Vísir - 14.12.1960, Side 126

Vísir - 14.12.1960, Side 126
á síðastliðnum 50 árum átt sér stað mjög stór- felldar tækniframfarir hér á landi. Þróunin á sviði peninga- og fjármála hefur hinsvegar ekki verið jafn hagstæð. Verðbólga, fjármagns- skortur og gjaldeyrisskortur hafa lengst af verið erfið vandamál. Er þetta að nokkru afleiðing hinnar öru uppbyggingar. Á fyrri heimsstyrjaldarárunum fór verðlag mjög hækk- andi, þannig að i bkt. 1920, er verðlagið náði hámarki var það um það bil 4% sinnum hærra en í júií 1914. Eftir það lækkaði verðlag að vísu til muna aftur og náði lágmarki árið 1933, en þá var vísitala framfærslukostnaðar 226 miðað við 100 i júlí 1914. Verðfallið og kreppan eftir fyrri heimsstyrjöldina olli at- vinnuvegunum miklum erfiðleikum, en árin 1924—29 var verzlunarárferði hinsvegar lengst af hagstætt, og var afkoma yfirleitt góð á þeim árum. Haustið 1929 hófst hinsvegar heimskreppan mikla, en hér á landi fór áhrifa hennar þó ekki að gæta að mun fyrr en 1931. Kreppan, sem stóð fram að byrjun heims- styrjaldarinnar siðari, olli miklu verðfalli á útflutningsvörum landsmanna auk þess sem söluörðugleikar bættust við. Gjaldeyrisskortur var mikill, bæði vegna markaðsörðugleika og óhagstæðrar gengisskráningar fyrir útflutnings- framleiðsluna. Á þessu tímabili var beitt ströng- um innflutningshöftum, en þrátt fyrir þau fór skuldasöfnun erlendis sívaxandi. Til þess að róða bót á fjárhagsörðugleikum útflutnings- atvinnuveganna var gengi íslenzku krónunnar fellt um 18% vorið 1939. Haustið 1939 hófst svo seinni heimsstyrj- öldin og gjörbreytti hún skjótt þeim viðhorfum sem verið höfðu i markaðsmálunum. Var hag- stætt verð á útflutningsafurðum öll stríðsárin auk þess sem landsmenn höfðu miklar gjald- eyristekjur vegna dvalar erlenda herja hér- lendis á stríðsárunum. Þetta leiddi til þess að verulegar gjaldeyriseignir söfnuðust og námu þær nær 600 millj. kr. á miðju ári 1945. Verðlag hækkaði hinsvegar ört á styrjaldar- árunum, einkum framan af, þannig að í des. 1942 var visitalan 272 stig miðað við visitölr fyrir jan. — marz 1939 = 100. Siðustu styrj- aldarárin tókst hinsvegar að halda visitölunni nokkuð í skefjum með sérstökum opinberum ráðstöfunum, þannig að i stríðslok, eða i júni 1945 nam hún 275 stigum. Eins og getið hefur verið um hér að framan i sambandi við þróun hinna ýmsu atvinnu- greina, var mikið átak gert í því efni að endur- nýja og auka framleiðslutæki landsmanna fyrstu árin eftir styrjöldina. Vegna þessara framkvæmda og mikillar gjaldeyriseftirspurnar til annars, gengu gjaldeyrisinnstæðurnar til þurrðar á skömmum tima. Viðskiptakjör breytt". ust einnig í óhag eftir styrjöldina, og þar sem verðlag hafði á striðsárunum hækkað meira á íslandi en i helztu viðskiptalöndum okkar, bjó útflutningurinn við óhagstætt gengi, þannig að af leiddi taprekstur. Þegar kom fram á árið 1947 var orðinn gjaldeyrisskortur, sem mætt var með skömmtun og ströngum innflutnings- höftum, en fjárhagsvandamál útgerðarinnar var reynt að leysa með uppbótum úr ríkissjóði á útfluttar afurðir. Ekki