Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 13

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 13
Liaugardagur 23. sept. 1961. VÍSIB 13 Storm P. Krossgáta — Hvað verður til matar hjá þér í dagf — Saltkjöt og baunir.. — Uffj það langar mig ekki. — Það er lika ég sem á að fá það. Útvarpið í dag: 12:00 Hádegisútvarp. — 12:55 Óskalög sjúklinga. — 14:30 Laugardagslögin. (Frétt ir kl. 15:00 og 16:00). — 16:30 Veðurfregnir — 18:30 Tóm- stundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). — 18:55 Tilk. — 19:20 Veðurfr. — 19:30 Fréttir. — 20:00 Tónleikar: Búrleska i d-moll fyrir piano og hljómsveit eftir Richard Strauss. — 20:20 Uppiestur: „Skáldið Lín Pe og tömdu trönurnar hans“, smásaga eft- ir William Heinesen, þýdd af Hannesi Sigfússyni (Karl Guð- mundsson leikari). — 20:50 Kvöldtónleikar: a) Giuseppe Valdengo sjmgur lög eftir Tosti. b) Algeirsk svíta op. 60 eftir Saint-Saens. — 21:25 Leikrit: „Konur" eftir Eyvind. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. — 22:00 Fréttir og veðurfregn ir. — 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok. —Messurá morgun— Háteigsprestakall: — Barna- samkoma í hátíðasal Sjómanna skólans. Messa kl. 10,30. Séra Jón Þorvarðarson. Neskirkja: — Messa kl. 11 f.h. — Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja: — Messa kl. 11 árd. Ferming og altaris- ganga. Séra Jakob Jónsson. ~ \J / ^ EG HEF tekið eftir því, að sumir eru aldeilis furðulostnir yfir öllu því umstangi, sem gert er út af fegurðardrottn- ingunum okkar, og ganga fuss andi og sveiandi um bæinn yf- ir þessum ósköpum, og segja hverjum sem hlusta vill, að þetta sé nú meira bölvað ekki sens brjálæðið í kringum bók- staflega ekki neitt. Svona láta sumir, og hafa ef til vill nokuð til tins máls. Það má fúslega játa að hér er ekki beinlínis um menning- arstarfsemi að ræða. En mað- urinn lifir ekki á brauði einu saman, og það þarf fleira til en hámenningu, til að draga fram lífið fyrir litla þjóð eins og við erum. Við þurfum áð lifa eins og annað fólk, auka verzlun og viðskipti, og til þess þarf aug- lýsingastarfsemi og meiri aug- lýsingastarfsemi. Hið opinbera hefur gert mikið í þeim efn- um undanfarin ár, og eytt miklu fé til slíkra hluta, og má m.a. benda á ferð forset- ans til Kanada, sem í sjálfu sér er ekkert annað en aug- lýsingastarfsemi. Þótt það verði að viður- kennast, að þeir, sem sjá um fegurðarkeppnina á hverju ári, hafi að sjálfsögðu það fyrst i huga að næla sér í einhverja peninga fyrir vikið, er ekkert að lasta það, því hver ipundi taka á sig slíka vinnu og f jár- útlát, án þess að reikna með hagnaði ? Ekki þú, og ekki ég. En jafnframt því að þessi árlegi viðburður í kvennamál- um okkar Islendinga lætur hringla dálítið í vösum forráða manna keppninnar, er landi og þjóð gerður ómetanlegur greiði með þessu, því að það umtal, blaðaskrif og myndasýningar, sem þessu er samfara um all- an heim, vekur athygli fólks á eynni litlu, sem fáir vissu að væri til fyrir nokkrum áratug- um. Þótt hér sé ekki verið að auglýsa neina sérstaka „fram- leiðslu" landsmanna, er það víst að þúsundir, hundruð þús undir eða jafnvel milljónir fólks um víða veröld hugsar um land ið okkar og „setur það á skrá“ í kollinum', þegar fegurðardís- irnar okkar standa sig vel er- lendis. Þetta er ómetanleg auglýs- ing og jafnframt ódýr. Það er heldur engin skömm að því að eiga fallegt kvenfólk hér heima. Og .hvað er sterkara i heiminum en hugsun karlmanns ins um konuna — og öfugt. . . ? Nei, okkur ferst ekki að vera að fussa og sveia. Við skulum heldur líta á málið frá hlutlægu sjónarmiði og þakka Einari Jónssyni starfið og þá athygli, sem hann hefur beint að okkur um víða veröld. •• ••.