Vísir - 07.01.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 07.01.1961, Blaðsíða 7
VtSIR 7 JLaugardaginn 7. janúar 1961 ------------------Lozania Prele } 50 Hann gat ekki hulið hið sanna neinum hjúpi. „Eg mun ávallt elska þig, Jósefína, en örlögin hafa leikið okk- ur grátt. Þau hafa orðið mínum vilja yfirsterkari og ég verð að fónia hinni miklu ást minni til þín, vegna þess, að land mitt krefst þess af mér.“ , Andartak fékk ekki hún mælt og þegar hún' loks tók til máls titraöi rödd hennar eins og ungrar stúlku. ,,Þótt hnefinn, sem greiðir mér þetta högg, sé Klædöur flauels- hanzka, mun það ríða mér að fullu,“ hvíslaði hún, og svo ætlaði hún að gera úrslitatilraun til þess að hafa áhrif á hann með því að ialla á kné íyrir framan hann, en hneig þá í ómegin. Hann bar hana sjálfur í örmum sér inn í herbergi sitt. Kannske væri það í seinasta sinn, sem hún hvíldi í örmum hans. En nú varð svo að fara sem verða vildi — skílnaðarmálið varð að ganga sinn gang, hvað sem tilfinningum þeirra leið. Það gerði hann sér jafnljóst á þessari stund, er hún hvíldi meðvitunarlaus vio barm hans, eins og það, að hann hafði alltaf og mundi alltaí elska hana. Það var skrafað um skilnaðinn fyrirhugaða, manna meðal, á heimilum, í veitingastofum, þar sem memi hittust á förnum vegi. Og dómamir voru misjafnir eins og gengur. Mörgum mis- líkaöi, öðrum líkaði vel, að keisarinn losaði sig við óbyrju og gengi að eiga prinsessu, sem væri þess verðug að bera drottningar- kórónu og mundi ala honum erfingja. Og þetta var sama fólkio sem hafði gert áhlaupið á Bastilluna fólkið sem hataði aðalinn, og hló og gerði að gamni sínu og var skemmíun að því, er hver aðalsmaður á fætur öðrum var leiddur undir fallexina.------- Jósefína lá magnlitil vikum saman og er hún loks fór að jafna sig var kcmið fram undir jól. Það var hinn lá. desember, sem tilskipunin var birt. Nú var hún búin að sætta sig við öxiög sín, og þegar hún gekk inn i höllina í Tuilei’ies var yfir henni slíkui virðingarblær, að menn dáðust að og gei'ðu sér Ijóst, að jafnvel Marie-IiOuise, þótt hún væii fædd prinsessa, myndi aldrei verða sámbærileg henni að fegurð og virðingarblæ. Napoleon sjálfur sat i hinu gullna, skarlatsfóðraða hásæti, en á baki þess var risavaxinn gammur, sem virtist skima fráneygur um loftsali, leitandi að bráð. Á borði fyrir framan Napoleon lágu opinber skjöl og skilríki, er lesa skyldi og undirrita. í nálægð hans sat móðir hans og bar tillit augna hennar þakklæti vitni yfir, að nú yrði hjónabandi sonar hans og Jósefínu slitið með einu penna- strki, en henni og allri fjölskldu hennar hafði alltáf verið mein- iUa við þetta hjónaband. Napoleon horfði á drottninguna, sem stóð við borðið með hendur krosslagðar á brjósti, teinrétt, og það vár friður yfir ásjónu hennar. Napoleon reis á fætur og gerði grein fjnrir skilnaðarástæðun- tira. * „Þar sem ég er aðeins fertugur get eg enn gert mér vonir um, að geta alið upp þau börn, sem vilji forsjónarinnar kann