Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. október 196i VÍSIR 7 Kosningar í listasafnsráð. Athugasemdir Finns Jónssonar málara við viðtaB Visis 25. sept. við Sigurð Sigurðsson. í dagbl. Vísi 25. sept. sl. er viðtal við Sig. Sigurðsson, for- mann Fél. ísl. myndlistamanna. Meðal annars tala þeir um kjör skrá fyrir Safnráð Listasafns íslands. Þar stendur: „Finnur saknar á kjörskrá tveggj^ ís- lenzkra listkvenna, sem frama hafa hlotið í útlöndum. Nú er 'bara svo með þessar ágætu konur, að árum saman hafa þær verið búsettar erlendis, og eru þær ekki útlendir ríkis- borgarar? Er rétt að þær hafi kosningarétt hér á landi?“ En veit ekki sá ágæti Sigurður form. Fél. íslenzkra myndlista- manna að í hans félagi eru þrjár listakonur íslejizkar, sem eru giftar erlendum mönnum, tvær í Ameríku og ein í Frákk landi og hafa verið búsettar erlendis árum saman og eru það enn? Þessar þrjár ágætu listakonur eru á nefndri kjör- skrá. Það er því ofar mínum skilningi, hversvegna hinar tvær áttu ekki að hafa rétt til að vera þar einnig. Sigurður veit vel, að það er fyrst og fremst ísland, sem er meðlim- ur í Norræna listbandalaginu. Undirritaður var í stjórn Fél. íslenzkra myndlistamanna þeg ar fslandi var boðin þátttaka í nefndu listbandalagi, en þar sem Fél. íslenzkra myndlista- manna var eina félagið, sem til var í landinu þá, vísaði ríkis- stjórnin málinu til þess „af þeirri einföldu ástæðu“, að önn ur félög voru ekki til. Árið 1946 var því samþykkt á fundi í Félagi ísl. myndlistamanna, að taka þátt í sýningum Nor- ræna listabandalagsins, þó gegn harðri andstöðu, sumra þeirra, sem lengst hafa gengið í því að útiloka þau félög, sem síðar voru stofnuð, frá lög- mætri aðild að þátttöku og vali verka á þessar sýningar. Viðvíkjandi. samsýningum erlendis, segir Sigurður: „Okk ar félagi er ekki nærri alltaf boðin aðild að samsýningum erlendis. Oft er það íslenzka ríkið, sem fær slík boð og skip ar nefnd til að velja sýningar- verk. Hinsvegar höfum við á samvizkunni að hafa valið is- lenzku verkin á Norrænu sýn- inguna, af þeirri einföldu á- stæðu, að félag okkar er með- limur í Norræna listbandalag- inu, sem heldur þessa sýn- ingu“. Já, „þar -kom Guðjohnsen með það!“ Þátttaka íslands í sýningum Norræna listabandalagsins hef ur verið rekin, sem einkafyrir- tæki Fél. íslenzkra- myndlistar mann síðasta áratuginn, og að- ild annarra félaga, og ein-1 stakra listamanna verið svo til útilokuð. Hinsvegar hefur rík- ' isstjórninni ekki skilizt það, að þar sefn þátttaka í þessum sýn- ingum hefur verið kostuð með stórum fjárfúlgum af almanna fé, þá eiga önnur félög einnig' kröfu á aðild að slíkum sýn- ingum og ríkisstjórninni ber að sjá um, að allt ofbeldi í þessu sambandi verði stöðvað og heil brigðri skipan verði komið á í' þessum málum. Til saman- burðar um fyrirkomulag og vinnubrögð hinna norrænu þátttökulandanna, birti ég hér umsagnir fulltrúa þfeirra, úr viðtali í Mbl. 12. sept. sl. um þessi mál, en þar er vissulega annar háttur hafður á og öllu lýðræðislegri. „Danski fulltrúinn Knud Nellemose myndhöggvari er í stjórn