Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 142

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 142
Niverandi forseti félagsins er Baldvin Jóns- son, hæstaréttarlögmaður, sem tók viS af Dr. Alexander Jóhannessyni s. 1. vetur, en Bald- vin s; arfaði um langt árabil i flugráði og vann par ágætt starf. Ég hef stundum orðið þess var, áð ýmsir segja sem svo, hvaða hagnýta þýðingu hefur Flugmálafélag fslands rú, þegar búið er að koma upp öflugri starfsemi tveggja dugmikilla flugfélaga og ekki þarf lengur að reka áróður fyrir flugi eins og i gamla daga. En ég hygg að starfsemi Flugmálafélags íslands og hinna ýmsu greina af stofni þess sé okkur jafn nauð- synleg og sáðmanni er það nauðsynlegt, að eta ekki allt sáðkornið. Æskan þarf trausta Ieiðsögn flugfróðra manna, þegar hún byrjar að föndra við flug- módel. Hún þarf tilsögn sérfræðinga, hæfra og öruggra kennara, þegar hún gengur inn í raðir svifflugsins og tekur að iðka iþrótt íþróttanna, svifflugið, með hrafna og máfa að leikbræðrum. Þá má geta þess að alþjóðasamband flug- málafélaganna hefur lyft Grettistaki fyrir einkaflugmenn um allan heim, sem fyrir starf- semi F. A. I. geta nú flogið landa á milli og allstaðar verið „eins og heima hjá sér". Einkaflug hefur átt all erfitt uppdráttar hér hjá okkur, ef til vill i fyrsta lagi vegna þess, að margfóld gengisfelling hefur gert það kostnaSarsamt og sú staSreynd aS engin flug- skýli eru fyrir hendi, utan Reykjavíkur, gerir það lítið eftirsóknarvert að skilja litlar flug- vélar eftir úti dögum saman, þar sem allra yeðra er von. Að öðru leyti er ísland eins og gert fyrir einkaflug og lendingarstaSir skipta hundruSum. Flugmálafélag íslands á því hér mikið verk- efni fyrir höndum og einnig á sviSi almennrar fræSslu um flugmál, sérstaklega nú þegar maS- urinn er að því kominn aS brjóta af sér hlekki jarSvistarinnar „i lifenda lífi" og geimferSir eru á næsta leiti. Fyrr í þessari grein var þess getið aS ís- lenzk æska hafi i raun réttu tekið upp hið fallna merki flugsins 1936, og ég held að ekki væri úr vegi að athuga nánar hvernig var umhorfs í þessum málum þá. Við íslendingar áttum þá enga flugvél og litla trú á þvi að okkur myndi í fyrirsjáanlegri framtið kleift að eignast flugvél, þaðan af siður að koma á jafnvel frumstæðustu flugsamgöngum.' Þjóðin mændi vonaraugum til ameríska flugfélagsins Pan American Airways, en þvi hafði þá veriS veitt sérleyfi til viðkomu á íslandi — það átti að rjúfa einangrun íslands. Báðir flugmennirnir okkar og vélamennirnir höfðu loks fengið sér óskyld störf eftir ára- langt atvinnuleysi og vonbrigði, en slíkt var ekkert auðvelt á þessum árum. Haraldur Guðmundsson, þáverandi sam- göngumálaráðherra, var þvi ekkert sérlega bjartsýnn — þótt aldrei skorti ljúfmennskuna — þegar ég gekk á fund hans sumarið 1936, þá nýkominn heim frá flugliðsforingjanámi, og óskaði eftir starfi. Starfið fékk ég að visu ekki strax, en ég fékk að kynna mér ÖU afskipti rikisins af flugmálum til þessa dags og mér er enn minnis- stætt, er ég kom niður til ráðuneytisstjórans og hann kallaði til aðstoðarstúlkunnar og bað hana að koma meS umslagiS með flugmálunum. Þar fyrirfundust i einu umslagi öll skjalleg afskipti