Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 151

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 151
*-^.^.^^*^~é-~~~~*~~~<*^^^-^^**-* ^**^^-+~. Sölulaun fyrir 200 eintök nægðu í 20 bíóferðir. Einn af fyrstu blaðsöludrengjum Vísis var Steingrímur Kl. Guðmundsson málari að Bergs- stöSum við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Hann er fæddur árið 1900 og stendur því rétt á sextugu. — Ég er barnfæddur Reykvíkingur, sagSi Steingrímur i viðtali viS Visi; og var í hópi fyrstu blaSsöludrengja Vísis. Ég man að ég var tiu ára gamall þegar ég byrjaSi að selja blaðið, og það gefur einmitt til kynna að ég hafi selt þaö strax á fyrsta útkomuári þess. — Hvað kostaði blaSiS þá? — Þrjá aura og af þvi fengum við einn eyri í sölulaun. — Ekki hefur það verið mikið. — Mikið! Það var nú bara alls ekki lítið. Þetta var ein af fáum tekjulindum drengja í Reykjavík á þeim árum og þótti það stórkost- iegt að geta unnið sér inn eyri. Þeir þurftu ekki endilega að vera margir, enda voru aurar pen- ingar i þann tíð. Það eru þeir ekki nú. — HvaS seldu blaðsöludrengirnir þá til jafn- aðar af blöðum á dag? — Það var ærið misjafnt. Fór víst eftir ýmsu, veðrinu, hvaða atburðir lágu í loftinu og hvað stóð í blaðinu. Annars kölluðum við upp markverð tíðindi, ef þau voru fyrir hendi. Það jók söluna. — Hvað munið þér eftir mestri sðlu hjá sjálf- um yður á einum degi? — Ég man að ég seldi mikið þjóðhátíðardag- inn, 17. júní 1911. Visir gaf þá út mjög skraut- legt þjóðhátíðarblað með mynd af Jóni Sigurðs- syni og nokkrum kvæðum, helguð honum eftir þá Þorstein Erlingsson og Guðmund Guðmunds- son. Það var á betri pappir en blaðið er venju- lega prentað á og auk þess prentað í tveim litum. Af þessu blaði séldi ég um 200 eintök og fékk tvaer krónur fyrir, en það jafngilti því að ég gæti farið 20 sinnum á bíó fyrir sölulaunin. Þá kostaði aðeins 10 aura aðgöngumiðinn á bíó. Til þess að komast 20 sinnum i bíó fyrir eins dags sölulaun á dag nú, þyrfti barn að fá 120 krónur í sölulaun. Á þessu sést að kaupið var alls ekki svo lítið miðaS viS peningagildi nú. — Það er satt, það er meira en manni gæti sýnst i fljótu bragði þegar aðeins upphæðin nr nefnd. — En það var ekki þar með búið, þvi auk þess fékk ég verðlaun, höfSingleg verSlaun meira aS segja, fyrir mesta sölu. — Hver voru verSlaunin? — Þau voru úr. Ekkert man ég hvað varS af þvi, en svo mikið er vist að ég á það ekki lengur. Það man ég hinsvegar að ég var stoltur þegar ég kom heim til mín um kvöldið með úr í vasanum og tvær krónur að auki. Þann dag var ég ríkur maður. — Kom það oftar fyrir að verðlaun voru veitt? — Já, mig minnir að Einar hafi verS- launað okkur söludrengina þegar honum þótti einhver skara fram úr, eSa þegar sérstök tilefni gáfust til. — Þetta hefur gefið tilefni til harðrar sam- keppni? — Það var oft mikið kapp i okkur strákunum, einkum þegar við bjuggumst viS mikilli sölu. Það var líka alltaf mikil sala i kringum helgar. Eg hafSi þann háttinn á aS flýta mér hvatS Afmælisblað VlSIS mest ég mátti á veitingastaSi bæjarins og í bankana. Þar var alltaf örugg sala ef maSur gat orSiS á undan öðrum. Auk þess hafði ég fasta viðskiptavini hingaS og þangað i bænum, sem keyptu aSeins af mér, en ekki öðrum. — HvaS voruð þiS lengi að selja blaðið á hverjum degi? — ViS vorum sjaldan lengi. Oftast 2—3 tíma á dag. ÞaS svaraSi yfirleitt ekki kostnaði að dorga lengur. — En voru þaS einvðrSungu drengir sem seldu? — A3 Iangmestu leyti. Ég man aSeins eftir einni stúlku, hún hét Sigriður og var, aS mig minnir, eitthvaS fötluS, en hún fékkst við sölu oa bar víst blaðið út líka. Rabbab v/ð Stein- grím Gubmundsson málara, einn fyrsta söludreng Vísis. u---------~~ — Komust þér í nokkur nánari kynni við Einar Gunnarsson? — Já, ég réðst sem sendisveinn hjá honum nokkru seinna. Fór þá i allskonar sendiferðir, m. a. sótti ég handrit til ýmissa, sem skrifuSu í blaSið, þ. á m. Guðmundar skólaskálds, Þorsteins Gíslasonar og fleiri. Mér var