Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 4. oktolier 1961 Varð fyrir bíl. í gær varð lítil telpa fyrir bifreið á Akureyri, en meiddist ekki alvarlega. Telpan, Jórunn Birgisdóttir, Hrafnagilsstræti 21, var að leika sér úti á götu og varð þá fyrir bifreið. Læknir var sóttur til hennar, og taldi hann, að telpan hefði ekki meiðzt alvar- lega, sennilega fengið snert af heilahristingi, en taldi ekki • á- stæðu til að flytja hana í sjúkra- hús. Eftir því sem Kefur tekizt að afla sér upplýsinga um, þá mun láta nærri að bankarnir hafi veitt 12—15 milljón- um króna til bílainn- flytjenda, síðan hinn blaðinu frjálsi innflutningur á bíl- um var leyfður til landsins fyrir hálfum mánuði. , Stærsti aðilinn í gjaldeyris- kaupunum er Volkswagenum- boðin, sem nú mun vera búið að selja nokkuð á þriðja hundrað fólksbíla, og allmarga sendi- Sjómanna minnzt hér og anstur á un Klukkan 10,30 í morg- fór fram minningar- athöfn hér í Dómkirkjunni um tvo skipverjanna af vélskipinu Helga frá Hornafirði, þá Trausta Valdimarsson og Bjarna Runólfsson. Þeir voru báðir sóknarbörn séra Gunnars Árnasonar og hélt bann minnmgarræðuna. Allmargt , fólk var í kirkj- unni. Inn við kór hennar stóð fáni Stýrimannafélagsins, blóm stóðu í gólfvösum framan við ræðustól séra Gunnars, en hann stóð í kór kirkjunnar. í ræðu sinni komst séra Gunnar m.a. þannig að orði, að enginn viti það betur en einmitt sjóinenn- irnir, ,,að milli þeirra og dauð- ans er aðems eitt fótmál, sem fljótt er stigið.“ Guðmundur Jónsson óperu- söngvari söng einsöng ,,Hátt ég kalla,“ eftir Sigfús Einars- son, en dr. Páll ísólfsson lék á orgel kirkjunnar og Dómkór- inn söng. Fyrir utan Dómkirkjuna hitti Framh á bls 5. ferðabíla. Kvaðst Árni Bjarna- son sölustjóri umboðsins eiga von á 170—180 VW-bílum fyr- ir nóvemberlok og milli 60—70 Landrover-jeppum fyrir ára- mótin. Vandamálið er að koma bílunum heim, en það hefur þó gengið furðanlega, þegar miðað er við, að hinn frjálsi innflutn- ingur var leyfður fyrirvara- laust. Bíladeild SÍS kvaðst eiga von á tæplega 50 Opelbílum nú á næstunni og 10 amerískum Chevrolet, Forstöðumaðurinn, Gísli Theódórsson, sagði að sér hafa virtist nú minni sala en var fyrstu vikurnar. Nú spyr hver einasti maður hvort við getum ekki selt bíla með afborgunar- skilmálum og veitt kaupendum að einhverju leyti lán. Árni Bjarnason sölustjóri hjá VW-umboðinu, kvað fólk mik- ið spyrja um þetta. Eins og stendur munu bílainnflytjend- ur ekki geta veitt neina slíka fyrirgreiðslu, peningamálunum er þannig háttað. En ég er full- viss um, sagði Árni, að inn á þessa braut verður lagt. Hér á árunum þegar innflutningur heimilisvéla var gefinn frjáls, gerðist það fljótlega að innflytj- j endurnir tóku að veita kaup- endum afborgunarskilmála. — l' Með bílana mun fara eins, sagði Árni. Bridgeméfið í Torqay: íslendingar sáfii iijjá í fjórtándu umferð bridge- mótsins í Torqa sátu Islending- pr þg Englendingar hjá, í karla- flokki. Þjóðverjar unnu Hollendinga, Norðmenn unnu Belga, Ítalía vann Svíþjóð, Egyptar unnu Spán, írland vann Líbanon, Sviss vann Danmörku og Frakk- ar unnu Finna. í kvennaflokki biðu íslenzku konurnar lægri hlut fyrir Nor- egi 13—76. írar unnu Finna, Svíþjóð vann Frakka, Holland Egyptaland, og Belgar unnu Þýzkaland. snemma í vetur. Byrjað er að æfa nýja revýu til sýningar 1. nóvember í Sjálf stæðishúsinu. Það er Flosi Ol- afsson leikari, sem stendur fyr- ir verkinu og ber ótakmarlcaða ábyrgð á tilstandinu, þar sem hann fæst ekki til að gefa upp nöfn höfunda, og annast leik- stjórn. Revýan hefur hlotið nafnið Sunnan 6, er sennilega í tveim þáttum og sex atriðum. Þetta er söngleikur (ekki ópera, þá er sko bara sungið) með tali, sem fjallar um bláa skreiðar- kaupmenn frá ríkinu Skruanda Urundi, sem koma hingað til lands, í erindum sem ekki er enn búið að ganga frá, en ýms- ir framámenn þjóðfélagsins, t. d. heimspekingurinn Gunnar Dal og maður að nafni Stefán g. koma þar við sögu, svo og þokkadísir með stórmál (94— 32—97). Leikendur verða Karl Guð- mundsson, Guðrún Stephensen, Karl Sigurðsson og Baldur Hólmgeirsson. Magnús Ingimarsson hefur samið og útsett tónlistina, en allstór hópur manna er um þess ar mundir önnum kafinn við að semja texta við lögin. Flosi gat þess í blaðaviðjali í gær, að þetta yrði haustrevýa Sjálfstæðishússins 1961. Dagblaðið Vísi vantar eldri mann til að vinna að útbreiðslu blaðs- ins í Hlíðahverfi. — Upp- lýsingar í síma 11660. Dagblaðið Vísi vantar senclisveina, allan eða hálfan daginn. Sími 11660.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.