ríkisins af íslenzkum flugmálum frá 1919 og til 1936. Skömmu seinna var ég svo gerSur aS flug- málaráSunaut rikisins og hófust þar meS af- skipti hins opinbera af flugmálum. Fyrsta verkefniS var aS sjálfsögðu að beizla þá orku, sem bjó í æskunni, og var það gert með stofnun Svifflugfélags íslands, og gekk strax mikill fjöldi dugmikilla og bjartsýnna æskumanna í félagið. Félagarnir lögðu ótrauðir á brattann, smið- uðu sjálfir æfingaflugur sínar og hófu æfingar, fyrsta árið undir minni stjórn, en siðar undir handleiðslu færustu þýzkra svifflugkennara. Var þar með lagður grundvöllurinn að hinu íslenzka flugliði og í dag finnast þessir gömlu svifflugfélagar í öllum greinum islenzks flugs og nær án undantekningar ^i þýðingarmestu störfunum. Til þessa dags hafa milli 2—300 unglingar notið tilsagnar i svifflugi, og það er ekki hægt aS skilja svo viS svifflugiS aS ekki sé aS einhverju getiS þess manns, sem drýgstan þátt hefur átt í þvi aS koma þessum fjölda i loftið og slysalaust til jarðar aftur, en það var Helgi Filipusson, sem gekk i félagið 15 ára gamall. Svifflugið á einhvern tíma' eftir að verða fjöldaíþrótt hér á landi, þvi hvorttveggja er að það er töfrandi yerkefni og skilyrði hér á landi víða ágæt. Þá skal að lokum stuttlega gerð grein fyrir seinasta meginþætti islenzkra flugmála, en það er flugmálastjórn ríkisins. Afskipti hins opinbera hófust eins og fyrr segir 1936 er ráðinn var flugmálaráðunautur ríkisins, en 1945 var stofnað sérstakt embætti flugmálastjóra og tók við þvi Erling Ellingsen núverandi tryggingarforstjóri. Það var mikið verk, fjárfrekt og vanþakklátt að byggja upp hið nýja embætti, auk þess sem yfirtaka Reykjavíkurflugvallar — sem er mikið fyrir- tæki — var á næsta leiti. Ýmsar breytingar hafa síðan orðið á skipulagi flugmálastjórnar- innar. 1947 var stofnað 5 manna flugráð, sem ásamt flugmálastjóra fer meS æSstu stjórn þessara mála, undir ráSherra. Sumir kunna aS spyrja, er ekki nóg aS hafa. tvö þróttmikil flugfélög og ýmsa aðra óopin- bera flugmálastarfsemi, án þess að hið opin- berá setji á stofn umfarigsmikið og kostnaðar- samt „.ríkisapparat"? Vissulega væri æskilegt, ef hægt væri að komast hjá þvi, en hvar væru samgöngur á landi staddar, án vegakerfis þess, sem rikið leggur um landið eSa samgöngur á sjó, án hafnargerða og vitakerfis hins opin- Fyrsta stjórn Flugfélags íslands eftir nafn- breytinguna: Kristján Kristjánsson, Agnar Kofoed-Hansen, örn ó. Johnson, Bergur G. Gíslason, og Jakob Frimannson. bera? Á sama hátt sér íslenzka lýðveldið flug- inu fyrir flugvöllum, annast byggingu þeirra og viðhald, heldur þeim opnum sumar og vetur, útbýr þá nauðsynlegum öryggistækjum, t. d. flugbraútarljósum, radiovitum, flugstefnu- vitum, eldvarnartækjum, radartækjum eða jafnvel blindlendingarútbúnaði, eins og gert hefur verði á Keflavíkurflugvelli. Á Iandinu eru nú skráðir 18 flugvellir, þar sem 25—30 farþegaflugvélar geta athafnað sig, auk 70 sjúkraflugvalla fyrir minni flugvélar, en flug- vélar hafa lent á mörgum öðrum stöðum á landinu, auk lendinga sjóvélanna á hinum ýmsu fjörðum, vogum og vikum þessa vog- skorna lands. Um suma þessara flugvalla (Reykjavikur- og Keflavikurflugvöll) fer alþjóðleg umferð, aðrir