Vísir


Vísir - 17.10.1961, Qupperneq 1

Vísir - 17.10.1961, Qupperneq 1
51. árg. Þriðjudagur 17. október 1961. — 23S. tbl. LÍÚ vinni að nýjum síldarsamningum. Efnt var til fundar hjá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna í gærkvöldi til að ræða um væntanlega síldarútgerð hér syðra í haust og vetur. Samningar eru víðast lausir nema á Akranesi, og niðurstaða fundarins í gær varð sú, að fundarmenn samþykktu að fela stjórn Landssambandsins Peningar fjúka. MAÐUR nokkur kom í morg- un inn á ritstjórnarskrifstofu Vísis og hafði í hendi umslag, sgm hann kvaðst hafa tekið upp af götunni, þar sem það var að fjúka fyrir vindinum. Þegar hann gætti nánar að voru í umslaginu rúmlega 300 krónur í peningum. Biðjið þann sem hefur týnt peningunum að vitja þeirra á ritstjórnaskrif- stofu Vísis sagði hann, og ef enginn gefur sig fram látið þá peningana renna til Hornafjarð arsöfnunarinnar. að vinna að nýjum samningum, svo að unnt verði að gera út á þann hátt, að hlutur útvegs- ins verði betri en nú eru horf- ur fyrir með óbreyttum samn- ingum. Þeir samningar, sem verið hafa í gildi undanfarin 13—14 ár, hafa verið á þann veg, að meirihluti aflaverðmætis — 55 af hundraði — hefir runnið til áhafnarinnar. Þannig var það til dæmis á síðasta sumri, að þess voru dæmi, að skip komu að kalla slypp heim af síldarvertíðinni fyrir norðan, þótt hásetahlutur væri 40—60 þúsund krónur. Slíkt telja út- gerðarmenn að sjálfsögðu al- gerlega óviðunandi. Eins og allir vita hefir orðið bylting á sviði síldveiðanna á tiltölulega skömmum tíma. — Veiðarfæri eru gerð úr öðrum efnum en áður og tekin hafa verið i notkun fullkomin tæki, sem eru óhemjudýr, en þau verður útgerðin vitanlega að borga úr eigin vasa. Framlag hennar til veiðanna er þess vegna orðið miklu dýrara en áður var, að útgerðarmenn geta ekki unað því að ekki komi meira af aflanum í þeirra hlut nú eftir þessi kostnaðar- sömu umskipti. Engin mænuveiki hér Vísir spurðist fyrir um það á skrifstofu borgarlækn- is í morgun hvort nokkrar sóttvamarráðstafanir • yrðu gerðar vegna mænuveikifar- aldursins í nágrannalöndun- um, og vegna hinna miklu samgangna okkar við þessi lönd. i Fulltrúi borgarlæknis, er varð fyrir svörum sagði að sóttvarnarráðstafanir í sam- bandi við mænuveiki væru miklum erfiðleikum bundn- ar, enda yrði varla gripið ti) þeirra nema í ýtrustu nauð- syn. Hins vegar væri mænu- veikibólusetning í gang allt árið, jafnt fyrir börn sem fullorðna, og hún væri helzta varnaraðgerðin sem unnt væri að gera. Bólusett hefur verið gegn mænuveiki undanfarin ár, en eftirspurn eftir þeirri aðgerð misjafnlega mikil frá ári til árs. í fyrra var sérstök áróð- ursherferð gerð varðandi bólusetninguna, enda má | segja að þá hafi óvenju margir komið tii að ‘iáta bólusetja sig. Þess á milli dregur úr áhuganum. Nú virðist hins vegar sérstök á- stæða fyrir hendi að áhug'- inn vakni á nýjan leik þar sem hættan er yfirvofandi frá nágrannalöndunum. Aðspurður kvaðst fulltrúi borgarlækns ekki vita um neitt mænuveikitilfelli hér í Reykjavík eins og sakir stæðu. Ragnar Þórðarson í Markaðnum er nú að taka yfir rekstur „Flórsins“ við Fríkirkjuveg. En áður en það getur orðið lætur hann gera stórfelldar breytingar á innréttingu hússins og kosta miklu til þessa. Hefur heyrzt að hann láti jafnvel gera þar nýjar svalir. Þessa mynd tók Ijós- myndari Vísis í morgun þar sem verið er að innrétta baðstofu uppi á Iofti á húsinu, en við hliðina á baðstofunni verður bar. Geigvænlegt afla- leysi togaranna - torveldar m.a. lausn lijara- \ deilu undirmanna. Hagsmunafélög undirmanna á togurum sögðu fyrir nokkru upp sainningum, og er deilan nú í höndum sáttasemjara. Það er alllangt síðan sýnt var, að aðilar mundu ekki geta komið sér saman og deilunni var vísað til sáttasemjara. Hefir hann kallað deiluaðila á fund einu sinni en enginn árangur náðist. í morgun var ekki vitað, hvenær efnt yrði til næsta fundar, en sáttasemjari mun að sjálfsögðu halda áfram iandsfmdur Sjálfstæð- ’sflokksins íferður settur í Gamla Bíó fimmtudaginn 19. |),m. kl. 20,30. Á dagskrá fyrsta fund- arins verður ræða vara- formanns Sjálfstæðis- flokksins, Bjarna Bene- að þreifa fyrir og reyna að finna lausn deilunnar. Það eru átta félög, sem sagt hafa upp samningum um kaup og kjör á togurunum, og 4 þeirra hafa þegar samþykkt heimild til vinnustöðvunar. Eru það meðal annars sjó- mannafélögin hér og í Hafn- arfirði. Annars hafa öll félögin samflot við samningana, því að áttá menn eru í samninganefnd þeirra, einn fyrir hvert félag. Deila þessi verður vitanlega diktssonar forsætisráð- herra. Landsfundarfulltrúar eru beðnir að vitja fulltrúaskír- teina sinnar í skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishús- inu á morgun, miðvikudag 1 og verður þeim Jiá afhent dagskrá fundarins. mun erfiðari viðfangs fyrir þær sakir, hvqrsu geigvænlegt afla- leysi togaraútgerðin hefir átt við að stríða að undanförnu. Fyrir bragðið er hagur útgerð- arinnar vitanlega enn verri en ella. Má nefna það þessu til sönn- unar, að heildarafli togara Bæj arútgerðar Reykjavíkur var 38 þús. lestir árið 1958, féll í 34 þús. lestir árið eftir, varð að- tm. á bls. 5. Mesta brim síðan 1934 Húsavík, mánudag. MESTA BRIM sem hér hefur komið síðan á árinu 1934, gerði hér í dag. Var svo mikill sjógangurinn að móta- uppsláttur fyrir brjóstvörn á hafnargarðinum sópaðist fljótlega burtu, trillur voru hætt komnar í liöfninni og bátar sem héðan vo.ru á sjó komust ekki inn fyrr en í kvöld. Öðru hverju gerði alldimm él, en á milli birti upp og var stórfengleg sjón að sjá til hafs er líkast var sem samfelldir brotsjóir væru milli lands og sjón- deildarhrings. «

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.