Tölvumál - 01.01.1977, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.01.1977, Blaðsíða 7
tölvumAl 7 fyrir stóru tölvunni, sem óskað hafði verið eftir í upphafi heldur aðeins fyrir lítilli tölvu. NÚ og framleióendur litlu tölvanna létu þetta gullna tækifæri auðvitað ekki sér úr greipum ganga. Þeir tóku að dubba upp á jaðartækin fyrir litlu tölvurnar og bjóða upp á diska, segulbönd og flest það, sem áður hafði aðeins verið unnt að hengja utan á stóru tölvurnar. En nú dugði ekki lengur að selja vélarnar hugbúnaðarlausar. Stýrikerfi urðu til, svo hægt væri að hafa hemil á öllum blessuðu jaðartækjunum og öðrum fínheitum. Auk þess fann einhver orðasmiðurinn á Madison Avenue' i New York upp slagorðið: "grow as you need" eða auktu við þig eftir þörfufn. Þessar tölvur áttu að geta gert flest það, sem þær stóru höfðu gert áður en á miklu lægra verði. Þetta var á sama tíma og pilsin voru sem stytzt og minipilsin voru það eina, sem varið var í. Slagorðið auktu við þig eftir þörfum hleypti lika fjöri i söluna á minitölvunum. Hugmyndin var sem sé sú, að byrja smátt, t.d. aðeins með miðstöðina og minnið eitt. Sxðar mætti alltaf bæta við litlum diski eða diskum, ef á þyrfti að halda. Eða þá að byrja með eitt hægvirkt segulband, síðar mætti fá stóra diska i stað litlu diskanna og hraðvirkari segulbönd í stað hinna hægvirku, þegar á þyrfti að halda eða fjárhagurinn leyfði. Siðan þetta kom fram, hefur mikið vatn runnið til sjávar og menn eru reynslunni ríkari. Pilsin hafa síkkað og úr því, sem átti að vera Mini er líka orðin Midi. Niðurstaðan hefur því orðið sú, að í ár hallast menn meir og meir að þvi, að bæði litlar tölvur og stórar tölvur eigi jafnan rétt á sér en það sé fyrst og fremst verkefnið, sem ráða eigi ferðinni. NÚ eru það ekki aðeins notendurnir, sem hafa komist að þessari niðurstöðu heldur einnig framleiðendurnir. í þessu sambandi má benda á, að flestir framleiðendur stóru tölvanna hafa hafið framleióslu á litlum tölvum líka. í þeim hópi eru til dæmis fyrirtækin IBM, Control Data og Honeywell. Einnig hafa sigurstranglegustu framleiðendur litlu tölvanna farið að fikra sig að minnsta kosti upp í Midi og sumir allt upp í Maxi. Dæmi um hið fyrra eru fyrirtækin Hewlett Packard og Data General en um hið síðara er Digital Equipment Corporation. En það sem framleiðendum litlu tölvanna reyndist erfiðast, var hugbúnaðurinn og sú gífurlega fjárfesting, sem lá að baki hans. Mun láta nærri, að allt að þrír fjórðu hlutar kostnaðar við nýja minitölvu, hafi verið fólgnir í hugbúnaðinum einum eða stjórnkerfi, þýðendum og fleira sliku. En neyðin kennir naktri konu að spinna og fram- leiðendurnir fundu nýjar leiðir til að lækka kostnaðinn og jafn- framt til að varna því, að þegar öllu var á botninn hvolft, að vélin gerði lítið annað en að snúast um sjálfa sig. Þessar aðferðir hafa sumir framleiðendur stórra tölva tekið upp síðar. En oft reyndist útkoman sú, að í stað þess að setja á markaðinn eitt stýrikerfi til allra hluta, þá urðu til fleiri en eitt kerfi fyrir hvern hlut. Allt þetta brölt og allir þessir miklu vaxtaverkir fóru ekki alveg framhjá notendum. Það sem oftast byrjaði sem lítil og snotur Mini, var innan skarnms orðin að Midi eða Minimaxi og þá með öllum þeim vandamálum, sem stóru tölvunum fylgja og lýst var hér í upphafi. Veslings maðurinn, sem ætlaði sér eingöngu að stýra vatnsmiðlunarkerfinu, var allt í einu farinn að reka þjónustustarfsemi vegna gagnavinnslu og þá einnig með þeim vanda- málum í sambandi við mannskap og rekstur, vandamál, sem ég gat um áðan og stóru tölvunnar áttu flækjuna miklu að þakka.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.