Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 132

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 132
Siglingar í 50 ár. M. s. Selfoss. Landnámsmenn höfðu með sér skip sín er þeir komu til landsins. í fyrstu voru sam- göngur við landið því all góðar, en er fram liðu aldir og þrengja tók að hag landsmanna, fór fjarlægð landsins að segja til sin, og þá fór svo stundum, að engin sigling var til landsins heil sumur. Viðir voru engir til hér, er nothæfir væru til skipasmiða, og því var þar undir erlendum mönnum komið, hversu tókst að draga í bú þær nauðsynjar er fá varð erlendis frá. Er íslendingar gengust Noregskonungi á hönd, var það gert að skilyrði, að séð yrði fyrir því, að siglt yrði til landsins með nauð- synjavöru á hverju ári. En þrátt fyrir það, fundu íslendingar alltaf til fjarlægðar sinnar. Þótt samgöngur yrðu síðar greiðari á dögum einokunarverzlunarinnar liélzt það svo, að ís- lendingar sjálfir réðu minnstu um það hve gáðar samgöngur liéldust við landið. Það var ekki sizt að furða, er landsmönnum ist að því að koma sjálfir upp visi að kaup- skipaflota. En það liðu rúm þúsund ár frá þvi er fyrstu landnámsmennirnir stigu liér fæti, þar til fyrsta islenzka skipafélagið varð til. Fyrstu íslenzku kaupskipin komu til lands- ins árið 1916 og var aðdragandi þess sá, að nokkrir af efnaðri og áræðnari mönnum þjóð- arinnar komu saman hér á leynilega fundi og lögðu drög að stofnun Eimskipafélags ís- lands. Er leið á undirbúningsstarfið söfnuðust fleiri menn til starfa, og loks var svo komið; að liægt var að stofna félagið með almennri þátttöku, ungra og gamalla, ríkra og fátækra. Heimstyrjöldin fyrri var í algleymingi er landsmenn eignuðust Gullfoss og Goðafoss. Af heimstyrjöldinni leiddi margvislega örðug- leika, sem félagsstjórninni tókst þó að yfir- stíga. Fjárhagsleg afkoma var góð, og þannig var lagður frekari grundvöllur að auknum skipastól og um leið bættri aðstöðu sjálfs Eimskipafélagsins. Auk millilandasiglinga, var lialdið uppi strandferðum, og naut félagið til þess rikis- styrks, enda var sá hluti rekstursins ætið fjárfrekur og stóð ekki undir kostnaði. En samt var strandsiglingum haldið áfram, enda taldi stjórn félagsins sér skylt að veita alla þá þjónustu við landsmenn, sem unnt væri, og fóru þar saman óskir félagsins og vilji ríkis- valdsins. Fjórum árum eftir stofnun Eimskipafélags- ins voru 10 fastir viðkomustaðir i millilanda- siglingum á vegum félagsins, Iíaupmannahöfn, Hull, Hamborg, Antwerpen, London, Grimsby, Aberdeen, Gautaborg, Stettin, Álaborg og auk þess var komið við i Færeyjum. Síðan hefur mikil hreyting orðið á, og með auknum skipa- stól á seinni árum, og auknum viðskiptum, hefur viðkomustöðum verið fjölgað, og er nú auk ferða til Evrópuhafna haldið uppi reglu- bundnum siglingum vestur um haf. Það var gert að meginreglu við stofnun Eimskipafélags íslands, að skipastóll félagsins skyldi endurnýjaður á 20 ára fresti. Þeirri reglu tókst þó ekki að fylgja, og lieiztu ástæð- urnar er lágu til þess, voru fjárskortur, gjald- eyrisskortur o. fl. Þrátt fyrir það fjölgaði skipunum smátt og smátt, og voru þau ætíð smíðuð eftir ströngustu kröfum á hverjum tima. Á stríðsárunum var erfitt með endurnýjun skipastólsins, en strax að styrjöldinni lokinni var hafizt lianda að nýju, og hefur mikið