Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 136

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 136
Pétuv Sæmimdsen. Pétur Sæmurrdsen, framkv.stj. F.l.l. Þróun íslenzks verksmiðju- iðnaðar í 50 ár. Hálfum mánuði áður en „Vísir til dagblaðs" hóf göngu sína, 14. desember 1910, var tekið manntal hér á landi og lifði þá 8,3% þjóðar- innar af handverki og iðnaði, en af ibúum Reykjavíkur um 24%. Er verksmiðjuiðnaður- inn þá hverfandi litill liluti af iðnaðarstarf- seminni. Tölur siðasta manntals árið 1950 eru ekki algjörlega sambærilegar, en þá lifir tæp- ur þriðjungur þjóðarinnar af iðnaði og byggingastarfsemi og um 40% Reykvíkinga. Þegar byggingarstarfsemin er frátalin og ýmis handiðnaður má gera ráð fyrir, að um 20% þjóðarinnar lifi þá af verksmiðjuiðnaði, en tölur þessar hafa örugglega nokkuð breytzt siðasta áratug verksmiðjuiðnaðinum í hag.* *) Til að fyrirbyggja misskilning skal þess getið, að þegar hér er talað um verksmiðjuiðnað og annan iðnað er ekki átt við hina hefðbundnu skipt- ingu milli „faglærðra og ófaglærðra". Fjöldi fag- lærðra vinnur í verksmiðjuiðnaðinum auk þess, sem iðnaðarmenn hafa vélvætt fyrirtæki sín svo í ýmsum greinum, að þau bera nú meiri keim af verksmiðju en verkstæði. Þá er í manntali og iðnaðarskýrslum fjölmennasti hópur iðnaðar- manna, byggingariðnaðarmenn, ekki taldir með iðnaði heldur byggingarstarfsemi og ýmsir aðrir með þjónustustörfum. FORSAGA. Fyrsta vísi að verksmiðjuiðnaði á íslandi má rekja til verksmiðja (innréttinganna), sem Skúli Magnússon, landfógeti, beitti sér fyrir að stofnaðar væru. Var svo til ætlast, að verk- smiðjur þessar ynnu aðallega úr innlendum hráefnum. Fyrirtækið fór myndarlega af stað og var þar stunduð ullarvinnsla, sútun og kaðla- gerð. Þrátt fyrir þetta varð innréttingunum eklci langra lífdaga auðið. Skömmu eftir að þær voru stofnaðar dundu yfir ísland ein mestu harðindi, sem sögur fara af og ollu þau samdrætti í allri framleiðslu og drógu lcjark úr þjóðinni. Þegar við þetta bættist fjand- skapur kaupmanna, sem töldu, að með inn- lendum iðnaði væri spónn úr aski þeirra tekinn, smáveslaðist fyrirtæki þetta upp og hætti loks alveg rétt fyrir aldamótin 1800. Enda þótt svo illa tækistt til, varð framtak þetta ekki til einskis. Það sýndi mönnum hvað liér var liægt að gera, ef vilji og fjár- magn var fyrir hendi, og tilkoma innréttinganna lagði grundvöllinn að höfuðstað íslands, Reykjavík, þar sem þeim var valinn staður. Eftir þetta var um fáa viðburði í verksmiðju- iðnaðarsögu íslands að ræða fyrr en komið var fram undir aldamótin 1900. Ullarverk- smiðjum var komið á fót rétt fyrir aldamótin, sem framleiddu vörur bæði fyrir innlendan markað og til útflutnings. Nokkrar hvalveiði- stöðvar voru þá starfræktar, en lögðust siðan niður. Upp úr aldamótunum reis upp tals- verður mjólkmiðnaður og þá taka til starfa fyrstu verksmiðjurnar, sem framleiddu úr að- fluttum hráefnum. Var þar um að ræða gos- drykkja-, vindlinga- og ölverksmiðjur og pípu- verksmiðja. Verksmiðjur, sem framleiddu úr innlendum hráefnum, færðu út starfsemi sína og nýjar greinar voru teknar upp s. s. skinna- sútun. Á þessum árum má einnig segja að til verði fyrsti vísir að stóriðnaði á íslandi með byggingu fyrstu síldarverksmiðjunnar um 1910. HÆGFARA ÞRÓUN. Á árunum 1910—1920 er fjölgun verksmiðja mjög liæg, en næsti áratugur hefst með einu merkasta ártali í sögu íslenzks iðnaðar, þegar Rafmagnsveita Reykjavikur tekur til starfa árið 1921. Tilkoma rafmagnsins olli að visu eigi neinum straumhvörfum þá, en rafmagnið hefur þó ■ verið sá aflgjafi, sem verksmiðju- iðnaðurinn hefur i mörgum greinum byggt á. Næsta áratug kom fátt fram af nýjum iðn- Úi' solckaverksmiðju. aðargreinum, en