að vera, að lífið gefi mér, Guð einn veit hve miklu og verð að fórna, en engin fórn er svo stór, að ég muni skirrast við að inna hana af hendi, hafi ég sannfærst um, að það verði Frakklandi fyrir beztu." Jósefína rétti fram hönd sína og dró til sín skjalið, sem á var skráð og undirrituð hennar eigin yfirlýsing. Hún byrjaði að lesa, en máttur raddarinnar brast og hún varð að hætta. Hún ýtti skjalinu til hliðar. Og er hún fékk mælt- sagði hún: „Það er aumkunarverð kona, sem stendur frammi fyrir yður. Eg hefi glatað sálarfriði mínum, því að þessi skilnaður er minn líflátsdómur. Geri þeir við mig það, sem þeim sýnist.“ Og svo gekk hún út ásamt hirðmeyjum sínum. Engin svipbreyting sást á andliti Napoleons. Það var sem steingrima. Hann beið andartak, undirritaði svo, og kastaði -svo írá sér fjaðrapennanum, og sagði: „Herrar mínir, þessu er lokið.“ Svo gekk hann hnakkakertur út úr salnum og glamraði í sverðshjöltunum á göngu hans yfir salai'gólfið. Hann gekk til herbergja konu sinnar. Hún hafði staðið við háan glugga og horfði á masandi og hlæjandi lýðinn á götunni. Hún sneri sér við, vafði örmum um háls Napoleon, og hallaði sér að barmi hans og grét. „Eg hefi unnað þér,“ sagði hún, „en aldrei heitara en nú, er þú ert mér glataður. Ó, Napoleon, ég get engar vonir gert mér.“ „Hugsanir mínar renna í svipuðmn fai'vegi, en ég ei- hermaður og bei'st áfram. Eg vona, að við hittumst oft.“ Bæði gei'ðu sér nú ljóst, að þau voru sem lauf er stormur sópar með sér: „Svo má vera, að Frakkland eigixist ríki.sarfa, en það legst i mig, að allar vonir, sem við það eru bundnar muni hrynja — hrun vofi yfir Frakklandi sjálfu. Og sjálfur munt þú sigraður verða, Eg get lesið þetta allt í stjörnunum. Hvers vegna er þetta i á okkur lagt — hvers vegna verðum við að reyna svo þungbær örlög?" „Það er vilji Frakklands — örlög, sem ekki verða umflúin," svaraði hann. * fl KVÖLDVOKUNNI Yul Brynner, sem núna sézt í hinum 10 boðorðum er eins og kunnugt er rakaður á höfði. Hann hefir meðal, sem örfar hann og eflir getu hans. Þar er ekki um að ræða neitt að drekka eða eta fjörefnapillur. Hann hefir sértakt tæki, sem Cecil B. de Mille hefir gefið honum, það er súrefnistæki. Hann gaf honum það þegár verið var að æfa Boðorðin 10. Það er eins og gullkúlan hans Simenons. Han skilur það aldrei við sig. Og þegar hann I þarf sérlega á kröftum að j halda, andar hann að sér úr tækinu. Og^þá er hann eins og ■ nýr af nálinni. Þegar hún hafði jafnaö sig dálítið fór hún til Malmaison. Hún' ók þangað í lokuðum vagni, með tjöld fyrir -gluggum, svo aö eng- i inn gæti gægst inn í vagninn. Hún gekk inn í gaiðinn og málmgrinduimar í hliðinu skellt- ! ust aftur svo aö buldi í þeim, en húsvöi'ðurinn beið hennar á tröppunum. 