Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Laugardagur 23. sept. 1961 i> Lítiö inn að Laugavegi 26 Húsgögn frá Húsbönaöi OPNUM I DAG Þernan á Heklu sýnir verk í Salnum. „Sumar“ trémynd j NÚ hefir afmælissýning Mynd listarskólans í Reykjavík stað- ið yfir eina viku í Ásmundar- sal við Freyjugötu, aðsókn hef- ir verið mjög góð yfirleitt, myndir seldar, þ.á.m. nokkrar af höggmyndunum, enda er verð þeirra ótrúlega lágt. Verkum er mjög vel fyrir komið á sýningunni, rúmlega 70 myndir á 2 hæðum, mál- verk, teikningar, höggmyndir, tré og járnmyndir auk hinna sérkennilegu verka eftir gest sýningarinnar, Diter Rot. Eins er þarna tréskurðarmynd í kúbískum stíl eftir Fríði Bjarnadóttur, sem eitt slnn var nemandi Ásmundar í skólan- um, en Fríður er nú þerna á strandferðaskipinu Heklu, sem undanfarna daga hefir verið í Ingólfsferðinni til Noregs. Gífurleg aösókn er enn að Árbæjarsafni Húsbúnaður mun tryggja gæðin munið húsgögnin frá Húsbúnaði ÁRBÆJARSAFNI var lokað um sl. helgi. Aðsókn var þá svo mikil, enda veður gott, að á- stæða þykir til að hafa safnið opið um helgar eitthvað fram- eftir hausti, ef veður spillast ekki. Aðstæður til heimsókna í safnið eru líka mun betri en áður, þar sem tekin hefur ver- ið upp kaffisala í veitingastof- um í Dillonshúsi, þó að endur byggingu hússins sé ekki að fullu lokið. Eins og kunnugt er, bjó Jón- as Hallgrímsson einn vetur á loftinu í Dillonshúsi. Það her- bergi og loftið framan við verð ur búið húsgögnum og munum skálda sem safnið á nú Hegar eða því kunna að berast. Veit- ingastofurnar niðri .eru prýdd- ar samtíma myndum (1836) frá Gaimards-leiðangrinum og myndum af íslenzkum þjóð- búningum eftir útlenda mál- ara frá ýmsum tímum, mynda- Ath. frá VW-wnboðinu. SIGFÚS Bjarnason. forstjóri VW-umboðsins, hefur beðið blaðið að geta þess að verð á VW De Lux gerð í Þýzkalandi sé 3854 mörk. Sé verðið sem nefnt er í frétt blaðsins í gær í sambandi við hinn nýja VW- 1500, miðað við ,Standardgerð‘ sem aðeins eru fyrir heima- markaðinn. safn, sem Sigurgeir Sigurjóns- son hrl. gaf safninu. Árbæjarkirkju hefur nú bor izt altarisbúnaður með sérbik- urum fyrip 36 manns, gjöf frá gömlum Skagfirðingi til hirm- ar skagfirzku kirkju í nýju um hverfi. Kirkja og sóknarbörn færa gefendum, síra Sigurbirni Á. Gíslasyni og Gísla for- stjóra syni hans, alúðarþakkir fyrir rausn þeirra og vinsemd í garð kirkjunnar. Kirkjan verður framvegis opin til allra helgiathafna í samráði við forstöðumann Ár- bæjarsafns eða sóknarprestinn séra Bjarna Sigurðsson á Mos- felli. Á sumrinu heimsótti safnið forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir. Meðal annarra gesta má nefna sendiherra Bandaríkjanna og frú, sendi- herra Dana og yfirsafnvörð Lillehammers-safnsins í Nor- egi, Valen Sunstad, sem skoð- aði safnið vandlega og lauk lofsorði á umhirðu alla. Gestir urðu alls um 15 þús. talsins, þar af um 6000 börn, sem fengu ókeypis aðgang í fylgd með fullorðnum. Safnið stendur sjálft fyrir veitingum í Dillons húsi og minjagripasölu í Ár- bæ. en tekjur safnsins hafa samanlagt numið um kr. 165 þús. í sumar, nær helmingur upphæðarinnar frá utanbæjar- fólki og útlendingum. (Frá Skjala- og minjasafni Reykjavíkurbæiar), —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.