Tölvumál - 01.01.1977, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.01.1977, Blaðsíða 6
Bæði kostnaður búnaðarins og reksturskostnaðurinn vaxa mun hægar en afköstin gera. Þessi niðurstaða hefur lengi verið notuð sem aðalrök fyrir því, að hafa tölvur sem stærstar, því þannig fengjust sem mest afköst fyrir krónuna. Þessar þrjár breytilegu stærðir hefðu nægt til að gefa nokkra mynd af ástandinu fyrir um það bil 10 áruin. En síðan hafa tölvur og búnaður þeirra tekið miklum breytingum og orðið all miklu flóknari að fást við en þá var. Þá voru tölvur enn tölvur, sem höfðu lesara, gatara og prentara sér að baki. En það var áður en farið var að bæta við og auka minnið til að geta keyrt fleiri minnishluta til að nýta hverja dýrmæta miðstöðvarsekúndu. En til að nýta minnishlutana þurfti síóan æ fleiri diska og bönd. Og tiþ að auka þægindin kom svo fjarvinnslan og síðan önnur miðstöð til að auka öryggið. Til að lýsa þvílíku kerfi verður að bæta við að minnsta kosti einu aðalaðalatriði til að gefa einhverja hugmynd um, hversu flókinn tölvubúngðurinn er orðinn í dag. Þetta fjórða aðalaðalatriði eða flækjan sýnir, að jafnvel tölvur hafa sín takmörk. Flækjan vex nefnilega jafnt og þétt með afköstunum. Nú sýnist sumum flækja flóknari en öðrum. Tölurnar, sem notaðar hafa verið, hafa verið fengnar vestan um haf, þar sem mun meiri þekking og reynsla í viðureign og baráttu við flækjur er fyrir hendi heldur en hér á landi, þar sem engar flækjur að ráði komu upp fyrr en eftir 1973. Af þessu leiðir, að flækjulínan ætti að vera eitthvað brattari fyrir íslenzka staðhætti. En með aukinn-i þekkingu og reynslu, þá má fullyrða að hallamunur fari minnkandi. Nú geta flækjur orðið það flóknar, að þær verði beztu mönnum ofviða að leysa. Þá hámarksflækju, sem enn má leysa úr, má mæla á svipaðan hátt og flækjuna sjálfa áður. Eftir að þessari hámarksflækju er náð, er með öllu þýðingarlaust að auka afköstin. Og það er þessi niðurstaða, sem setur stærð tölvunnar stólinn fyrir dyrnar. Þannig verður kostnaðarsjónarmiðinu bezt borgið með því að stækka ekki meira. Hvað er þá að segja um litlu tölvurnar? Er þá bezt að forðast flækjuna með því að sundra sameinuðu þjónustustarfseminni og að hver sá, sem þarf á þjónustu vegna gagnavinnslu að halda, fái sér litla tölvu og hafi mannskap á sínum snærum til að nýta hana? Og hvað segja mælingavísindin um þetta? Litlar tölvur bera þess enn merki, að forfeður þeirra og mæður voru fyrst notuð til að sinna einu og aðeins einu ákveðnu verkefni. Þarna var oftast um að ræða, að stjórna ákveðnum tækjum með því að vinna úr mælingum frá nokkrum skynjurum og reikna út, hvað gera skyldi, ef niður- stöður mælinganna sýndu einhver frávik frá því, sem eðlilegt gat talist. Dæmi um slíkt er vatnsjöfnun í sambandi við virkjanir eins og lýst var á einum fundi Skýrslutæknifélagsins fyrir nokkru. Þessar tölvur voru lítið meira en minnið og miðstöðin ein. Og þær hafa orðið ódýrari með hverju árinu, sem liðið hefur. En það sem lækkað hefur í verði, er miðstöðin og minnið. Hugbúnaðurinn, sem fylgdi þessum vélum i upphafi, var lítill sem enginn. Hluti af stofnkostnaðinum var að smíða þann hugbúnað, sem nauðsynlegur þótti. En nú hefur þetta allt breytzt. Heimskreppan, sem gekk. yfir nýlega og við erum vonandi að sjá fyrir endarxn á, réði miklu um þessa breytingu. Öflun fjármagns varð erfið og það fjármagn, sem tókst að afla, dugði oft ekki * flækja er þýðing á orðinu "complexity".

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.