•••••.••• • Frikirkjan: — Messa kl. 11 f.h. — Séra Þorsteinn Björns- son. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 2 við setningu héraðsfund- ar Kjalarnesprófastsdæmis. — Séra Jón Á. Sigurðsson, prédik ar. Séra Bjarni Jónsson og séra Þorsteinn L. Jónsson þjóna fyrir altari. Elliheimilið: — Guðsþjónusta kl. 10 árd. Heimilisprestur. Langholtsprestakall: — Mess að í Laugarneskirkju kl. 5 síð- degis. Séra Árelíus Níelsson. Laugarneskirkja: — Messa kl. 11 f.h. Séra Garðar Svavars son. Kópavogssókn: — Messa i Kópavogsskóla kl. 2. Séra Gunn ar Árnason. —Fráhöfninni— i Togararnir Freyr og Marz fóru á veiðar og í gærkvöldi kom Hamrafellið frá Rúss- landi, og Þorkell Máni fór á veiðar. — Gengið — 15. september 1961 1 Sterlingspund .... 121,06 Bandarikjadollar .... 43,06 Kanadadollar ........ 41,77 100 Danskar kr..... 625,30 100 Norskar kr...... 604,54 100 Sænskar kr..... 832,50 Skýringar við krossgátu nr. M87: Lárétt: — 1 Skaðræðisdýr- in. 7 endi. 8 grunað. 10 vera til leiðinda. 11 konan. 14 háls- skraut. 17 ending. 18 upp- spretta. 20 mjúkar. Lóðrétt: — 1 1 sveitinni. 2 er (erl.) 3 ósamstæðir. 4 mann inn. 5 auðsuppspretta. 6 skel. 9 þei. 12 stafirnir. 13 blaða- maðurinn. 15 þrir ósamstæðir. 16 heimilisfang (skammst.). 19 efni (skammst.). Lausn á krossgátu nr. 4486: Lárétt: — 1 Gluggar. 7 ró. 8 arka. 10 árs. 11 sóló. 14 krafa. 18 ærin. 20 krans. Lóðrétt: — 1 Græskan. 2 ló. 3 ga. 4 grá. 5 arka. 6 rás. 9 ála. 12 óra. 13 ófær. 15 Ara. 16 ans. 19 in. 264. dagur ársins. Sólarupprás kl. 06:13. Sólarlag kl. 18:26. Árdegisháflœður kl. 04:14. Siðdegisháflœður kl. 16:35. Nceturvörður er í Vesturbœj- arapóteki. Slysavarðstofan er opin all- an sólarhringinn Læknavörður kl. 18—8 Sími 15030. Minjasafn Reykjavíkur, Skúla- túni 2, opið kl. 14—16, nema mánudaga — Listasafn tslands opið dagleg kl. 13:30—16. — Asgrímssafn, Bergstaðastr. 74, opið þriðju-, fimmtu- og sunnu daga kl. 1:30—4 -- Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnud. og miðvikud. kl. 13:30 —15:30. — Þjöðminjasafniö er opið á sunnud., fimmtud., og laugardögum kl. 13:30—16. Bæjarbóksaín Reykjavxkur, sími 12308. Aðalsafnið Þing- holtsstræti 29A. Lokað sunnu- daga. Lesstofa opin 10—10 virka daga nema Laugardaga 10—4. Otibúið Hólmgarði 34. Opið 5—7 nema laugard. og sunnud. — Otibúið Hofsvalla- götn 16, Opið 5:30—7:30 nema taugard. og sunnudaga. WÆ)| VERZLANASAMBANDIÐ H.F. F.O. Box 1042 — Reykjavík — Símn.: Vesam — Sími 18560 Byggingavörur — matvörur — íslenzkar iðnaðarvörur — fóðurvörur — íslenzkar afurðir. RIP KIRBY Eftir: JOHN PRENTICE og FRED DICKENSON 1) — Eg er Rip Kirby. Eg kom eins fljótt og ég gat. — Þakka yður fyrir. Hooker er mjög sjúkur, en hann vildi endilega að ég næði í yður. 2) — Hann er mjög gamall og getur verið að hann rugli, en þér væruð elskulegur, ef þér þættust taka fullt mark á orð- um hans. 3) —Þér senduð eftir mér ? — Já, komið þér inn og fáið yður sæti hjá mér. Eg vil eng- an láta heyra til mín, nema yður. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.