Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 6
6 VISIR Laugardagur 7. október 1961 Úeirðir i Dominikanska lýðveldinu. Fyrir skömmu kom til al- varlegra átaka í Ciudad Truj- illo í Dominikanska lýðveld- inu, er menn mótmæltu að- gerðum lögreglunnar daginn áður, en þá biðu 4 menn bana en 7 særðust. Þá höfðu léttir skriðdrekar verið sendir á vettvang, en þeir hurfu fljótlega aftur. Til óeirðanna kom, er nefnd Sam- taka Vesturálfuríkja kom til þess að rannsaka ástand og horfur í þessu blökkumanna- lýðveldi. Mun nefndin athuga hvort afnema skuli hömlur, er settar voru, og viðskipta- legar ref siaðgerðir, eftir morðið á einræðisherranum ! Rafael L. Trujillo í maí síð- astl. Átökin urðu við Duarte- brúna yfir Ozamafljót, en þar söfnuðust saman um 500 verkamenn úr nálægu verk- smiðjuhverfi, og hylltu þeir nefndina, en til óeirðanna kom er lögreglan reyndi að hrekja burt þessa verkamenn, sem fóru friðsamlega að öllu unz lögreglan kom á vett- vang. 1 bardögunum meiddust tveir lögreglumenn, en tveir létu lífið. Almenningur er sagður hata Trujillo-fjölskylduna, sem raunverulega er enn öllu ráðandi á eynni. .Tass-fréttastofan í Moskvu tilkynnti á miðvikudaginn, að vísindamenn á sovézku rann- sóknaskipi, Wityaz, hefðu tekið mynd af þessari slóð risavaxinnar sæslöngu á 9745 feta dýpi á Indlandshafi fyrir nokkrum dögum. Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Damaskus og annars staðar í Sýriandi, síðan byltingin var gerð þar á dögunum. Það var meira að segja svo kyrrt, þegar þessi mynd v ar tekm þar á miðvikudaginn, að maðurinn varð að koma með færanlega viftu til að fá fánann til að blakta lítið eitt. Helge Ingstad er maður nefndur, sem hefur sérstak- lega mikinn áhuga fyrir ferðmn íslendmga vestur um haf. Fór hann í leiðangur til Nýfundnalands í sumar, og tilkynnti, að hann hefði fundið menjar fomrar byggðar á norðurodda Nýfundnalands, og færi ekki á milli mála, að þar væri um leifar Islendingabyggðar að ræða. Myndin er af Helge Ingstad, sem er 61 árs, þeg- ar hann kom til Englands vestan um haf á dögunum, og á myndinni er Annestine kona hans með honum, 43ja ára. Kynþáttaóeirðir í Alsír. Franska lögreglan í Alsír hefur fengið fyrirskipun um að beita skotvopnum ef þörf krefur, til þess að girða fyr- ir kynþáttaóeirðir. Þetta var fyrirskipað 13. þ. m. eftir að piltar af Evr- ópustofni urðu gripnir æði, að aflokinni útför Evrópumanns sem hryðjuverkamenn höfðu drepið. 1 óeirðunum biðu 8 menn bana, en 17 særðust, að því er hermt var í opin- berri tilkynningu, en aðrar fréttir hermdu, að a. m. k. 12 menn hefðu beðið bana og yf- ir 20 meiðst. Einnig hefur komið til átaka milli Múham- eðstrúarmanna og Gyðinga. — Þá gerðist það að lokinni annarri jarðarför en þeirri, sem að ofan er nefnd, að um 300 franskir landnemar gerðu árásir á búðir Serkja og særð ust þrír Múhameðstrúarmenn en lögreglan kom í veg fyrir frekari átök. Nýir tímar í sambúð hvítra og blakkra. í tveimur Suðurríkjaborg-1 um I Bandaríkjunum, þar sem! í meirá en öld hefur verið bannað að hvít og blökk börn sæktu sömu skóla, hefur þetta fyrirkomulag nú verið lagt niður. Aðskilnaðarfyrirkomulagið gekk úr gildi í þessum bæj- um um seinustu mánaðamót. Blökkubömin komu nú í fyrsta sinn í þessa skóla og gekk það árekstralaust og kyrrlátlega fyrir sig. Þessar borgir eru Memphis i Tennessee og Atlanta í Ge- orgiu. Leiðtogar blökkumanna í þessum borgum hafa mjög fagnað yfir þessu, og almennt er álitið, að þetta boði nýja tíma í sambúð hvítra og blakkra í Suðurríkjunum....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.