Vísir - 23.12.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 23.12.1960, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. MuniS. að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið okeypis til mánaðamóta. Sími 1-lfi-fift. Föstudaginn 23. desember 1960 Vatn þekktu fyrstu menn og fundu loks upþ á því að lauga sig í ám og sjó. En það var fyrst. þegar þrællinn og fatan uppgötvuðust, að bað- herbergið í húsinu kom til skjalanna. Elzta kerlaug, sem menn vita um er 3600 ára gömul. En hvernig þróaðist menningin svo að núverandi j baðherbergi urðu til? Lawr- i ence Wright, byggingameist- ari, hcfur kynnt sér þetta og skrifar um það bók, sem heit- ir „Clean and Decent". Elzta kerlaug, sem menn vita nmer frá því 1700 fyrir Kr. b. og er því nær 3600 ára. Baðher- bei'gið fannst á Krít og sagan segir að því hafi verið fyrir- Gamalt salerni með grískum skrautborða. íkomið í höll, sem sagt er að byggð hafi verið handa Minos konungi á Knossos. Sir Arthur Evans hinn brezki fornfræðingur 'gróf upp höllina og fann þar kerlaug, sem kannski hefur ekki verið ný- tízk að öllu en getur þó vel jafnast við baðherbergin frá því um 1890. Vatninu á Knossos var veitt gegnum sniðugt vathsveitukerfi og voru pípurnar gerðar úr brenndum leir, sem voru gerð af slíkri snilli að nýtízku heilsu- fræðingar fullyrða að þau hafi verið betri en þær vatnsveitu- pípur, sem menn geta keypt í dag. Böðunum í Róm'— seni lýst er síðar í bókinni — var, eins og allir vita, snilldarlega fyrir komið í tæknilegum smáatrið-j um. Heit laug var lífsnauðsyn,1 og það ekki aðeins fyrir æðstu menn, heldur og fyrir hermenn- ina, sem þurftu eftir daglanga göngu að þvo af sér ryk veg- anna. Menn hafa fundið frárennsl- ispípur frá síðari steinöld við Skara Brae á Orkneyjum. En engar kerlaugar fundust þar. Það virðist því, sem ýmsar tæknilegar staðreyndir hafi verið fyrir hendi löngu áður en baðherbergin komu til sögunn- ar. — Saman. En það er þó sannreynd að laugin fer úr tízku með nýjum tíðaranda. En gæti menn lifað án kerlauga, gátu menn þó ekki verið án náðhúsa af einhverri iegund. En menn þurftu þó að þvo sér, þó að riddararnir hafi ekki -gefið sér mikinn tíma til þess. Það var jafnvel sú tíð, að það 2>ótti merki um kvenlegleika ©ð þvo sér. í bókum um mannasiði frá miðöldum er þess þó gétið, að menn eigi að þvo sér um and- lit og hendur og tennur sínar eigi menn að þvo daglega. Og þó að ekkert sé ritað um það að menn eigi að þvo sér um kropp- inn er það þó talin nauðsynleg kurteisi að bjóða nýkomnum gestum að lauga sig. Það var . reglulega -skemmti- legt að lauga sig á þeim dögum. Gestir og heimilisfólk laugaði sig í einu og saman — blátt áfram af því að menn urðu að nota tímann meðan vatnið var heitt — svo er sagt. Menn -sváfu lika saman í her- bergjum í þá daga. EinkaMf var annað á þeim dögum erí það er í dag., Stclarnir. Lawrenee Wright fylgir gest- um sínum upp í gegnum bað- herbergin eins og þau voru þá. Og þegar hann kemur að hirð sólkonungsins, segir hann að þrifnaður á 17 og 18. öld hafi verið meiri en af er látið. I Versailles voru minnst hundrað baðherbergi. Loðvík XIV. lét seljja upp dýrmætar kerlaugar úr marmara bæði 1677 og 1678. Og næsta ár vant- aði hann tvö baðherbergi í við- bót. En Loðvík XIV. lét Madame Pompadour hafa stærsta bað- herbergið og 22 vesalings menn voru settir til að lyfta kerlaug- inni út um gluggann. En það þurfti annað og meira til þess að höilin. væri vel útbúin. Önn- ur áhöld vóru kölluð ýmsum nöfnum, t. d. „chaises percéss", sögðu menn eða „chaises d'af- faires" — og svo voru þar líka „meubles odoraut" (húsgögn sem lykta), en það var nú of nákvæmt aftur. En það er til áhaldalisti frá dögum Loðvíks XIV. og þar eru taldir upp 264 slíkir stólar og 208 af þeim voru yfirdekktir með damaski, velour eða maro- quin. Loðvík XIV. hafði sjálfur stól, sem var lakkaður með svörtu lakki og þar á voru dregin jap- önsk landslög með gulli og fugl- ar eins og innlagðir með perlu- móður. Sætið