dönsku deildarinnar inn an Norræna listabandalagsins, hann sagði okkur frá samtök- um danskra listamanna, sem skiptast í þrennt: Malende Kunstneres Samfund, Dansk Billedhugger Samfund og Menntaskólinn í Reykjavík var settur stuttu eftir hádegi í fyrrad. Viðstaddir voru fjöl- margir nemendur og flestir kennarar skólans. Rektor skól- ans, Kristinn Ármannsson, setti skólann, og gat þess £ upp- hafi ræðu sinnar að nú væri að hefjast 116. starfsár Mennta- skólans. í ræðu sinni gat rektor þess að tala bekkjardeilda yrði í vetur 32, var 28 í fyrra, nem- endur yrðu 750. Sjötti bekkuf verður í 6 deildum, 5. í sjö deildum, 4. bekkur í 9 deildum og 3. bekkur í 10 deildum. Rað- að er í 3 og 4. bekki eftir staf- rófsröð, svo hending ræður í hvaða bekk nemendur lenda. Breytingar í kennaraliði. Rektor sagði í ræðu sinni að litlar breytingar yrðu á kenn- araliði skólans. og þær flestar vegna fjölgunar nemenda. En Kalli frændi Grafisk Samfund, en þessi sam tök hafa sameiginlegt ráð, sem er raunverulega stéttarfélag listamanna, en í verkahring þess er ekki val á sýningar- myndum. Auk þess eru í Dan- mörku starfandi fjölmargir ,,listamannahópar“. Úr. 7—8 þeirra er valið 12 manna ráð, er hefur það. hlutverk að vplja myndir á erlendar sýningar“. „Sænski fulltrúinn, listmálar inn Tage Hedqvist, sagði að Konstnarnes Ríksorganisation, KRO, væru samtök listamanna sem allir listamenn í Svíþjóð, er sýna list sína ættu aðild að. Þetta væri stéttarfélag lista- manna, sem hefði skrifstofu og lögfræðilegan ráðunaut og það hefði deildir úti um landið. Verk á erlendar sýningar, sem Norrænu sýninguna veldu sér- stakar nefndir,, skipaðar full- trúum frá KRO og sænsku deildinni í Norræna listbanda- laginu. Þar væru fulltrúar myndhöggvara, rnálara og svartlistarmanna“. Fulltrúar Noregs og Finn- lands, lýstu einnig svipuðu fyr irkomulagi, um þeirra sýning- ar erlendis. Finnur Jónsson. Þórhallur Vilmundarson, sem hefur verið skipaður prófessor við Háskóla íslands lætur af störfum við skólann dr. Sveinn Þórðarson, sem verið hefur eðl- isfræðikennari skólans, en hafði undanþágu frá kennslu s.l. 3 ár, hefur sagt starfi sínu lausu. Þá hætta nokkrir lausa- kennarar störfum og nýir taka við. Skúli Þórðarson magister, sem kennt hefur sögu við skól- ann slasaðist mjög illa erlend- is í sumar og kennir því ekki í vetur. Rektor gat þess að nú væri mjög erfitt að fá kennara til skólans, og væri ástæðan ein- göngu léleg launakjör. Nýr húsvörður hefur verið ráðinn að skólanum, frú Inga Guðmundsdóttir og bauð rektor frúna velkomna til starfa- Gætið stundvísi. Rektor sagði síðan í lok ræðu sinnar: „Kæru nemendur! Skóla- námið hefst nú aftur eftir hið Guðmundur •Jörundsson, útgerðarmað- ur, flutti er- indi um ísl. 