Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 15
V I S I R Miðvilxdigur 4, ol__ 1111 Tsl Ástin sigrar '&y. i Mary Bisrchell. 36 — Carol! Og hverju svar- aðir þú þá? — Ég svaraði auðvitað full- um hálsi og sagði að mér væri hægar um vik en honum að segja til um hvort ég lygi eða ekki. Svo minnti ég hann kurteislega á, að hann væri ekki húsbóndi minn lengur, bað hann vel að lifa og labb- aði áfram. — Hvernig leit hann út? Carol? Segðu mér það. — Svona eins og hann er vanur. Þungbúinn! svaraði Carol. — Áttu við að hann hafi verið raunalegur? spurði Er- ica. — Ja, hann var nú aldrei vanur að vera glaðlegur, manstu. — Ég hef séð hann glað- an nokkrum sinnum, sagði Erica. — Glaðan og kátan eins og ungling. Þegar við vorum í brúðkaupsferðinni. Carol sagði ekkert en leit með vorkunnarsvip á Ericu. Svo hélt Erica áfram: — Mér finnst að þú hefðir átt að segja eitthvað við hann, Carol — eitthvað sem hefði getað gefið honum tækifæri til.. . — Góða Erica, tók Carol fram í. — Ef þú vilt endur- nýja sambandið við Oliver þá geturðu gert það sjálf — og hvenær sem þú vilt. Þú get- ur til dæmis sent honum skeyti. Ef þú óskar þess ekki, er betra að skilnaður ykkar verði alger en að fara að koma með öll þessi ,,ef“ og „en“. Erica svaraði ekki strax. Svo hallaði hún höfðinu að. Carol. — Þú hefur auðvitað rétt fyrir þér, sagði hún og and- varpaði. — Ég skal varast þetta. Og Erica hélt það loforð, Næstu mánuði minntist húii aldrei á Oliver. Þær tölrvðu aðeins um barnið, um sjálfar sig, um Sallent lækni og frú Trentoul. En aldrei um Oliver. Og Carol var farin að halda að Erica hugsaði minna um hann en áður. Jafnvel þegar hún var bor- n inn í fæðingarstofuna, sem ar þarna á barnaspítalanum ninntist. hún ekki einu orði á Jliver. Hún þrýsti bara Carol ’.ð sér og sagði: — Þú skalt engu kvíða, ég veit a ðþetta gengur vel. Og þú verður að koma og heim- sækja okkur undir eins og bað verður leyft. En þegar hún lá þarna í ^æðingarhríðunum kallaði hún aðeins eitt nafn. En fólk- ið sem hlustaði á hana vissi ekkert hver Oliver var. — Það er líklega maðurinn henn ar, sagði Sallent læknir. — Veslings konan. Ég vildi óska að hann kæmi til hennar aft- ur. En það kann að vera að hann sé henni einskis virði. Við skulum vona að barnið verði henni til meiri ham- ingju en hann hefur verið. Síðustu geislar heitrar septembersólar lagði inn í stofuna, þegar Erica rankaði við sér aftur. Henni fannst hún vera að koma úr lang- ferð. — Hvaða einkennilega hljóð er þetta? spurði hún allt í einu. | Hjúkrunarkonan hló. — | Þetta hljóð er frá syni yðar og erfingja. Hann er að láta vita að hann sé til. | — Lofið þér mér að sjá hann, systir! Strax, systir! Og svo var eitthvað heitt | og volandi lagt við hliðina á I henni. Hún horfði á drenginn sinn. Rautt andlit og gisið hrokkið hár, sem var æði líkt hárinu á henni. Nú var hann kominn, litli drengurinn sem hún hafði þráð svo léngið. Barnið henn- ar. Hann var meira að segja h'kur henni. Hárið var alveg eins. SKYTTURIMAR ÞRJÁR 91 Hún þrýsti honum varlega lega að sér og sælutilfinning fór um hana. — Blessað barnið, sagði hún. — Geturðu ekki hætt þessum hljóðum, látið vera að gretta þig svona mikið, svo að ég geti séð hvernig þú ert. Og allt í einu hætti orgið. Augnahárin lyftust og nú sá hún að augun í drengnum voru ekkert lík hennar aug- um. Þau voru stór og dökk og falleg, eins og Olivers. — Ó! sagði Erica. Þetta var eins og langt andvarp, en hvort það var sorg eða gleði í því vissi hún varla sjálf. En eftir dálitla stund komst hún að þeirri niður- stöðu að það væri gleðióp, því að ekkert gat jafnast á við það að