jafnan tekiS vel hjá þessum mönnum og likaði prýðis- vel við þá. Sama var um húsbóndann aS segja, hann var ágætismaSur. Úr gömlum Vísisblöðum. Frá hrakningum skipshafnarinnar á „Eos." í gær kl. 5 síSdegis var sjóréttarpróf haldið yfir skipstjóra og skipshöfn af skipinu „Eos." Kom þá í ljós, aS þeir höfSu lent í hinum mesta lífsháska og mannraunum og mátti heita mildi, aS þeir héldu allir lifi. "kipið fór frá Hafnarfirði 19. þ.m. og komst klakklaust fyrir Reykjanes. En aðfaranótt 21. um kl. 2 gerði svo mikið aftakaveSur, aS ekki varS við neitt ráðið. Misstu þeir þá stjórn á skipinu og virtist svo um tíma, sem skipið ætlaði að ganga undir. Tóku þá seglin að rifna, hvert af öðru, en framreiöinn, sem var nýr, slaknaði svo mikið, aS horfur voru á, aS hann myndi slá mastriS úr skipinu. StórreíSinn bilaSi einnig talsvert, svo aS ekki var annaS sjáanlegt um tíma, en mastriS mundi brotna þá og þegar. Klukkan um 5 fór veSrinu heldur aS slota og var þá fariS aS aðgæta, hvort leki hefði komiS aS skipinu, og kom þá i ljós, aS tals- verður sjór var kominn í það. Vildu skipsmenn þá reyna að dæla, en dælurnar voru í ólagi, og vinddælan, sem mest var treyst á, hafSi öll brotnaS í veSrinu svo ekki var viðlit aS gera viS hana. Fleiri bilanir komu í ljós, og með þvi engin tiltök voru aS gera við allt i rúm- sjó, sem bilaS hafði, þá var siglt af stað þegar stjórn náðist á skipinu. Var lensað austur, þvi að Vestmannaeyjar var nú einasta höfnin, sem tök var að ná. Um kl. 10 árdegis sáu þeir Vest- mannaeyjar fyrir stafni og var þá tekið að hægja. Settu þeir þá upp öll segl, sem þeir gátu og stýrðu til Eyja, en um kl. 5 siSdegis lyngdi og voru þeir þá nálægt 3 fj. m. norS- vestur af eyjunum. En brátt fór að hvessa af suðaustri og var þá slegið undan. Kl. 6—7 reyndu þeir að vekja eftirtekt á sér með neyðarmerkjum (blysum), en enginn tók eftir því. Um kl. 8 var komið suSaustan rok og sigldu þeir þá undan, en brátt herti veSriS svo mjög, aS segl þau sem eftir voru, fóru i tuskur og fylgdi þessu veðri stórsjór, þrumur og eldingar. Einni eldingu sló niSur í skipiS og hitti skipstjóra og tvo VlSIR 50 ÁRA menn aðra, en engan þeirra sakaði til muna og má það merkilegt heita. Allt í einu datt i dúnalogn litla stund, en fór svo að hvessa af suðvestri. Var þa skipinu haldið upp að vindi. Um kl. 3 um nóttina var kominn álandsstormur, og rak skipið til lands, og voru þá gefin neySarmerki seinni hluta nætur. Um kl. 6 árdegis kom enski botnvörpungur- inn Marz A. Johnsen (skipstjóri Nielsen) þeim til .hjálpar og fylgdi þeim þar til bjart var orSiS. Ekki treystist hann til aS draga skipið til hafnar, en bauðst til að fara til Eyja og reyna að ná í hjörgunarskipið, en með því að skipið átti þá svo skammt til lands, sá hann að enginn timi væri til þess og vildi að skipshöfnin yfirgæfi „Eos". Var þá ekki annað ráð vænna fyrir höndum og skaut hann út björgunarbáti til þeirra, því skipsbátur „Eos" hafði laskast, og gengu skipsverjar af „Eos" allir i hann. Var þaS þó ekki auSsótt þvi sjór var mikill, en Englendingar helltu olíu i sjóinn og gerðu sér allt far um aS hjálpa sem bezt. Sumum skipsverja tókst að hafa nokkuð af föt- um sínum meS sér, en aSrir misstu allt, sem þeir höfSu meSferSis. Þetta mun hafa veriS um hádegi á fimmtudag og var svo beSið hjá barkinum, ef vera mætti, að honum yrSi bjarg- aS, en um kl. 4 var hann kominn upp i brim- garS og var þá haldið til Reykjavíkur. Skip- stjóri á „Eos" var DavíS Gíslason, en 1. stýri- maSur Björn Árnason. (25. janúar 1920). Innbrot. Það var aðfaranótt föstudagsins 16. þ. m. í öllu þrumuveðrinu, að brotizt var, inn í geymsluskúr Ástu Árnadóttur málarameistara, og þaSan stoliS talsverðu af kjöti. Skúrinn er áfastur viS húsiS, en gengið inn i hann utan- verðu frá. í húsinu býr aðeins kvenfólk og börn — ekkjur og 3 börn — og fyrirvinnan er kvenmaður. En karlmaður stelur á nætur- þeli björginni þeirra. (21. janúar 1920). 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.