Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 16
VÍSIR Laugardagur 8. október 1961 öll brauðgerðarhúsin hér í Reykjavík eru nú rúgmjölslaus og eru því engin tök á að baka rúg- brauð. Vér íslendingar flytjum mjöl þetta nú frá Rússlandi, og er það blandað í myllum þar úti og telja bakarar það vera sæmilega vöru, en á eng- an hátt sambærilega við hið danska sem keypt var fyrr á árum. Ekki verður úr þessu bætt fyrr en eftir viku, er skip kem- ur austan frá Rússlandi með mjölið. Róðrarmót Róðrarmót íslands verður haldið um þessa helgi á Skerjafirði, Keppni hefst kl. 2 í dag og verður þá keppt í 500 og 1000 metra vega- lengdum. Á morgun, sunnu- dag, verður svo keppt í 1000 metra róðri drengja og 2000 metra róðri fullorðinna. Sveit Ármanns, Akureyrar og Róðrafél. keppa. Hér sjást prófessorar Háskóla íslands ganga í skrúðgöngu i salinn við hátiðahöldin í gær. Stdrgjöf Bandaríkjanna til stofnunar raunvísindadeildar. Bandaríkjastjórn gefið Háskóla Islands 5 milljónir króna. sem á að ganga til þess að koma á fót raunvísindadeild við Háskólann, b- e. deild m.a. í stærðfræði og eðlisfræði. Skýrði Ármann Snævarr hefur Háskólarektor frá þessarí höfðinglegu gjöf í ræðu sinni á Háskólahátíðinni í gær. Sagði hann að þetta værí mesta gjöf sem Há- skólanum hefði borízt frá upphafi. Tilkynningin um gjöf þessa hafði borizt til Háskólans í bréfi frá Penfield sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. — Lofaði rektor þá höfðingslund sem að baki gjafar þessarar lægi og sagði að brýna nauð- syn hefði borið til að koma á fót raunvísindadeildinni. Norðmannsgjöf. Rektor skýrði og frá fleiri höfðingsgjöfum sem Háskól- anum hafa borizt og má þar fremsta nefna 2 milljón króna gjöf frá Norðmanni einum, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Væri ákveðið að gjöfin skyldi nefnast Norðmannsgjöf og yrði henni varið til að styrkja rann- sóknir í íslenzkri málfræði og sagnfræði, svo og til handrita- rannsókna og útgáfu handrita. Blöff og kjaftshögg. „Þó að heimurhm sé blöff, þá eru kjaftshöggin ekta“, stend ur í Strompleiknum. Nú, stend- ur þetta þar? Já. Og fyrir þá, sem eru litlu nær um kjarna málsins, skal það sagt, að það fer að styttast í að setja þessa setningu inn í samhengi. Strompleikurinn verður frum- sýndur á miðvikudag. Ofan- skráð setning áskotnaðist á fundi, sem skáldið, leikstjórinn og Þjóðleikhússtjóri höfðu með fréttamönnum í gær. Mættum við annars spyrja þess sama, sem allur bærinn hefir spuii; undanfarnar vikur: Hvert er efni þessa margum- rædda leikrits? Og skáldið svar ar: — Viðlagið (temað) í þessum leik, sem kemur fyrir strax í fyrstu repliku, má segja, að sé spurningin „hvað er ekta og til hvers erum við“. Þetta er eiginlega líkur kjarni og í Brekkukotsannál, líklega nokk- uð skarpar dregið fram og á alþýðlegri hátt. Þó er hér ekki ! um lík verk að ræða. Söngvar- - inn í Annálnum var aldrei neinn söngvari. f SJrompleik kemur þé r rir söngur, en ég held það hafi ekki verið það. Já, ég hef reyndar haft þetta efni mörg ár í huganum, það hefir verið að veltast þar. Já, eiginlega á lager nokkuð lengi, en ég skrifaði leikritið eiginlega í einni lotu s.l. haust. Það er eiginlega sami neistinn og í Brekkukotsannál, tvö verk runnin af sömu rót. En svo ekki meir. Umhverfi og hugsunar- háttur er annar. Brekkukots- annáll er um það, sem er horf- Framh á 5. síðn Árið '62 verður „skáta ár" í DAG er merkjasöludagur skátanna, en 2. nóv. 1962 verða liðin 50 ár frá því að fyrsta skátafélagið var stofnað hér á íslandi, í Reykjavík. Fyrstu foringjar þess félags voru þeir Sigurjón Pétursson, Álafossi, Helgi Jónasson, Brennu, og Benedikt G. Waage, forseti Í.S.Í. Þessa afmælis hafa. skátar sett sér að minnast með því að efla skátahreyfinguna í land- inu, svo að hún geti talið undir sínu merki fleiri og betri skáta, en hún hefur áður átt. Þessu starfi ætia skátar að f Þeir standa við strompinn, j Gunnar Eyjólfsson og H. K. j L. Sviðið í kring, sem ekki J sést á myndinni, bragga- grind, borð og stóll, píanó, sem áður stóð úti í porti í öllum veðrum. Á gafli hljóð- færisins eru tciknuð tvö hjörtu mcð örvum í gegn og fyrir neðan „I love you“. Það er óvíst að nokkuð innvols sé í hljóðfærinu. helga afmælisárið 1962 og kalla skátaár. Hátíðahöld af þessu tilefni verða einkum fólgin í lands- móti skáta, sem haldið verður á Þingvöllum um mánaðamótin júlí—ágúst að ári, auk hátíða- halda í hverju skátafélagi næsta haust. Vélbilun VÉLSKIPIÐ Blátindur frá Keflavík, sem er á leið til Dan- merkur að láta setja nýja vél í skipið varð fyrir alvárlegri vélarbilun skammt fyrir sunnan Færeyjar á fimmtudag. Meðal þeirra er heyrðu kallið var Þormóður goði, sem er á út- leið, en var hvergi nærri bátn- um. Kvaðst Blátinds-formaður ei sjá fram á annað en hann yrði að fá skip til að draga sig til hafnar í Færeyjum. í gærkvöldi var búizt við að brezkur togari, rem var í 20— 30 mílna fjarlægð frá Blátindi, myndi fara honum til hjálpar. Veður var ágætt á þessum slóð- úm og áhöfninni ekkert að van- búnaði. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.