Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. október 1961 VÍSIR 5 Leikfélagii efnir til barnaskemmtana. oft sem aðsókn leyfir, og það verður vafalaust frarn eftir hausti. Innan skamms hefjast svo skemmtanir Leikfélagsins fyr- ir fullorðna, og hafa verðlauna höfundarnir í leikritakeppni Menningarsjóðs sl. vor allir lagt til efni í þá skemmtun. Þann 11. janúar n.k. verður Leikfélagið 65 ára, og þá verð ur sérstök hátíðarfrumsýning í Iðnó. skólans, þannig verður t.d. þriðji bekkur í fimm deildum. Heimavist skólans er full- skipuð, en þar búa 170 nem- endur, en 220 fá þar fæði. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði, einkum hvað snertir stundakennara. Láta ýmsir þeirra af störfum en aðrir taka við. Nýr fasta- kennari - hefur verið ráðinn, Hólmfríður Jónsdóttir magist- er, sem kennir ensku. Elisabet Bretadrottning til- kynnti í gær, að hún hefði sæmt Anthony Armstrong- Jones jarlstign. Nefnist hann hér eftir markgreifi af Lindley, jarl af Snowdon. Lindleynafnið er úr ættum þeim, sem standa að Anthony, en Snowdon-nafn- ið var valið vegna tengsla fjölskyldu hans við Wales, en Snowdon er frægasta fjall þár. Margrét prinsessa verður — hér eftir titluð: Margrét prins- essa, greifafrú af Snowdon. — Anthony lét oft í ljós áður fyrr, að hann kærði sig ekki um neina titla, en nú herma frétt- ir, að hann láti sér vel líka jarlshcitið. — Þrjú misseri eru liðin frá því að hann og prins- essan voru gefin saman, en hún á von á barni í Iok þessa mán- aðar. Verði það drengur verður hann fimmti í röðinni til ríkis- erfða. Leikfélag Reykjavíkur er að undirbúa fjölbreyttar barna- skemmtanir, sem hefjast I Austurbæjarbíói um næstu helgi. Eins og frá var sagt hér í blaðinu í vor, hefir Leikfélagið ýmis áform á prjónunum um skemmtanir o. fl. til fjáröflun- ar í húsbyggingarsjóð, og er þessi barnaskemmtun upphaf- ið að því. Verður þarna margt skemmtilegt á boðstólum fyrir yngsta fólkið. Fer fyrsta skemmtunin fram á sunnudag og verður svo endurtekin svo Mmníngarathöfn - Framh,- af bls. 16 blaðamaðurinn gamlan mann, sem sagði: „Nú er Reykjavík orðin svo stór, að þó slík minn- ingarathöfn fari fram, þá sezt nú orðið naumast flagg á stöng. í gamla daga hefðu fánar verið á stöng á flestum húsum í miðbænum. Austur á Hornafirði fer minningarathöfn fram í dag um skipshöfnina á Helga. Hið litla kauptún, er enn í djúpri sorg, sagði fréttaritari blaðsins í símtali í morgun. Bátar hafa tæplega hreyft sig úr höfninni síðanqfreg!níh‘ ía'arst. Það verð- -BbrjRT ffmjfino! ur mikið fjolmenm við minn- ingarathöfnina, sem fram fer klukkan 2 í barnaskólahúsinu, því kirkja er hér engin. Skip- verjar á Kyndli, gamlir félagar Bjarna Runólfssonar, er var skipstjóri á Helga í hinztu för hans, verða hér við athöfnina. Presturinn i Bjarnanesi, séra Skarphéðinn Pétursson og Sváfnir Sveinbjörnsson á Kálfafellsstað verða báðir við minningarathöfnina. Fánar eru hvarvetna í hálfa stöng í kaup- túninu. Vélskólinn — Frh. af 2. síðu: landjnu. Þá skýrði skólastjóri frá því að 1. bekkur rafvirkja- deildar muni ekki starfa í vet- ur, þvi aðeins hafi borizt tvær umsóknir. Á kennaraliði skólans verð- ur sú breyting að Jón Ármann hefur sagt upp sínu starfi, en enginn verið ráðinn í hans stað. Þorsteinn Þorsteinsson vél- stjóri verður aðstoðarkennari í verklegu. Nýr þáttur verður upp tekinn og höfum við nefnt hann „sjómennsku" Fjall ar hann um allt er lítur að starfi vélstjóra um borð j skip um, gerð skipa o- fl þar að lút- andi. Jónas Guðmundsson sér um þennan þátt. Býð ég þessa I nýju kennara velkomna að skólanum. í stað Runólfs Þórð- arsonar mun Rúnar Bjarnason kenna efnafræði i vetur Viðtal dagsins — Frn. af 4. síðu: un, að menn verði að gera allt sem hægt er til að finna aðra lausn á alþjóðadeilum en styrjöld, þá er friðarsinn- inn i mér jafn sprelllifandi og hann hefur alltaf verið. Samstarf við Þjóðverja sjálfsagt. — Hefur það kostað yður mikið erfiði að þurfa að eiga aftur samstarf við Þjóð- verja? — Nei, alls ekki; því að mér hefur verið það fullljost að ef við áttum að komast hjá sömu ógæfunni og eftir fyrri heimsstyrjöldina, þá mátti ekki endurtaka sömu skyssurnar og áður. Okkur bar að taka Þjóðverja inn í skuldbindandi samstarf á sem flestum sviðum. — Hvað lærðuð þér á dvöl yðar í Sachsenhausen- fangabúðunum? — Að það sem skiptir máli er ekki þjóðernið, heldur manngildið. Hugsjónir og metorðagirnd. — Á stjórnmálamaður að vera hugsjónamaður? — Já, hann á að