávallt er mest og bezt úrvalið af barna- og kvenpeysum í Hlín Komið og sannfærizt Hvergi lægra verð PRJÓNASTOFAN HLÍH H.F. Skólavörðustíg 18. Sími 12779. Sendum gegn póstkröfu um iand allt. tSStfSSSt^tSSSSSSSSSl^tSSSSS^fStfSSSSSSSSSSSSSSj^tSSSSSSt' Rösklega ö0% þorskaflans fara þannig lil frystingar í frystihúsum. Efling freðfiskiðn- aðarins er undirstaða þeirrar þróunar, sem hér hefur átt sér stað, endá liefur frystihús- unum fjölgað úr 14 árið 1937 í 88 árið 1957. Annað úrræðið, sem gripið var til, þegar saltfiskiðnaðurinn brást eftir 1930, var efling síldveiðanna. Norðmenn liófu sildveiðar hér við land um 1875 og stunduðu þeir sildveiðar af kappi fyrir Austfjörðum og Norðurlandi á síðasta fjórðungi 19. aldar. Nokkur ])átttaka íslendinga í síldveiðunum hófst um svipað leyti, en ekki var það þó að ráði fyrr en eftir aldamót. Arin 1907—10 nam heildarafli á sildveiðum þó aðeins rúmum 42 þús. hl. á ári. Á næstu áratugum var þátttaka i síldveiðum og sildar- afli jafnt og þétt vaxandi og árin 1926—30 nam aflamagnið rúml. */• millj. hl. að meðaltali á ári. Mestur var þó vöxtur síldveiðanna á árabilinu 1931—40, enda var verð á síldar- afurðum þá mjög hagstætt, jafnframt þvi að örðugleikar voru á sölu annarra fiskafurða svo sem fyrr greinir. Meðalafli á síldveiðum árin 1936—40 nam 1.780 þús. hl. Á þessum ár- um var lögð mikil áherzla á eflingu sildar- iðnaðar og byggðar nokkrar síldarverksmiðjur bæði á vegum hins opinhera og einkaaðilja. Á heimsstyrjaldarárunum dró nokkuð úr þátttöku í síldveiðum vegna hins hagstæða verðs á öllum fiskafurðum. En afli var þó góður á síldveiðum öll styrjaldarárin. Fyrstu árin eftir styrjöldina var mikil áherzla lögð á það að skapa grundvöll fyrir auknum síld- veiðum og síldariðnaði bæði með kaupum á nýjum bátum, er hentuðu til síldveiða og byggingu nýrra verksmiðja. En árangur þeirra framkvæmda varð þó minni en vonir stóðu til, því að frá og með árinu 1945 hafa aflabrögð á síldveiðum verið til muna rýrari en áður var. Árin 1951—55 komst sildaraflinn niður i 350 þús. hl., eða aðeins um % hluta þess, sem var á árunum 1936—40. Siðustu 5 árin hefur afli að vísu glæðst nokkuð aftur, senni- lega vegna fullkomnari síldarleitartækja, en fjárhagsleg afkoma sildarútvegsins hefur þó verið slæm og nýting þeirra framleiðslutækja sem i lionum.starfa mjög ófullkomin allt frá því er aflabresturinn hófst sumarið 1945. Þriðja leiðin, sem farin var til að þess að mæta þeim vanda, er samdráttur saltfiskiðn- aðarins skapaði á kreppuárunum var sú, að auka vinnslu útfluttra fiskafurða. Hefur þegar verið rætt um eflingu freðfiskiðnaðar og síldar- iðnaðar, en auk þess var eftir 1930 lögð vax- andi áherzla á fiskimjölsframleiðslu. Mikilvæg- ur þáttur í því var aukin áherzla á karfaveiðar o gkarfamjölsvinnslu sem hvort tveggja hófst í allstórum stíl 1935. Á seinni heimsstyrjaldar- árunum dró þó verulega úr fiskimjölsfram- leiðslu, en eftir stríðið hefur hún haft tals- verða þýðingu fyrir útveginn. Verð á fiskimjöli hefur þó verið miklum sveiflum háð, og tvö siðustu árin hefur fiskimjöl fallið mjög i verði sökum aukins framboðs þeirrar vöru á heims- markaðinum. Mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbú- skapinn er einkum i því fólgið, að nær allur útflutningur landsmanna er sjávarvörur. Þegar um síðustu aldamót námu verðmæti sjávar- afurða um 60% af útflutningsverðmætinu í heild, en síðan hefur sú hlutdeild farið stöð- ugt vaxandi og síðan 1940 hefur hún að jafnaði verið yfir 90%. Þróun iffnaffarins 1910—60. Sá atvinnuvegur landsmanna, sem verið hef- ur í örustum vexti á þvi tímabili, sem hér er um að ræða, er iðnaðurinn. Árið 1910 lifði aðeins 8% þjóðarinnar af iðnaði, og var þar aðallega um að ræða hand- iðnað. Árið 1950 var iðnaðurinn hinsvegar orðinn stærsti atvinnuvegur landsmanna, þann- ig að rúmur þriðjungur landsmanna hafði framfæri sitt af honum, en víst má telja að lilutfallsleg tala þeirra, er iðnað stunda hafi enn hækkað á þeim tíu árum, sem síðan eru liðin. Verksmiðjuiðnaður hefur einkum farið i vöxt síðan 1930. Hefur áður verið rakin i stærstu dráttum þróun fiskiðnaðarins og gerð grein fyrir orsökum þess, að hann efldist á þeim tíma. En jafnhliða þróun fiskiðnaðarins fór iðn- aður, er vann úr erlendum hráefnum fyrir inn- lendan inarkað einnig mjög í vöxt á kreppu- árunum frá 1930—39. Vegna hins mikla gjald- eyrisskorts, er þá var við að etja, varð að takmarka mjög innflutning á erlendum iðn- aðarvörum, og sköpuðust þannig skilyrði fyrir framleiðslu slíks varnings innanlands, þar sem það var einkum innflutningur neyzluvara, sem takmarkaður var. Voru hinar nýju iðngreinar, er á legg risu á þessu tímabili einkum neyzlu- vöruiðnaður. Þegar Slakað var á innflutnings- höftum vegna betri gjaldeyrisafkomu á stríðs- árunum og eftir striðið, drógust sumar þess- ara iðngreina að vísu saman að nýju, en í heild hefur neyzluvöruiðnaðurinn þó verið i vexti allt til þessa dags. Sú iðngrein, sem einna mest liefur vaxið eftir stríðið er byggingaiðnaðurinn. Samkvæmt manntali 1940 höfðu 5243 framfæri sitt af þeirri atvinnugrein en árið 1950 var samsvar- andi tala 11762. Hefur þvi fjölgað i starfs- greininni um meira en helming á þessum eina áratug. Orsök þessa er auðvitað hinar miklu byggingaframkvæmdir og mannvirkjagerð, sem átt hafa sér stað, siðan seinni heimsstyrjöld- inni lauk. Eitt hið mikilvægasta framfaraspor á þessu timabili er rafvæðing landsins. Hafði fyrsta rafstöðin hér á landi verið byggð árið 1902, en afkastageta hennar var aðeins 10 kw. En verulegur skriður á raforkuframkvæmdir komst fyrst eftir fyrri heimsstyrjöldina. Árið 1921 tók Elliðaárstöðin til starfa en afkasta- geta hennar var 1500 kw. Helstu framkvæmdir á sviði raforkumála eru Sogsvirkjunin, sem framkvæmd hefur verið i 3 áföngum, þeim fyrsta laust fyrir seinni heimsstyrjöldina, en þeim siðasta er nú að 124 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.