barnið horfði á hana með augum Olivers. — Hvernig hefur þér liðið ? spurði Erica Carol, er þær höfðu dáðst hæfilega að barn- inu langa stund. — Ekki sem verst, sagði Carol. — En ég hef saknað þín heima. Ég hlakka til þeg- ar þið komið heim, bæði tvö. — Við hlökkum til líka, sagði Erica. — Og hvernig gengur það í tízkuverzlun- inni? '— Sæmilega. Ég hef að vísu lent í rifrildi við Ijós- hærðu sýnistúlkuna, en það gerist venjulega annan hvern dag, svo að ég er orðin vön því. En segðu mér nú hvort þér hefur hugsast hvað drengurinn þinn eigi að heita. — Það hef ég afráðið fyr- ir löngu, sagði Erica. — Hann á vitanlcga að heita Oliver. Carol hleypti brúnum. — Mér finnst hann nokkuð lítill til að heita þriggja samstöfu nafni, sagði hún. — Við finnum eitthvað styttra gælunafn handa hon- um, svaraði Erica, viðbúin að verja nafnið. —< Þú mátt vera viss um það. Aldrei dettur mér í hug að kalla aumingja drenginnj Oliver. — Hjúkrunarkonurnarj kalla hann alltaf „Bunny“.i Mér finnst það í rauninnii vera gott nafn. J — Já, það er bjánalegti nafn en það'er gott samt. j Og svo var hann kallaður; Bunny. Ericu datt stundumj í hug, að ef gamli Leyne hefði kallað drenginn sinn ein- hverju líku nafni þegar hann var lítill, mundi Oliver aldrei hafa orðið jafn erfiður — allt mundi hafa farið öðru vísi. Bamið og barneignin hafði orðið kostnaðarsamt fyrir Ericu, svo að hún varð að fara að vinna sem fyrst. En það urðu engin vandræði út af Bunny. Hann fór með móð- ur sinni í barnaspítalann. Sem betur fór var hann á- kaflega þægur. Hann svaf allan daginn, meðan Erica var að vinna. Og allt heima- fólkið bar hann á höndum sér, en Erica reyndi eftir megni að sjá til þess að ekki væri dekrað of mikið við hann. Carol var litlu skárri en hitt fólkið. Henni þótti skelf- ing vænt um hann. — Hann er líkur þér, Erica, sagði hún einn daginn. — Alltof indæll. Ég vona að ein- hver geti kennt honum að verða síngjarn. Það er þess konar fólk sem kemst áfram í veröldinni. Erica hló. — Þú verður að hætta svona masi þegar hann er oi’ðinn nógu gamall til að skilja. — Hann skilur mig ofurvel núna, sagði Carol. — Sjáðu hvernig hann horfir k mig og safnar sér lífsreynslu. — Þú mátt ekki hlusta á hana Carol, barnið mitt, sagði Erica hlæjandi og lyfti hon- um upp. — Hún er óskikk- anleg og reynir að spilla þér. Báturinn með böðulinn og hina dauðadæmdu innanborðs, flaut yf- ir að hægri árbakkanum, en Winter lávarður og félagarnir urðu eftir á þeim vinstri, þar sem þeir krupu á kné. Á meðan böðull- inn var önnum kafinn við að róa, tókst Mylady að losa böndin á fót- um sér, og er þau komu yfir um, gat hún auðveldlega sloppið í land og tók til fótanna. En jörðin var blaut. Hún rann, og er hún kom ofar í brekkuna, gafst hún upp og lá kyrr á hnjánum. Henni fór nú að skiljast, að hún átti ekki hjálp- ar að vænta framar. Frá hinum árbakkanum sáu félagarnir hana hneigja höfuðið og krossleggja handleggina. Böðullinn hóf upp sverðið, glampandi í tunglskininu og hjó . . . Fórnarlambið gaf frá sér nístandi vein og féll saman. Þvi næst tók böðullinn af sér skikkjuna, breiddi hana á jörð- ina, iagði iíkið á hana og batt ut- an um það. Siðan tók hann það á bakið og hélt aftur ofan í bát- inn. Er hann kom út á mitt fljót- ið.stöðvaði hann bátinn, tók upp líkið og hélt því yfir vatninu og kallaði hárri röddu. „Réttlætinu hefur verið fullnægt“. Að svo mæltu kastaði hann líkinu í ána, þar sem hún var dýpst og öldurn- ar umluktu það. K V I S ¥ Þetta er ekki svo slænxt. Þá stendur liann að minnsta kosfi ekki á götuhornum í slæmum félagsskap. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.