Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 3
Miðríkudagur 4. ok'Aber 1961 VÍSIR WMMwzmm 1 kÉSgsmMl Sýningardömurnar eru Guðrún Bjarnadóttirj sem sýnir fyrir Markaðinn og frú Edda Ólafsdóttir sem sýnir fyrir Eygló. Blá Mohair-kápa frá Eygló. Hún er með Iausum platínu- kraga. Annars er rétt að geta þess, að Eygló framleiðir að- allega kápur úr twecd efnum tízkufataefna. Vísir birtir hér nokkur sýnishorn af ís- lenzku vetrartízkuni. Þau koma frá tveimur tízkuverzl- unum, Markaðnum og Ey- gló, sem báðar standa við Laugaveg. Rósóttur kjóll frá Markaðn- um úr ckta frönsku alsikli, Chanton. Þetta er sígildur kvöldkjóll, þröngur, sléttur, handdrapcraður, með laust bakstykki. Litir hvítt og blágrænt. Markaðurinn framleiðir dagkjóla, aðallega úr alull- arefnum og jerscy-efnum, og notar cinkum alsilki og siffon og brókuð efni í kvöldkjóla, en þessi efni eru eru nú mest í tízku. Kápurn- ar eru úr tweed-efnum mcð lausum trcfli eða skinn- kraga. Helztu kjólalitir eru þetta sígilda svarta, grátt, og blandað af svörtu og gráu eða brúnu. Aðallitur Mark- aðsins á kápum er grátt og mosagrænt. Myndin, sem þið sjáið, er af gráum ullarkjól frá Mark- aðnum. Hann er einkerin- andi fyrir tízkuna í ár, sam- einar tvennt, skáútsniðið pils og „BIouson“ blússa. Dökkblár kjóll með svörtum þráðum. Hann er frá Eygló. — Kjóllinn cr tekin saman um mittið með bclti. Bandið, scm liggur úr hálsmálinu, er úr sama efni og kjóllinn. Eygló framleiðir aðallega úr jersey-efnum í dagkjóla, einnig ullarefnum og efnum úr ull og rayon blönduðu saman. Dragtir og kápur cru yfirlcitt úr twced-efnum. — Þctta er allt eftir nýj- ustu tízku, sagði frú Rúna Guðmundsdóttir, verzlunar- stýra í ‘Markaðnum. Sama sagði Svava Þorbjarnardótt- ir hjá Eygló. Svona verður íslenzka tízkan í vetur. Báð- ar verzlanir hafa cigin saumastofu og þar er fram- leiddur sá fatnaður, sem þið sjáið hér á myndunum. |jað er sagt að kvenþjóðin í í Rcykjavík sé óvenju- lega fríður flokkur. Útlend- ingar, sem hingað koma þykj- ast ekki hafa séð annað eins kvennaval. Það hefir hins- vegar þótt nokkuð skorta á að sömu konur væru vel klæddar, einkum yngri kyn- slóðin. Vísir reynir nú að kynna sumt af því bezta og fallegasta frá tvcimur kven- tízkuverzlunum í Rcykjavík. Það er gert í þeirri fullu vissu, að karlmenn vilji hafa konur vel klæddar og sagt er, að „aðlaðandi sé konan ánægð“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.