Vísir - 23.12.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 23.12.1960, Blaðsíða 6
VÍSIE Föstudaginn 23. desember 1960 iwwwiww4wwvw^iMW»W> Kynleg nágrannabörn — Framh. af 3. siðu. fyrirhonum. Hann þreif hana, tókst að lyfta henni og halda henni uppi. — Þau voru bæði hrakin ofsalega burt með straumnum, unz þau. höfðu eyjarnar, hólmana langt að baki sér, og fljótið tók aftur að renna áfram breitt og lygnt. Nú fyrst sótti hann í sig veðrið, — náði sér eftir hina fyrstu knýjandi nauð, þar sem hann hafði einungis framkvæmt ó- sjálfrátt og án íhugunar. Hann teygði höfuðið upp á við og litaðist um og synti eftir mætti að flötum og kjarrivöxnum stað, sem skagaði heppilega út í fljótið.¦' — Þar færði hann hinn fagra feng sinn á þurrt land, en hann greindi ekkert lífsmark með stúlkunni. Hann var í örvæntingu, þegar við honum blasti fjölfarinn stígur, sem lá gegnum kjarrið. Hann eygði brátt einstakan mannabúsfað og náði þangað heim. Þar hitti hann fyrir gott fólk, nýgift hjón. — Slysið, vandræðin sÖgðu skjótt til sín. Það, sem hann bað um éftir nokkra ihugun, var látið í té. Eldurinn skíðlogaði, ullarteppi A-oru breidd yfir rekkju, feidir, gæruskinn voru færð í skyndi og hvaðeina, seni tiltækiiegt var og gat yljað upp. — Hér var lönguriin til að bjargá öll- um öðrum hugrenningum yfir- sterkari. — Einskis var látið ófreistað til þess lífga við þenn- an hálfstirnáða', fagra líkama. Það heppnaðist. — Stúlkan opnsði aut?;un, sá vin sinn, og vafð! örmum um háls hans. Kún faðmaði hann' lengi. — Táraflóð streymdi af augum hennar og fullkomnaði hreysti hennar. — Viltu yfirgefa mig, mælti hún, þegar eg finn þig svona aftur? — Aldrei, anzaði hann, aldrei, og hann vissi ekki, hvað hann sagði sé hvað hann gjörði. — Hlífðu þér aðeins, bætti hann við, — hlífðu þér, hugsaðu um þig vegna þín sjálfrar og mín. Hún hugði að sjálfri sér og skynjaði nú fyrst, hvernig hög- um var háttað. — Frammi fyrir ljúflingi sínum, lífgjafa sínum gat hún ekki blygðazt sín. En hún sleppti honum fúslega, svo að hann gæti annazt um sjálf- an sig, því að enn var hann rennvotur. Ungu hjónin báru ráð sin' saman. Hann bauð unga mann- inum og hún stúlkunni fögru, brúðarklæðin, sem voru öll til reiðu, til þess að klæða hjóna- efnin í þau innst sem yzt. — Að lítilli stundu liðinni voru börn ævintýrisins eigi aðéins klædd heldur skartbúin. — Þau voru væn ásýndum, þegar þau komu saman. Þau litu hvort annað undrunaraugum og féllust í faðm með geðhita, sem engin orð fá greint, þó hálfvegis brosandi að þessu dul- argervi. — Þróttur æskunnar eg hræringar ástarinnar færðu heilsuna í lag á svipstundu, og aðeins. skorti tónhst til þess að þáu-svifu- í dans:- Að ha£aí,kómizt úr vatni á þuxrfc landv'- fná; chru&t tíL 15S&;. úr. bágik'. asfoink-'tit- afskekfcts: staðar, írá. öxvæntingu. til al- sælu; frá tiMnningaÍQrsi tii brennandi ástarrolltLetnu-vet-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.