1 Hún gekk inn föl í kinnum, með grátbólgin augu, og leit undan, er þjónustufólkið hoi'fði á hana af samúð. „Eg verð að vera ein,“ sagði hún og gekk til einkasalar síns, þar sem hún á kyrrlátum kvöldum hafði setið á gulurn stól og leikið á hörpu fyrir Napoleon, er þau nutu bess að vera ein. Ttölsk tjöld úr silki huldi veggi. í herbei'ginu voru ■ húsgögn frá tíma Lúðvíks XV., fögur en veikbyggð. í þessum sal og svefn- herbergi sínu mundi hún helzt una, hugsaði hún. Kertaljós loguðu í salnum og þao snarkaði í eldinúm í arnin- um, en fyrir framan hann var gríðar stór bjarnarfeldur, rúss- neskur. Er hún lokaði dyrunum heyrði hún eitthvað þrusk og sneri sér við snögglega og sá, að maöur, sem hafði set.ið þar a legubekk, hafði staðið upp, er hún kom inn. „Yðar hátign.“ Það var Francois. „Þú hefðir ekki átt að koma hér.‘ | „Eg varð að koma. i birtingu verð eg að heyja einvígi. Herra- maður nokkur vogaði sér að sverta nafn keisarafrúarinnar, sem ég ann svo mj‘g. Þetta kann að vera seinasta tækifæri mitt til þess að hitta yðar hátign.“ L|óskross á kirkju B'oEvíkinga. Frá fréttaritara Vísis. Bolungarvík í morgun. Nokkur félagssamtök hér hafa geiið Hólskirkju hér í Bol- ungarvík neon-Ijóskross, 2ja metra háan Hefur hann verið settur á kirkjutuminn. Það var Lionsklúbbur Bol- ungarvíkur, sem frumkvæði átti að gjöfinni, en auk þess standa að henni Búnaðarfélag’ Hólshrepps, kvenfélagið Braut- in, Ungmennafélag Bolungar- víkur, Slysavarnadeildin Hjálp. Skátafélagið Gangherjar og Sjálfstæðiskvenfélagið. Lionsmenn unnu við að koma krossinum upp, og var kveikt á honum í fyrsta skipti á Þor- láksmessu. Sést krossinn langar leiðir að, og blasir meðal ann- ars við sjófarendum sem um ísafjarðardjúp fara. — Finnur. Hann féll á kné fyrir framan hana og kyssti hönd hennar og i sömu svifum rann fram á handarbak hennai’ armband meö smaragðssteinum og er kaldir steinarnir snertu varir hans minntu þeir hann á kulda dauðans, sem beið hans næsta morgun. 1 „Þú mátt ekki berjast," bað hún. ,,í birtingu dags hvers berjast franskir menn — líf bíður eins ' og dauði annars. Þessi maður, sem ég berst við, og ég getum ekki 1 lifað í sama heimi. Eg vildi heldur deyja en berjast ekki við hann. Óttist ekki, yðar hátign, því að ég er vanur skilminga- maður.“ Bezt aö auglýsa í Visi 12000 VINNINGARÁ ÁRI? 30 KRÓNUR MIÐINN R. Burroughs — TARZAM — 4737 DáUr. by United^caturg^iyn|aicatc. Xnt- ...TI4E UNFtEr It/iNG TEWSION ESCArEÍ7 SAM WATEKS ANC7 H= STOCE CHEEKFULLY. %NOW—I OPEEg: A FOEMAL ATOLOCY TO MC. KYAN—■ mMmm TOO SAT, cVE^A TUÁT \Ve= FONi'T HAVE A KEAL CAUSE TO CELESÍCATE — .RflA Nm>jEu uen JOMfl CslAS 'WTWE hAV'E!’" INTtií&JF'TEP' atam stone. "as soon AS I AVAKE A VSSY IMTOKTANT annioumcsment! s-25-5522 Sam Waters virtist átta Big á þvi, hvað fólkið í kring um hann hafði 1 hyggju. Hann var kominn í gött skap, lyfti glasi sínu og sagðist biðja Tom Rayan Tormlega afgökunar á fram- ferði sínú. Það er slæmt, bætti hann við, að við skul- um ekki hafa einhverja góða ástaeðu til að skála fyr- ir og gleðjast yfir. —- Hún er einmitt fyrir hendi, sagði Adam Stone. Eg þarf að til- kynna mjög þýðingarmikið mál. Hmn gleymdi endurhýjd! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.