Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. október 1961 VÍSIR 5 í gaermorgun gekk Jörgen Jörgensen fyrrum menntamálaráðherra Dana á fund forsætisráð- herra Bjarna Benediktssonar í ráðuneytinu. Var þessi mynd tekin við það tækifæri. Með þcim á myndinni er Bjarne Paulson sendiherra. Stórgjafir — Framh. af 1. síðu. Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturhedmi. Þá fluttu og kveðjur þeir dr. Sigurður Sigurðsson forseti Vísindafél. íslendinga, Sveinn S. Einarsson verkfræðingur varaform. Bandalags Háskóla- manna, en hann gat útgáfu bókarinnar „Vísindin efla alla dáð“, og Matthías Jóhannessen ritstjóri og gat hann um gjöf Stúdentafélagsins í listaverki Ásmundar, Sæmundi á selnum. Þá talaði og formaður Stúd- entaráðs Hörður Sigurgestsson stud. ökon, og gat þess að stúd- entar færðu Háskólanum fund- arhamar að gjöf. Þá flutti Sinfóníuhljómsveit- in, ásamt kór og einsöngvurum, hið tilkomumikla Hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar og hafði skáldið sjálft framsögu í ljóð- inu. Var Davíð ákaft fagnað að flutningnum loknum. Þá fluttu fulltrúar erlendra há- skóla kveðjur og færðu ýmsir Háskólanum gjafir og ávörp. Á íslenzku mæltu þeir Turviile-Petre frá Oxford, Próf Dag Strömback frá Uppsölum og próf. H. Kuhn frá Kiel. Rektor þakkaði kveðjurnar og árnaði hinum erlendu full- trúum allra heilal. Að lokum var Þjóðsöngurinn leikinn og lauk þar með þessari virðu- legu og hátíðlegu afmælissam- komu Háskólans fyrri dáginn. Að utan - Framh a: 8 siðu sem mælir á móti honum, en verður þó mjög þungt á metun- um, — og það er að mjög ólík- legt er að hann geti náð kosn- ingu sem forseti, og það er auð- vitað stór galli. Viðtal dagsins — Frh. af 4. siðu: — Þið hafið dvalið hérna eitthvað frá því í gamla daga? — Ja, meira að segja lang dvölum einu sinni. Við kom um hingað til stuttrar dval- ar sumarið 1938, sumarið áð ur en heimsstyrjöldin skall á, en vorum í Berlín öll styrjaldarárin. — Og komuð þér heim? — Við komumst í boði Svía til Hamborgar rétt áð- ur en Rússar héldu innreið sína í Berlín Þar hittum við Lúðvík Guðmundsson, sem kom til Þýzkalands strax að loknu stríðinu til að komast í samband við íslendinga og aðstoða þá. Konan mín fékk þá leyfi til að fara heim til íslands með synina fimm, þann yngsta 4 mánaða, en elzta 13 ára. Ég sótti líka um leyfi til að mega koma til íslands, og Bretar vildu fyrir sitt leyti leyfa mér að fara, en íslenzk stjórnarvöld voru þá eitthvað hrædd við Þjóðverja og synjuðu mér um dvalarleyfi. Svo ég varð eftir þegar fjölskylda mín ' flutti heim. — Voruð þér þá lengi einn yðar liðs í Þýzkalandi? — Árið eftir, þ.e. 1946, sótti ég aftur um leyfi til að mega koma til íslands og fékk það að hálfu íslend- inga. En þá hafði Bretum snúizt hugur og neituðu mér um fararleyfi. Ári seinna fékk ég svo loks fararleyfi og heimsótti mína langþráðu fjölskyldu. — Hvað hafði orðið um konuna? — Hún hafði tekið við búi á í Kífsá í Kræklingahlíð, skammt fyrir utan Akureyri dg bjó þar af miklum dugn- aði með tvær kýrt nokkur hænsni, gæsir og kanínur. En