'sjávarútveg. H a n n varði mesturn tíma sínum í að ræða hina slæmu afkomu tog- araflotans undanfarin ár, og leitaðist við að svara því að- kasti, sem hinir stóru, nýju togarar landsmanna hafa orðið fyrir. Hann rakti helztu ástæð- urnar fyrir lélegri afkomu, svo sem áflaleysið, lágt hráefnis- verð, lögskipaða mannafjölgun á skipunum, útfærslu landhelg innar og gengislækkanir. Sök- um þess, að engin íslenzk lána stofnun hefir getað greitt fyrir þeim, sem endurnýja hafa vilj- að togara sína, hafa útgerðar- menn orðið að taka stórlán er- lendis til nýbygginga. ítrekað- ar gengislækkanir hafa gert þessar erlendu skuldir nær ó- langa sumarleyfi. Hvergi munu menntaskólanemar fá jafnlangt sumarleyfi. Víðast er það 1—2 mánuðir, hér 4 mánuðir eða þriðjung árs fyrir flesta. Að vísu er þetta ekki frí í venju- legum skilningi, heldur fyrir flest ykkar annatími, þó að á annan hátt sé en á vetrum. Fyrir suma er þessi tími svo arðsamur, að þeir geta lifað allan veturinn á því, sem þeir vinna sér inn á sumrin. Hið langa sumarfrí tel ég að flestu leyti gott fyrir nemendur. Þeir venjast hinum ýmsu störfum þjóðfélagsins og kynnast ungu fólki úr flestum stéttum og þeirra viðhorfi, og ættu því að verða nýtari borgarar. Ég held, að ekki væri rétt að stytta sumarleyfið. Hins vegar verð- ur að horfast í augu við það. að þar sem námstíminn hér er miklu styttri en annars, verða nemendur hér að leggja meira að sér við námið og vinna meira fieima við undirbúning bærilegar. Guðmundur benti á leiðir til að bæta hag togar- anna, en einnig sagði hann, að með einhverjum ráðum yrði að hækka fiskverðið. Hann skýrði frá merkum tilraunum Breta til heilfrystingar aflans um borð, en nú mun standa yfir tilraun til fljótvirkrar aðferð- ar við uppþíðingu á svoleiðis frystum fiski. Betri nýtingu við vinnslu aflans og ákvæðis- vinnufyrirkomulagi í landi, væri og nauðsyn að koma á. Lítillega minntist Guðmundur á síldveiðarnar og lélega af- komu bátaflotans, þrátt fyrir góða síldarvertíð, enda erfitt að standa straum af kauþum á hinum rándýru veiðitækjum. Margt fleira ræddi hann og benti á fjölda leiða til úrbóta. Þetta var prýðilega samið og flutt erindi og mikill fengur af því, þegar framámenn í at- vinnulífi þjóðarinnar fást til að koma að hljóðnemanum og lofa hlustendum að heyra málin rædd á skynsamlegan hátt. Ævar R. Kvaran leikari, las úr bókinni „Vígðir meistarar“ um Pýþagóras hinn gríska og reglu þá, sem hann stofnaði. Þetta var allfróðlegur lestur, en hann lagði til, að bókin yrði lesin í heild í útvarpið. Ævar er ennþá í fyrsta sæti, að því er snertir, að hann heilsar og kveður allra manna hlýlegast. Auk þessarra liða heyrðum við íþróttaþátt Sigurðar Sig- urðssonar, fréttir frá SÞ og lög unga fólksins í umsjá Jakobs Þ. Möller. Hvað viðvíkur tón- listinni, þá var hún, framan af, svo til eingöngu valin fyrir fólk, sem nýtur og skilur hin- ar háþróuðustu tegundir henn- ar. Þessu fólki voru skömmtuð tvö verk, óbókensert eftir Carl Bach og strengjakvartett eftir Richard Sturzenegger. Þriðji tónlistarliðurinn fyrir seinni fréttir var svo einsöngur Jo Stafford á bandarískum þjóð- lögum; einstaklega leiðinlesur og lágkúrulfegur söngur. Það er tónlistarskömmturum útvarps- ins að þakka, ef óvanalega margir hlustendur ríkisútvarps ins hafa farið sérstaklega snemma að hátta í gærkvöldi. Leyst úr brýnustu hús- næðisvanrfamálum M. R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.