Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 138

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 138
Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri: FLUGMÁL ÍSLANDS Ef þess er gætt að íslendingar áttu enga flugvél fyrir tæpum 25 árum, og það sem verra var, takmarkaðan áhuga á að eignast slikt tæki, vcrður að telja að íslenzk flugmál hafi þróast á ævintýralegan hátt á þessum tæpa aldarfjórðungi. Og það er aðallega þrennt í þessari þróun, sem jafnvel erlendum sérfræðingum finnst athyglisvert. Hið fyrsta, að flugfélögin tvö Flugfélag ís- lands og Loftleiðir, hafa aldrei notið ríkis- styrkja, sem er fágætt, þvi að segja má að nær öll erlend flugfélög, sem eitthvað kveður að, séu ýmist á beinu eða óbeinu ríkisframfæri. Iiið annað, að íslenzka ríkið hefur aldrei þurft að færa verulegar fjárhagslegar fórnir í uppbyggingu flugmannvirkja, því flugvellirn- ir i Reykjavík og Keflavík, sem segja má að séu einu raunverulegu flugvallarmannvirki landsins, voru byggðir af öðrum og síðan af- hentir íslenzka lýðveldinu. Hið þriðja, að ísland er mér vitanlega eina landið, sem hefur af því drjúgar gjaldeyris- tekjur að stjórna umferð erlendra flugvéla, sem fljúga yfir opnu hafsvæði i mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá landinu. Margt annað fróðlegt mætti hér tína til, en fyrst er rétt að byrja á byrjuninni, því saga íslenzks flugs nær yfir 40 ár, en ekki 24, og s. 1. haust fékk þjóðin tækifæri til að kynnast þeirri sögu í blöðunum og á öldum Ijósvakans. Hér skal því ekki að nýju rakin saga flug- félaganna, lieldur stiklað á stærstu atriðunum. Fyrsta tilraunin til þess að koma hér á flug- samgöngum var gerð með stofnun Flugfélags íslands I 1919, en það starfaði i tvö sumur. Hve stofnun þessa félags var í sjálfu sér merk, sést bezt á því að ef við íslendingar hefðum borið gæfu til að halda lífi i félaginu, ættum við nú elzta starfandi flugfélag í álfunni. í dag er mörgum ljóst, að við hefðum vissu- lega átt að gera félaginu kleift að starfa áfram, þótt ekki hefði verið nema i tilrauna- og æfingaskyni. Þá hefði sennilega verið komið á föstum flugsamgöngum innanlands með að- stoð innlendra flugmálasérfræðinga þegar á árunum 1925—27, svo sem siðar var reynt með leigðum erlendum starfskröftum með stofnun Flugfélags íslands, II 1928—31. En okkur íslendingum hefur aldrei verið sýnt um að leggja fé í tilraunastarfsemi, á þvi sviði höfum við oft sparað eyrinn, en síðan kastað krónunni i ýmsa illa undirbúna starf- semi. Aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags ís- lands, hins fyrsta, var Halldór Jónsson frá Eiðum, en fyrsti formaður Garðar Gíslason, stórkaupmaður. Að næstu tilraun, sem hefst 1928 og lýkur 1931, stóð Dr. Alexander Jóhannesson, sem óþarft er að kynna. Bjartsýni og dugnaður Dr. Alexanders vann lengi vel bug á öllum örðug- leikum, þrátt fyrir dýra og erfiða starfsemi, sem byggðist á því að Flugfélag íslands II leigði flugvélar og sérfræðinga frá Þýzkalandi. Dr. Alexander sá þó strax að eigi var hægt að byggja til frambúðar á útlendingum, og lagði hann þvi strax grundvöll að menntun íslenzkra flugliða. Fyrstu islensku flugmenn- irnir voru þeir Sigurður Jónsson (no 1) og Björn Eiríksson (no. 2)), en flugvirkjar þeir Björn heitinn Olsen og Gunnar Jónsson, nú- verandi forstjóri Stálhúsgögn h. f. Á þessum árum (1929—-31) kom greinilega í ljós nytsemi flugvéla til ýmissar starfsemi og má segja að tilraunin hafi gefið góða raun og að það hafi verið hin mesta skammsýni að halda ekki áfram. Heimskreppunni verður hér að sumu leyti um kennt, en þó elcki öllu, þvi skilningsskortur ráðaman-na þ. á m. sumra alþingismanna var svo áberandi að óskiljan- legt er í dag. Dr. Alexander uppskar þvi i bili eingöngu þyrna og þistla fyrir störf sin og varð jafnvel fyrir .hatrömmum árásum í dagblöðunum. Agnar Kofoed Hansen. Dr. Alexander hefur lýst þessum þætti flugs á íslandi mjög skemmtilega i bókinni „í lofti“, sem út kom 1932, en þar er á ferðinni hinn innblásni liugsjónamaður, sem hefur þá þegar gleymt erjum og smásálarskap andstæðinganna, en beinir orðum sínum til æskulýðs íslands. Honum helgar hann bók sína og hvetur til dáða. Og ég tel ekki