að höfðatölu var þó lang- mest af rottum. Af þeim var mýgrútur. Þetta var annars mesta basl. Konan og strák- arnir urðu að draga allt hey ið heim á sjálfum sér, eða báru það á bakinu. En þau áttu góða nágranna er slógu fyrir þau og hjálpuðu á ýmsa lund. — Hvað varð um yður sjálfan? — Eg gerðist smali hjá ís- lenzka ríkinu, eða með öðr- um orðum sauðfjárveiki- vörður inn á Glerárdal. Bjó þar ásamt unglingspilti, fyrst í tjaldi, en seinna var byggð- ur yfir okkur kofi. Þarna var gott að vera, en nokkuð ein- manalegt. Það kom maður til okkar á tveggja vikna fresti með mat og olíu. Ann- að fólk hittum við ekki. — Hvenær fóruð þið hjón til Þýzkalands aftur? — Við fórum til Kielar haustið 1949 og höfum dval- ið þar síðan. Eg hafði verið ráðinn prófessor í norrænu við Kielarháskóla 1946, en fékk frí frá störfum, enda allt í kalda koli eftir styrj- öldina og erfitt að halda þar upþi kennslu, ekki sízt vegna húsnæðisskorts. — Þér kennduð við aðra háskóla áður? — Við háskólann í Leip- zig á árunum 1938—41, og síðan við háskólann í Berlín 1941—45. A-Berlín — Framh af 9. síðu. manns yfir borgarmörkin í Berín þrátt fyrir alla varð- gæzlun. og í litlu landa- mæraþorpi heppnaðist fjölda flótti — einn hinn söguleg- asti sem um getur. Þar flýðu 16 fjölskyidur — alls 55 manns — eða fimmtungur þorpsbúa. Fólk þetta flýði á hestvögnum og staflaði upp húsgögnum sér til varnar fyr- ir skothríð landamæravarða. Gömlum flíkum var vafið um hófa hestana, svo að skeifnaglamur leiddi ekki at- hygli að flóttanum. — Er ekki haskolinn í Kiei aðal kennslustofnun í nor- rænum fræðum í Þýzka- landi? — Tvímælalaust. Það var stofnaður þar kennslustóll í norrænum fræðum fyrir um það bil heilli öld og ýmsir merkir norrænufræðingar hafa ýmist stundað þar nám eða kennt við skólann. Sem stendur eru ekki margir nemendur í norrænudeild- inni, en yfirleitt góðir nem- endvui„m,óhn .sóm taka nám- ið alvarlega og vænta má mikils af. Sjálfur kenni eg þar nútíma íslenzku öðru hvoru. Oft læt eg nemend- ur mína læra ferskeytlur. Þeir eiga yfirleitt auðvelt með að læra þær og á þann hátt eignast þeir í senn mik- inn orðaforða og komast í Strompleikurinn - Frh. af 16. s. ið. Nú, kannski var það aldrei til, ég skal ekki segja um það, en samt hljóta þeir að þekkja það, sem vita einhver skil á sögu Reykjavíkur. Ég veit það ekki, hvort skilningur kemst að Brekkukotsannál — en Strompleikur ætti frekar að höfða til skilningsins. Mér er, næst að halda að, Rev>iavík um ! aldamótin sé mjög fjarlægur | heimur fyrir öllum þorra yngri! fólks. Strompleikur gerist aftur á móti í nútímanum. Hvar hann gerist, ja, ætli hann gerist ekki í Hafnarfirði (Hér grípur leik- húsmaðurinn í og segir að hann gerist víst í Reykjavík). Já, jahá, það má kannski frekar segjá, og þó, jú, það stendur víst 'einhversstaðar skrifað þar eins og um höfuðstaðinn sé að ræða. Já, hann getur víst líka gerzt í Reykjavík. Það kemur sem sé fyrir ákaflega mikið vandamál í leiknum, það er vandamál skreiðarframleið- anda. Þið ráðið, hvort þið trúið því. En það er nú svo. Ég skal, segja