standa með báðum fótum á jörð- inni. — Hvers vegna urðuð þér sósíaldemokrati? — f byrjun var það lík- lega vegna þess, að ég komst á þá skoðun, að eina leiðin til að binda endi á styrjald- ir væri að uppræta orsakir styrjaldanna, sem lágu í þjóðfélagsvandamálunum fyrir 40 árum. — Hefur yður líkað það illa, að Danmörk og Svi- þjóð hafa ef svo má segja tekið ákvarðanir í markaðs- málunum án þess að bíða eftir Noregi? — Nei, en þó við skiljum það, að Danir höfðu vissa ástæðu til að flýta sér, þá hefði ég verið þess æskjandi að þeir gæfu sér svolítið betri tíma til að ræða við hinar Norðurlandaþjóðirn- ar. — Haldið þér ekki að 450 menn í M.A. - Framh. af 1. síðu. þá metaðsókn. Verður að margskipta sumum bekkjum metorðagirni sé sterkt afl í stjórnmálum? — Ég býst við að það sé breytilegt eftir einstakling- um. Ég held að menn vilji telja sér trú um að sterk- asta aflið i stjórnmálunum sé þöríin fyrir að láta eitt- hvað gott af sér leiða, en það er líka fleira sem kemur til greina, — þörfin fyrir að láta að sér kveða, — jafn- vel spenningurinn í stjórn- málunum. — Og hvað um yður sjálf- an? — Ég vona að það sé þörfin fyrir að vinna að þeim málum og hugsjónum, sem ég trúi á. Innanríkisráðherrann. — Ráðið þér líka heima? — Það verðið þér að spyrja konuna mína um. En ég get sagt yður sögu af syni mínum, Hann var búinn að læra að segja orðið „utan- ríkisráðherra" — Hver er það? spurði konan mín. — Það er pabbi, svaraði strákurinn. — En hvað er ég þá? spurði kona mín. — Þú ... þú ert aðeins innanríkisráðherra. — En því miður hef ég of lítinn tíma til að vera hjá börn- unum mínum, eins og flestir stjórnmálamenn. — Hafið þér samvizkubit af því? — Nei, alls ekki, því að ég veit að uppeldi þeirra er í góðum höndum. — En hvernig notið þér þær fáu frístundir sem þér hafið? — Þá reyni ég að vera með fjölskyldunni minni og helzt förum við þá upp í sumarbústaðinn okkar, til þess að geta lifað eins og venjulegt fólk, — en það er oft erfitt í Osló. Og þá nota ég tækifærið og les eitthvað annað en hinar daglegu skýrslur og línurit, — Ijóð og sögur, helzt Olaf Bull, Hamsun og Överland. — Og þá hvílið þér yður kannski yfir léttri leynilög- reglusögu? — Nei, þess þarf ég ekki. Lífið sjálft er nógu spenn- andi. Ghana — Framh. af 1. síðu. Þessi kona er hvít og dóttir kunns stjórnmálaleiðtoga og ráðherra, Sir Stafford Cripps. Vakti það heimsat- hygli á sínum tíma, er hún giftist blökkum manni. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Nkrumah forseti, sem býr við dvínandi vinsældir, reynir að treysta stöðu sína með því að handtaka andstæðingana. — Að sumra ætlun var hin 'mikla andúðaralda, sem reynt var að hrinda af stað gegn Bretum, vakin til þess að leiða athyglina frá andspyrnunni gegn Nkru- mah, sem undir niðri óttist af- leiðingar þess, að þjóðin láti i ljós hinar mestu vinsældir í garð Elisabetar Bretadrottn- ingar og manns hennar, en heimsókn þeirra til Ghana stendur nú fyrir dyrum. Hefir iafnvel komið fram. að Nkru- mah hafi miðað og miði að því. að sú heimsókn verði afturköll- uð. — Hann lét nýleea 6 ráð- herra sína róa og aðra sex af- henda ríkinu h,uta eigna sinna. allt í þágú hinnar sósíalistisku stefnu Nkrumah. sem á í því sammerkt við höfuðleiðtoga kommúnista. að hann þolir enga mótspyrnu og 'úll einn ráða Nkrumah var fyrir skemmstu í heimsókn í Sovétríkjunum og sólaði sig suður við Svartahaf lengi. Kunni hann svo vel við sig þar, að hann fór þangað aftur að lokinni ráðstefnunni í Belgrad. í fjarveru hans magn- aðist andspyrnan gegn honum og verkföllin hófust. Kommúnistar — Framh aí 1. síðu. að þau myndi aldrei taka þátt í þessu móti. Engu að síður ákváðu komm- únistar að halda undirbúningi áfram. Þá gerist það að stúd- entasamtök hinna Norðurland- anna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og íslands, gefa út þung orða sameiginlega yfirlýsingu til stuðnings afstöðu finnsku stúdentasamtakanna. Var því mótmælt að kommúnistar skyldu ætla sér að halda heims mót i landi, þar sem slík mót væru talin ósæskilegur við- burður, af meginþorra æskunn- ar og þó eirikum stúdentasam- tökunum, sem hefðu eftir venju átt að vera eins konar gestgjaf- ar á mótinu. Er því jafnframt lýst yfii að þessi stúdentasam- tök telji aðfarir kommúnist.a ekki í þeim anda, sem sagt er að mótið eigi að halda í. £óð Necchl saumavél i fallegum skáp til sölu. — Lítið notuð. Uppl. í síma 15410 kl. 2—6 e.h.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.