Vísir - 14.12.1960, Síða 139

Vísir - 14.12.1960, Síða 139
TF. ÖRN. Mijndin er tekin á Akureyrarpolli. má þó geta, aS stjórnendur félagsins áttu fyrstu 10 árin oft við mikla fjárhagsörðugleika að etja og þvi stundum tvísýnt, hvort félaginu yrði lífs auðið. Þessara erfiðu ára minnast stofn- endur félagsins nú með ánægju, er hagur félagsins stendur með hvað mestum blóma. Félagið hefur gert það, sem vissulega er ekki heiglum hent en þ. e. að hasla sér völl í farþegaflugi á alþjóða markaði. Með miklu starfi, kostnaðarsamri auglýsinga- starfsemi erlendis, og harðfylgi í hvívetna, hefur forráðamönnum félagsins tekizt að afla sér mikils fjölda viðskiptavina á hinum al- þjóðlega markaði, og er félagið nú almennt viðurkennt fyrir góða þjónustu við farþega og öruggan rekstur að ógleymdum hinum lágu fargjöldum. Við íslendingar höfum sem kunnugt er hald- ið uppi opinberri landkynningarstarfsemi undanfarna áratugi, en ekki tel ég ósennilegt að fárra ára kynningarstarfsemi Loftleiða hafi haft margföld áhrif og náð lengra. Eftirfarandi tölur um starfsemina undanfarin ár sýna ljós- lega hina ævintýralegu þróun félagsins: í lok ársins 1944 hafði félagið flutt 484 far- þega. Tíu árum síðar var farþegafjöldinn kom- inn upp í 110611 og i árslok 1959 í um 250.000. Þá höfðu flugvélar félagsins flogið yfir 20 miljón kílómetra á rúmlega 68 þúsund klukku- stundum og sætakílómetrar orðnir 542 milj- ónir. I þjónustu Loftleiða starfa beinlínis rúm- lega 200 manns og eru eigin skrifstofur félags- ins og aðalumboðsskrifstofur í 20 erlendum stórborgum. Þótt flugfélögin tvö, og þeirra starfsemi, gnæfi að sjálfsögðu hæst í flugmálum vorum, má ekki gleyma ýmissi annari fjölþættri starf- semi, sem sum hver hefur grundvallarþýðingu fyrir nútíð og framtið íslenzkra flugmála. Ég á hér við starfsemi einstaklinga, sem starfað hafa af dugnaði og fórnfýsi til þess að gera hlut flugsins á íslandi sem mestan og beztan. Ég vona að ég styggi engan, þótt ég nefni hér fyrstan okkar þjóðkunna Björn Pálsson flug- mann og sjúkraflugstarfsemi hans. Allur al- menningur þekkir Björn af giftudrjúgum störf- um hans, sem bjargað hafa hundruðum fár- Veikra sjúklinga og borið hafa hróður hans langt út fyrir landsteinana, en færri vita að Björn Pálsson vann árum saman raunverulega lagði oft sitt eigið líf í beina hættu við það verk. Nú er að komast betri skipan á þessi mál og væntanlega verður Björn matvinnungur í framtíðinni. Sjúkraflugið hefur hrifið hugi þjóðarinnar og s. 1. ár keyptu Akureyringar af venjulegum myndarskap tveggja hreyfla sjúkraflugvél, sem aðallega er ætlað að starfa á Norðurlandi. Þá hefur Björn Pálsson nýlega eignast tveggja hreyfla sjúkraflugvél, og má segja að vænlegar horfi nú um sjúkraflug þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr. Auk sjúkraflugsins má nefna starfsemi flugskólans Þyts, sem menntað hefur mikinn fjölda íslenzkra einka- og at- vinnuflugmanna og jafnframt séð allmörgum útlendingum, mestmegnis Þjóðverjum, fyrir flugnámi. Það er mikið atriði fyrir okkur íslendinga að eiga góðan flugskóla og það er þvi þakkarvert, þegar einstaklingar taka sig til um slika hluti án ríkisstyrkja, enda senni- lega eina skólahaldið hér á landi, sem ekki er greitt af hinu opinbera. Karl Eiriksson flugmaður hefur veitt skól- anum forstöðu frá upphafi og notið frábærra starfskrafta meðeigenda sinna, flugvélvirkj- anna Finns Björnssonar og Sigurðar Ágústs- sonar, sem séð hafa um allt viðhald flugtækja skólans. Á skólinn nú 9 flugvélar og hefur 4 kennurum á að skipa. Landhelgisgæzla úr lofti er nú staðreynd °g eru áform um allmikla aukningu á þessari starfsemi. Hér áður fyrr var oft reynt að benda á gagnsemi flugvéla til slíkra gæzlustarfa og ^ér er minnistætt er ég flaug Einari Einars- syni þáverandi slcipherra i fáein landhelgis- ^ng 1938, en flugvélin þótti eðlilega of lítil °g óheppileg. Rétt er þó að geta þess, að þá voru vélar eins og sú, sem nú er notuð til landhelgisflugs, nýkomnar á markaðinn, og við íslendingar ættum því raunverulega að liafa a. m. k. 22ja ára reynslu í landhelgisflugi í stað 2ja. En betra er seint en aldrei, og það er engum vafa undirorpið að yfirmenn þessara mála gera sér nú fyllilega grein fyrir gagn- semi flugvéla til gæzlustarfa, og dómstólar taka nú gildar staðarákvarðanir úr lofti, sem er vitanlega aðalatriði. Sildarleit úr lofti er eitt af því, sem Dr. Alexander kom á laggirnar á árunum 1928— 31, og gaf hún svo góða raun að furðu sætti, enda voru þá strax sett lög, sem tryggðu