yður. að einn ágætur rit-| lifandi tengsl við notkun og meðferð málsins. Þessi kennsluaðferð hefir reynzt mér ágætlega. — Eruð þér eini norrænu- fræðingurinn við háskólann? — Sem stendur, já. En það er hugmyndin að bæta öðrum kennara við í nor- rænudeildina innan fárra ára. Með því mun Kielarhá- skóli enn auka forskot sitt í norrænukennslu framyfir aðra þýzka háskóla. — Og hvað um ritstörf yð- ar? — Eg hefi lítið skrifað af bókum, en þeim mun meira af ritgerðum um íslenzk efni. Eg hefi reynt af fremsta megni að draga fram íslenzk- an málstað og halda honum uppi eftir því sem eg hefi megnað, jafnt í ræðu sem stjóri sem ég hitti á dögunum, fór að þráspyrja mig um efni leiksins, og ég sagði honum þá þetta, að þar væri m. a. eitt mjög alvarlegt vandamál, nefni- lega þetta vandamál skreiðar- framleiðanda. Jæja — hann bara horfði á mig og það var auðséð, að hann hreint trúði mér ekki. Þið spyrjið um strompinn. Já, þar er stromp- ur, ákaflega mikill strompur — og góður strompur. Jú, jú, hann er miðpunkturinn í leikn- um. Já, já. Einn fréttamaður segir: Það eru einmitt málaferli í gangi út af skreiðarsölu. Er eitthvert samband milli þess og vanda- málsins í Strompleiknum? — Já, það var nú það, já. Ég hef ekki veitt því athygli. Er , það eitthvað mér að kenna? Jæja. Kannski verður það líka einhver auglýsing fyrir Þjóð- leikhúsið. — Eruð þér að vinna að næsta skáldverki, skáldsögu eða leik- riti? — Ég hef ekkert skrifað nokkuð lengi. Þaö er óneitan- lega gaman að skrifa leikrit á þessu skeiði ævinnar. riti. Eitt það mikilverðasta sem eg hefi skrifað er svar mitt til prófessors Seip um uppruna Eddukvæðanna og hvar þau hafi verið rituð. Þessi ritgerð mín birtist í Acta Philologica Scandina- vica, sem gefið er út í K.höfn. Þar tel eg að eg ha.fi unnið íslenzkum málslað mest gagn. — Bækur? — Já, doktorsritger'ðin mín fjallaði um íslenzka málfræði og heitir „Das FiiUwprt of—um in Altwest- nordischen“. Eg varði hana við Kielarháskóla 1928. Nokkrum árum seinna skrif- aði eg bókarkorn um ísland, sem eg kallaði „ísland — Das Heimatland der Sagas“. Upphafið af henni eyðilagð- ist að verulegu leyti í loft- árás og þess vegna er hún fágæt orðin. — Þér hafið líka skrifað talsvert í íslenzk rit? — Á árunum sem eg dvaldi hér eftir heimsstyrjöldina síðari, fekkst eg mikið við bæjarnafna- og örnefnarann- sóknir og skrifaði þá nokkr- ar ritgerðir. M .a. skrifaði er um landeign á landnáms- öld, en það er efni, sem eg veit ekki til að hafi verið krufið til mergjar áður. Eg skrifaði auk þess um vest- firzk örnefni, um bæjanöfn á íslandi, um Gnúpverja- hrepp og Hátúningamel, um Knörrinn, um Kappa og berserki og eitthvað fleira, sem birtist eftir mig í riturn hér heima. Háskólahverfið — Framh. af 1. siðu. einn þeirra vera prófessor við heimspekideild skólans. Til stofnunarinnar skuli árlega veita hálfa milljón króna, og skal stofnunin árlega veita þrem mönnum styrki til vís- indastarfa við stofnunina, er einnig hafi með höndum rann- sóknir íslenzkra handrita.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.