var fóðrað með grænu velour. Og madame Pompadour varð svo hrifin af vissum stól, að hún sá um að Migeon, sem hafði smíðað hann fékk eftirlaun á borð'við æðsta hershöfðingja. Wright skrifar í bók sinni að í fyrsta sinni, sem sérherbergi fyrir konur og fyrir karla hafi verið notað, þá hafi það gerzt á stórum dansleik í Parísarborg, árið 1739. Einhver, sem hug- vitssamur hefur verið, lét' þá innrétta klefa, þar sem stóð yf- ir dyrum Garderobes pour les femmes og garderobes pour les hommes. Var herbergisþerna í öðrum klefanum en þjónn í hin- um. Húsgagnalist. Já, Frakkar höfðu þá bað- herbergismenningu. (En ekki þykja þeir þrifnir nú á dögum). Það er er samt ekki einskis virði að „toilette" er franskt orð. Englendingar, sem lögðu til framleiðsla úr Kúba-mahogni upphafsstafina að náðhúsinu en beygðar járnpípur, sem eru (WC), eru langt á eftir. Á fyrra jmálaðar hvítar. • helmingi átjándu aldar voru Hinir gömlu ensku listamenn Bretar ekki að hugsa um þrifn- 'teiknuðu aftur á móti rakborð, Kerlaug til forna. TIL FORNA aðinn, þeir gátu mætavel þveg- ið sér undir vatnspóstinum úti á hlaði. En nú verður Englendingur- inn. glæsilegri, og það verður umhverfi hans líka. Húsgögn hans eru gerð og teiknuð af Chippendale, Hepplewhite, She- arer og Sheraton. Og þessir á- gætu húsgagna-listamenn fara nú að teikna þvottaborð, nætur- stóla o. fl. og nota fínar trjáteg- undir, og þessir hlutir eru nota- legir að hafa í búningsherbergi sínu. Flest munum við eftir þrí- fættum þvottaborðum með skál efst og vatnskönnu fyrir neðan. En þetta er ekki Chippendale náttborð, kommóður og þvotta- borð sem líktust skrifborðum og því voru engin takmörk sett, sem þeim gat dottið í hug. Náttstóllinn var falinn en menn gátu þó fundið hann. Og í náttborðinu átti að vera hilla fyrir sérstakan hlut úr postulíni. En þetta þekkja menn frá gistihúsum í dag. Clean Sudderent hefur kostu- lega frásögn um þessa potta sem reyndar voru ekki alltaf úr postulíni, en gátu meira að segja verið úr silfri eða gleri. Makar- ius kardináli átti einn úr gleri, sem var yfirdekktur með vei- our, barmarnir voru gullbornir og margt annað fínt var á hon- um að sjá. Algent var að blóm væri mál- uð á pottana og það bar við að hugkvæmur „pottamakari" setti postulínsfrosk inn í þá, sem voru alveg eins og lifandi. f Englandi var búinn til reglulegur skraut- pottur, var á hann málað auga og stóð með: „Notaðu mig vel og haltu mér hreinum og ég mun aldrei segja frá því, sem ég sá!" Það er eitthvað átakan- legt við þessa frumstæðu og óstjórnlegu kímni, sem ekki virðist þreytast við að fást við svo eldgamalt efni. En snúum okkur aftur að kerlauginni, því að um hana er margt að segja enn. Um miðja 18. öld er tekið að búa til bað- ker úr kopar, því að það er hægara að flytja þau til, auk þess eru þau fögur. En kopar er dýr. Þá er reynt við tin. Járn- ker eru reynd en þeim er hætt við að ryðga, og enn er ekki komið að því að þau verði gler- húðuð. - ... Þá koma Frakkar til hjálpar og mörg af þeirra baðkerum eru víst til enn í dag. Sagt er að Elísabet II. Englandsdrottning hafi notað baðker frá dögum Napóleons, sem var gert upp, og hafi hún notað það i Elysé-höll- inni, er hún var í opinberri heimsókn í Frakklandi. Það var venja Bonapartes að fá sér heita laug á hverfum degi. Og söguritarar álíta að þessi venja hafi slitið kröftum hans um of og hafi hún orsakað að hann beið ósigur við Waterloo. Wellington — vita menn — tók sér kalda laug á hverjum degi og sjáið hvernig það íórt. Kannski Waterloo hafi í raun og veru unnizt í baðherberg- inu . .. Og Marat var myrtur er hann laugaði sig, það vissu menn. Baðherbergið hafði yissulega sin hlutverk í söghnni! Vatnsvagninn. Heitt vatn var selt á götun- um fyrrum alveg eins og reykt- ur áll og tómatar eru víða seldir enn. Þegar búið var að verzla, var kerlaugin borin upp tíl kaupandans. pln iaugin var óþarfi — lúxus. Sameiginlc^t baðhús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.