eru varavellir (Sauðárkróks-, Akureyrar- og Egilstaðaflugvellir) og er því nauðsynlegt að hafa örugga flugumferðastjórn á þessum flugvöllum, allan sólarhringinn á aðalvöllun- um, en venjulegar dagvaktir á hinum völlun- um vegna innanlandsumferðarinnar. Á sama hátt og fylgst er með farartækjum á sjó og á landi, þ. e. skipaskoðunin og bif-, reiðaeftirlitið, er, ekki síður mikilvægt að fylgjast með því að flugvélarnar uppfylli jafn- an ströngustu alþjóðlegar kröfur um öryggi og ekki síður að áhafnirnar fullnægi sömu kröfum um hæfni til starfsins. í einu dag- blaða þessa bæjar var nýlega nokkuð veður gert út af því að einn af flugstjórum annars flugfélagsins var látinn taka gagnfræðapróf, þar sem slíkt er skilyrði fyrir flugstjórarétt- indum og talin lágmarks undirstöðumenntun til þeirra starfa. í framtiðinni held ég að brosaS verSi aS þessu atviki, því lágmarks- krafa til flugstjóraprófs verSur sennilega inn- an fárra ára stúdentspróf úr stærSfræSideild, vegna hinnar margbrotnu tækni nútimaflugs. En þetta er nú útúrdúr aS gefnu tilefni. Þegar flugvél hefur sig til flugs aS fengnu leyfi úr stjórnturni flugvallarins, hefur hún áður gefið og fengið samþykkta flugáætlun, þar sem greint er frá ákvörðúnarstað, flug- tíma, flugþoli, yaraflugvöllum, farþegafjölda o. s. frv. Siðan er fylgst með ferðum vélar- innar i fyrirskipaðri flughæð á þeirri flug- leið, sem hún gaf upp fyrir flugtak. Hún er síðan i stöðugu sambandi við einhverja þeirra 16 radiostöðva, sem flugmálastjórnin rekur um allt land og fær þar seinustu fréttir af veðri og öðru, sem máli skiptir fyrir öryggi flugsins. Ef flugvélin er t. d. á leið til Akureyrar eða Egilstaða, er fylgzt með aðflugi vélarinnar til þessara flugvalla með radartækjum og flugstjóranum leiðbeint niður úr skýjahulunni og inn á flugvöllinn. Þetta er gert til aukins öryggis, en flugmaðurinn hefur auk þess sjálf- ur flogið milli 2ja radiovita eftir tveim radio- áttavitum, sem gerir honum kleift að halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði fjarri fjöllum og hættum. Öryggiskerfi flugmálanna hefur tekið mikl- um stakkaskiplum undanfarin 8 ár og er það mikið að þakka erlendri aðstoð. Fyrst alþjóða- flugmálastofnuninni, ICAO, sem veitti okkur ómetanlega tæknilega aðstoð 1952—54 með þvi að lána okkur i tvö ár færustu sérfræðinga, sem skipulögðu að mestu núverandi kerfi og aðstöðu við þjálfun islenzkra flugmanna og nú á síðustu 2 árum stórverðmæt tækniaðstoð flugmálastjórnar Bandaríkjanna, sem lánað hefur íslenzku flugmálastjórninni slikt magn flugöryggistækja til langs tima (15 ára), aS íslenzka flugfjarskiptakerfiS verSur innan 2ja ára eitt fullkomnasta kerfi sinnar tegundar hér i álfu. Þetta er hér tiltekiS, til þess að þakka þessa ómetanlegu aðstoð, en engan veg- inn til að ofmetnast, því ég geri mér ljóst að ennþá er viða pottur brotinn i flugmálum okkar, fyrst og fremst vegna fátæktar og flug- slys geta alltaf hent, ef svo ber undir, þrátt fyrir viðtækar öryggisráðstafanir. Ég minntist hér að framan á alþjóðaflug- málastofnunina ICAO, en við íslendingar höf- um tekið þátt í störfum þeirrar stofnunar frá upphafi hennar 1944. 142 VlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.