skref verið stigið í samgöngumálum þjóðarinnar af Eimskipafélagi íslands á þeim árum sem sið- an eru liðin. Til dæmis má geta þess, að á árunum 1947—48 jókst skipastóll félagsins um 200%, miðað við brúttólestafjölda. Félagið á nú 10 skip, auk leiguskipa er það notar. Eins og ætlazt var til i upphafi, hafa bæði yfirmenn og hásetar verið íslendingar. Að vísu var á sínum tima ráðinn til framkvæmda- stjórnar, danskur maður, skipstjórnarmaður- inn Emil Nielsen, en hann hafði verið aðal- skipstjóri danska Thore félagsins. Hann var mörgum íslendingum að góðu kunnur vegna siglinga sinna hingað. Auk þess var talið, að á þeim tima, væri enginn maður á íslandi með reynslu og þekkingu til að taka við svo um- fangsmiklu starfi sem byrjunarstjórn Eimskipa- félagsins var. Nielsen starfaði sem fram- kvæmdastjóri félagsins fram til ársins 1930, en var siðan ráðunautur þess. Fyrsti formaður Eimskipafélags íslands var, sem kunnugt er, Sveinn heitinn Björnsson, síðar fyrsti forseti islenzka lýðveldisins. En er riðið liafði verið á vaðið með stofnun íslenzks skipafélags, vaknaði hugur fleiri að- ila til svipaðra framkvæmda, jafnframt því sem siglingarþörf landsmanna jókst. Þörfin fyrir strandferðir jókst einkum, og var þá ráðizt í stofnun Skipaútgerðar ríkisins. Telst hún stofnuð með reglugerð, sem gefin var út seint á árinu 1929. Átti útgerðin að annast siglingar umhverfis land, auk varðgæzlu í landhelgi. Skipaútgerðin eignaðist þannig nokkur skip, Esju hina eldri, vitamálaskipið Hermóð hinn eldri, elzta Óðinn og Ægi, en hin tvö siðastnefndu voru varðskip. Árið 1930 bættust tvö skip í hópinn, strandferðaskipið Súðin og varðskipið Þór. Átta árum síðar eignaðist Skipaútgerðin Esjuna, vinsælt skip og farsælt. Starfsemi Skipaútgerðar ríkisins jókst mikið á styrjaldarárunum siðari. Voru þá m. a. tekin á leigu mörg smáskip. Ástæðan var aðallega sú, að Eimskipafélag íslands stefndi öllum sín- um skipum i millilandasiglingar. Eftir styrjöldina samdi skipaútgerðin urn smiði strandferðaskipanna Herðubreiðar, Skjaldbreiðar og Heklu. Árið 1947 var oliu- skipið Þyrill fengið úr búi bandaríska varnar- liðsins. Nú i ár bættist svo strandferðabátur- inn Herjólfur i hóp farkostanna. Rekstur strandferðaskipa við ísland liefur ætið reynzt hagnaðarlaust, ef ekki vanþakkað, þjónustuhlutverk við landsmenn. Þó verður ekki dregið úr þýðingu þessa hlutverks, sér- staklega á vetrum, er samgöngur á landi eru erfiðar, og samgöngur í lofti háðar hinu dag- lega veðurfari. Árið 1958 fluttu strandferðaskip útgerðar- innar tæplega 20 þús. farþega og 40 þús. tonn af stykkjavöru, en flutningur lýsis og oliu í tönkum nam 75 þús. tonnum. Skip útgerðar- innar komu að staðaldri á um 50—-60 hafnir og alls voru viðkomustaðir um 3000 það ár. Á undanförnum áratugum hafa ýmsir ein- staklingar stofnað til skipakaupa, en sum þau félög sem þannig hafa til orðið, hafa þó siðar lagt niður rekstur. Þau sem enn starfa eru auk Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar rikisins, Skipadeild SÍS, stofnuð árið 1946, Eimskipafélag Reykjavikur, stofnað 1932, Jökl- ar h. f., stofnað 1945 og Hafskip h. f. sem er yngst félaganna, stofnað fyrir tveimur árum. óx fiskur um hrygg, þótt liugur þeirra beind- ■ . M. s. Gullfoss (eldri). 132 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.