Flug- félagi íslands no. II allsæmilegar og öruggar tekjur. En svo komu uppgripa sildarár. Síldin óð sumarlangt um allan sjó og var framsýnin ekki meiri en svo að sjálfsagt þótti að leggja niður síldarflugsgjaldið, sem lagt hafði verið á liverja tunnu og mál síldar. Þar með var að verulegu leyti kippt stoðunum undan starfsemi félagsins og það þegar verst gegndi. í dag gegnir öðru máli. Örn Johnson þá flugmaður og framkvæmdastjóri Flugfélags Akureyrar „sló í gegn“ með sildarleitarflugi sínu sumarið 1939, og síðan hefur áhuginn haldizt nokkuð jafn og þykir nú sjálfsagt að hafa a. m. k. tvær 2ja hreyfla flugvélar stöð- ugt við síldarleit allt veiðitímabilið. Undanfarin ár hafa tveir aðilar annazt síldarflugið, Flugskólinn Þytur og Sigurður Ólafsson flugmaður. Þá kem ég að þeim þætti flugsins, sem senni- lega á eftir að hafa meiri þýðingu fyrir land og þjóð en noklcuð annað, þeim þættinum, sem ég bind einna mestar vonir við og á ég hér við landgræðsluflugið. Norskir landnámsmenn fundu fagurt land og viði vaxið milli fjalls og fjöru, en við íslend- ingar afkomendur þeirra, höfum síðan nálega eytt landið á 1000 árum. Okkur er gjarnt að telja okkur gáfaða þjóð, en gerum okkur þó seka um vanrækslusynd, sem af öllum menningarþjóðum mun talin bera vott um meiri skynsemiskort en nokkuð annað; við látum landið blása upp, eyðast fyrir augum vorum alsjáandi. Hvað þetta snertir, má þvi raunverulega líkja okkur við mann, sem situr hátt i trjá- grein og er í óða önn að saga greinina af fast við bolinn. Á 50 ára afmæli fluglistarinnar 1953, birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu. Átti ég þar tvær óskir og önnur var sú, að okkur íslend- ingum mætti auðnast að taka flugvélar í stórum stíl i þjónustu landgræðslunnar til að dreifa áburði og fræi yfir uppblásið land í byggð og óbyggð og klæða á þann hátt landið okkar á nýjan leik eins og andfætlingar okkar, Ný-Sjálendingar, hafa gert með svo undra- verðum árangri undanfarin 15—20 ár. í dag liyllir undir að þessi ósk kunni ef til vill að rætast og má þakka það framtakssemi forstjóra flugskólans Þyts, sem keypt hefir 2 flugvélar með dreifingarútbúnaði, og sand- græðslustjóra, sem fljótlega kom auga á mikil- vægi þessa þáttar flugsins fyrir sandgræðsluna og loks Alþingi íslendinga, sem hefur einnig gert sér að noklíru ljóst að hér var athyglis- vert mál á döfinni, og veitt fé til frumfram- kvæmda. Ég sagði „að' nokkru ljóst“, þvi ef Alþingi og ríkisstjórn gerðu sér að fullu Ijóst hvílíka galdra er hægt að gera með áburðar- og fræ- dreifingu úr flugvélum yfir örfokasvæði ó- byggðanna, hefði verið veitt tífalt fjármagn til þessa máls í ár og sú upphæð enn tífölduð á næstu 5 árum. Enn mætti að sjálfsögðu nefna ýmsa fleiri þætti flugsins og marga mæta menn í þeirri sveit og einmitt þessvegna vegnar flugmálun- um vel, að þar starfa margir og hæfir sér- fræðingar, en þar sem þessari grein er ein- ungis ætlað að stikla á þvi stærsta, læt ég hér staðar numið og kem nú að hinnu almennu flugmálastarfsemi, sem hefur Flugmálafélag íslands að samnefnara. Erlendis kveður venjulega mikið að starf- semi flugmálafélaga eða flug„klúbba“. Starf flugmálafélaganna er fyrst og fremst fólgið i þvi að efla og glæða flugíþróttina, skipuleggja starfsemi „drengja á öllum aldri“ eða frá sex ára til sextugs í módelflugi, svifflugi og eins starfsemi þeirra, sem eiga eða hafa aðgang að einkaflugvélum. Flugmálafélögin sjá um að öllum leikreglum sé fylgt í flugkeppni i hinum ýmsu greinum flugíþróttarinnar og hafa þau þvi með sér alþjóðasamtök, Federation Aeronautique Internationale og varð Flugmála- félag íslands aðili að þeim samtökum þegar árið 1936. Öll heimsmet í flugi verður að við- urkenna af þeirri stofnun ella eru þau ógild. Flugmálafélag íslands var stofnað i ágúst 1936 og gengu strax í það ýmsir helztu áhrifa- menn í islenzku þjóðlifi þeirra ára. Flugmála- félagið kom sér fljótlega upp myndarlegri skrifstofu, áróðursmiðstöð, þar sem „samsæris- mennirnir“ komu saman og réðu ráðum sinum, hvernig þröngva mætti flugmálaáhuga upp á íslendinga. Félagið var all umsvifamikið þessi fyrstu ár, þegar þörfin fyrir það var mest og kveikja þurfti þann áhugaeld með þjóðinni, sem siðar varð að miklu og stöðugu báli. Má án efa þakka Flugmálafélagi íslands og þeim mikla fjölda áhrifamanna, sem fylktu sér strax í upphafi undir merki þess, hve þjóð- in tók fluginu vinsamlega og að það raun- verulega varð óslcabarn hennar. Afmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.