töluverð útþensla átti sér stað í þeim, sem fyrir voru, og átti bætt tolla- löggjöf nokkurn þátt í því. Fyrst i stað lét löggjafinn iðnaðarmál litið til sín taka, og tollvernd og annar stuðningur fyrir hinn nýja iðnað landsmanna átti litlu fylgi að fagna á Alþingi. En á kreppuárunum eftir 1930 tekur viðhorfið í þessum efnum að breytast og háværar raddir koma fram um það, að hið opinbera styðji eflingu innlends iðnaðar, sem sparað geti landinu erlendan gjaldeyri, og skapað aukna atvinnu. Að til- hlutan hins opinbera fór fram athugun á því, hvaða nýjum verksmiðjuiðnaði væri hagkvæmt að koma hér á fót og hvernig ætti að efla þann, sem fyrir væri. Einnig var tollalögnm breytt til hagræðis fyrir iðnaðinn. Á þessum árum var einnig komið á hinum illræmdu innflutningshöftum. En þó höftin væru sett i því skyni að rétta viðskiptajöfnuðinn við útlönd en ekki með tilliti til þarfa iðnaðarins verður þvi ekki neitað, að í skjóli haftanna og annara aðgerða hins opinbera var á þessum árum hafin hér ýmiskonar verksmiðjufram- leiðsla, sem siðar hefur sannað tilverurétt sinn í frjálsri samkeppni. STÓRSTÍGAR FRAMFARIR. Á síðustu 20 árum hafa orðið geysimiklar framfarir i islenzkum verksmiðjuiðnaði og má ef til vill jafna þróuninni við iðnbyltingu þá, sem varð á Norðurlöndum löngu áður. Þýð- ingarmestar fyrir þjóðarbúskapinn hafa fram- kvæmdirnar i fiskiðnaðinum verið, en fisk- iðnaðurinn er enn mikilvægasta grein íslenzks verksmiðjuiðnaðar og verður það þangað til hinir miklu virkjunarmöguleikar, sem síðar verður vikið að, hafa verið hagnýttir til stór- iðnaðar. Rer þar einkum tvennt til, að iðn- aður þessi notar úrvalshráefni sem landsmenn sjálfir afla i ríkum mæli og svo hitt, að fram- leitt er fyrir útflutning aðallega, þannig að hagkvæmni stórrekstrar fær notið sin. Höfuðgrein islenzks nútíma fiskiðnaðar er hraðfrystingin, sem nú um nokkurt árabil hef- ur varð mikilvægasti liður fiskhagnýtingar á íslandi. Starfsemi þessi hófst á kreppuárun- um fyrir stríð sem liður i þeirri viðleitni, að koma fiskvinnslu íslendinga á breiðari grund- völl. Þessi iðnaður hefur nú slitið barnsskón- um og á merkilega skömmum tíma orðið einn af risum íslenzks atvinnulifs. Afkastageta síld- arverksmiðjanna hefur einnig verið aulcin gífurlega, enda þótt þær framkvæmdir hafi eigi orðið til þeirrar blessunar, sem vænst var vegna þess hve sildaraflinn liefur brugðist um langt árabil, miðað við það sem áður var. Auk síldariðnaðarins er framleiðsla á mjöli úr úrgangi, sem fellur til við hagnýtingu þorsks og annara magurra fisktegunda í salt, frystingu og skreið, orðinn þýðingarmikill lið- ur í fiskiðnaði íslendinga, svo og vinnsla karfamjöls og lýsis, en til þess þarf samskonar vélar og notaðar eru við síldarvinnslu. Lýsis- herzluverksmiðja hefur einnig verið sett á fót, en herzlan gerir lýsið mun verðmætara. Þá má nefna framleiðslu á niðursoðnum fiska'furðum sem vaxið hefur talsvert. Iðnað- ur þessi hefur þó átt erfitt uppdráttar í sam- bandi við útflutning vegna harðrar samkeppni á heimsmarkaðinum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir i fiskiðn- aðinum tvo síðustu áratugi er iðnvæðingu þessarar atvinnugreinar ekki lokið. Má í því sambandi nefna niðursuðuiðnaðinn, sem enn á langt i land til þess að geta skipað þann sess, sem honum ber innan íslenzks fiskiðn- aðar. Hvalveiðar voru hafnar að nýju árið 1948 og er unnið úr aflanum mjöl og lýsi, en nokkuð af kjötinu er fryst til manneldis og fóðurs. Annar verksmiðjuiðnaður, sem vinnur úr innlendum hráefnum og aukist hefur mikið á þessu tímabili er mjólkuriðnaður þ. á m. framleiðsla osta og þurrmjólkur, og kaseins, 136 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.