nægðu þær ráðstafanir þó til þess að koma í veg fyrir taprekstur í útgerðinni og sívaxandi gjaldeyris- og vöruskort. Árið 1950 var gengi islenzku krónunnar fellt um 42% og var þá ætlunin að afnema uppbótakerfið, skömmtunina og innflutnings- höftin, þannig að gefa mætti verzlunina frjálsa. Vegna áframhaldandi óhagstæðrar verðbólgu- þróunar nægðu þær ráðstafanir þó ekki til þess að skapa rekstrargrundvöll fyrir útgerð- ina, og var þvi tekið upp hið svonefnda bátagjaldeyriskerfi veturinn 1956—57. Hins vegar tókst að aflétta skömmtuninni og slaka mjög á innflutningshöftunum. Verðlag hækkaði mjög fyrst i stað af völdum geingislækkunar- innar, svo og af völdum Kóreustriðsins er hófst sumarið 1950, þannig að vísitala fram- færslukostnaðar var 162 i okt. 1952 miðað við 100 i marz 1950. En siðan hélst verðlag stöðugt til vorsins 1955. Þá hófst hinsvegar víðtæk vinnustöðvun sem lyktaði með þvi að samið var um 10—15% allsherjar kauphækkanir. Af þessum kauphækkunum leiddi röskun þess jafnvægis i verðlagsmálunum, sem haldist hafði þá um skeið, þannig að gera þurfti nýjar ráðstafanir til þess að forða stöðvun úlflutningsframleiðslunnar. Á næstu árum voru livað eftir annað hækkaðar uppbætur til út- vegsins án þess að nægðu þó til þess að forða taprekstri. Gjaldeyrisaðstaða landsins fór versnandi ])rátt fyrir miklar lántökur erlendis og vaxandi skuldasöfnun. Á yfirstandandi ári hafa svo, sem kunnugt er, verið gerðar við- tækar ráðstafanir i efnahagsmálum i þvi skyni að aflétta uppbóta- og haftakerfinu og koma á eðlilegu jafnvægi i gjaldeyrisverzluninni. Verð- ur sú saga ekki rakin nánar liér. Dagblaðið Vísir hóf göngu sína á morgni hins mesta framfaraskeiðs, sem orðið hefur i sögu þjóðarinnar. Árangur þeirra framfara í bættum lífskjörum hefur vissulega orðið mjög mikill. Hið sjúka fjárhagskerfi, sem þjóðin lengst af liefur búið við hefur þó hamlað þvi að árangurinn hafi orðið jafn mikill og ella. Þjóðin hefur verið tregari til þess að tileinka sér aukna þekkingu á sviði fjárhagsmálefna en á hinu tæknilega sviði. En það, að þetta tvennt megi haldast i hendur má þó telja meginskilyrði þess að tækniframfarirnar nái aðaltilgangi sinum, þeim að bæta lífskjör almennings i landinu. LEIÐRÉTTING: í greininni „Litið um öxl“ eftir Pál V. G. Kolka, hefur misprentast ártal á bls. 36, ofar- lega í 1. dálki. Þar stendur að kúabólusetning hafi fyrst verið framkvæmd hér á landi árið 1892. — Á að vera 1802. Jónsson & Júlíusson TRYGGVAGÖTU 8, REYKJAVÍK ICELAND Telegrams: NORDIK REYKJAVIK WHOLESALE MERCHANTS COMMISSION AGENTS Importers of deeb sea fishing gear and equipment for the fishing industry. Correspondence invited with firms desiring agents in Iceland. Hjörtur Hjartarson Bræðraborgarstíg 1. — Sími 14256. Matvörur, Nýlenduvörur, Hreinlætisvörur, Glervörur, Citur á ull Snyrtivörur, silki og gardinur. Smávörur o. m. fi. Hvíta Listskauta No 35—41 kr. 691.00 Hocky skautar No 37—46 kr. 657.00 Skautar til að skrúfa á venjulega skó kr. 169.00 E RZLUN 126 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.