ósanngjarnt að tileinka íslenzkri æsku þriðju tilraunina eða tímabilið frá 1936, því það var hún, sem þá tók upp hið fallna merki flugsins og bar það fram til endanlegs sigurs, ég segi endanlegs sigurs, þvi ég trúi því elcki að flug á íslandi eigi eftir að leggjast niður á nýjan leik, nema þá kjarn- orkustyrjöld færi allt mannkyn aftur til stein- aldarinnar. Þátttaka íslenzkrar æsku i flug- málastarfsemi á breiðum grundvelli tryggði síðar liæfa menn i liin margvislegu störf, sem flugið hefur upp á að bjóða, og ef þess er gætt að í islenzkum flugmálum starfa í dag 810 fastir starfsmenn, sézt hverja reginþýðingu það liefur að ná til æskunnar og búa vel og myndarlega að þeim unglingum, sem vilja vinna að flugstarfsemi i frístundum. Saga Flugfélags íslands hins þriðja er kunn. Saga þess hófst með stofnun Flugfélags Akur- eyrar, en það voru Akureyringar, með Vilhjálm Þór i broddi fylkingar, sem lögðu fram nauð- synlegt fé til starfseminnar. Ég hafði þá áður reynt árangurslaust að stofna flugfélag hér í Reykjavík, en mönnum var enn í of fersku minni gjaldþrot Flugfélags íslands no. I og II og fé lá því ekki laust til flugreksturs. Akureyringar voru liinsvegar all einangraðir, sérstaklega að vetrarlagi, og stopular skipa- komur þá einu samgöngumöguleikarnir. Það var því ekki óeðlilegt að leita i þessum efnum til höfuðstaðar Norðurlands, en Norð- lendingar eru jafnframt kunnir fyrir framtaks- semi og myndarskap. Hið nýstofnaða flugfélag hóf starfsemi sina 2. maí 1938 og var undirritaður í senn fram- kvæmdastjóri og flugmaður félagsins, en Björn Olsen og Gunnar Jónsson sáu um eftirlit með flugvélinni til skiptis eða þar til Brandur Tómasson núverandi yfirflugvélavirki Flug- félags íslands kom til félagsins að afloknu námi í Þýzkalandi. Fyrsta starfsárið gekk slysalaust, fjárhagsafkoman reyndist framar björtustu vonum og þar með þótti þvi slegið föstu að flug á íslandi væri alls ekki fjárhags- lega eins fráleit hugmynd og ýmsir vildu vera láta. Þótt félagið dafnaði fljótt og vel, var það dvergfyrirtæki, sem ég afhenti Erni Johnson þáverandi flugmanni og núverandi fram- kvæmdastjóra Flugfélags íslands. í hans höndum og manna hans hefur félag- ið vaxið í risafyrirtæki á íslenzka visu, sem öll þjóðin kann að meta að verðleikum. Flugfélag íslands hefur ekki aðeins verið brautryðjandi í innanlandsflugi á íslandi, held- ur hefur félagið skapað sér mikið álit vegna Grænlandsflugsins, en fullyrða má að ekkert félag hafi eins mikla reynslu i flugi á Græn- landi og Flugfélag íslands. Þá hefur félaginu tekizt að ná ágætri aðstöðu á flugleiðinni Glasgow—Kaupmannahöfn auk margra annara góðra sigra á öðrum flugleiðum. Þurrar tölur tala stundum skýru máli og skulu þvi hér birtar örfáar tölur, er sýna þróun í starfsemi félagsins frá 1947: Þá kemst farþegafjöldi Flugfélags fslands innanlands fyrst yfir tíu þúsund farþega tak- markið, eða 13.376 og milli landa voru fluttir 2.855. Alls 16.231. Árið eftir hækkar tala innan- landsfarþega upp í tæplega 24 þúsund og lieildartala farþega það ár er 26.848. Árið 1952 eru innanlandsfarþegar 32.622 og farþegatala alls 37.970. Tveim árum síðar 1954 er tala innanlandsfarþega komin upp i 46.500 og milli- landafarþegar 7.528. Alls 54.023. 1956 eru innanlandsfarþegar 54.850 og milli- landafarþegar 15.170 eða 70.020 alls. 1957, sem er eitt mesta annríkisár Flugfélags íslands hingað til, eru innanlands fluttir 60.304 farþegar og milli landa 21.028 eða alls 81.332. Heildartala farþega tvö siðustu ár er 80.400 árið 1958 og 80.766 árið 1959. Þess ber að geta, að nokkru færri farþegar hafa ferðast innanlands með flugvélum félags- ins þessi ár, en millilandaflugið hefur aukizt svo mikið að heildartala farþega er næstum hin sama. Tala farþega í millilandaflugi er tvöföld miðað við árið 1956. 1944 komu 3 ungir flugmenn frá námi í Kanada og stofnuðu þeir eigið félag, er þeir nefndu Loftleiðir og af þremenningunum mun aðalhvatamaðurinn, að stofnun félagsins, hafa verið Alfreð Elíasson, núverandi framkvæmda- stjóri þess. Að rekja sögu Loftleiða er ekki tiltækilegt hér frekar en sögu Flugfélags íslands, en þess 138 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.