Vísir


Vísir - 17.10.1961, Qupperneq 3

Vísir - 17.10.1961, Qupperneq 3
Þriðindagur 17. október 1961 V f S I R Konan hér á myndinni heitir frú Repetto} og var maður hennar höfðingi eyjarskeggja. Þessi mynd er tckin úr norðausturátt og sýnir vel lögun eyjarinnar, en J»ar gnœfir hæst eldfjall, sem er jafnhátt Öræfajökli — eða kannske réttara sé að segja, að fjallið var jafnhátt, því að vel getur verið, að eyjan sé sokkin í sjó, þegar þetta kemur fyrir sjónir lesenda blaðsins. Þegar konurnar kemba ullina, eru þær vánar að koma saman heima hjá einhverri úr hópnum, og svo skrafa þær saman, meðan á kembingunni stendur. Hálfrar annarrar aldar búsetu er lokið á eyjunni Tristan da Cunha í Suður-Atlantshafi. Menn settust þar að í upphafi síðustu aldar til að forðast ofstjórn og áþján á Napoleonstímanum, en nú hafa náttúruhamfarir hrakið þá þaðan um síðir. Myndir þær, sem Vísir birtir hér, eru teknar úr bók- inni ,,Rock of Exile“, sem út kom fyrir fáeinum árum og er eftir Englending, sem sendur var til að starfa þar sem loftskeytamað- ur. Þykir sú bók ein bezta heimild, sem til er um daglegt líf á af- skekktustu eyju heims. Þegar bátur Itcmur að landi, hjálpast allir við að draga hann á þurrt — konur jafnt og karlar. Þess hefir verið getið í fréttum, að eyjarskeggjar eti einkum fiskmeti og kartöflur. Myndin hér að ofan sýnir, hvernig fjölskyldurnar skipta kartöflugörðununi með stein- veggjum. Þessi mynd gæti næstum verið frá liðnum árum hér á landi. Það eru einkum konurnar, sem vinna við garðræktina, því að'karlarnir verða að nota hvert tækifæri sem gefst til að komast á sjóinn. Þar er engin höfn og verður að draga báta á land að hverjum róðri loknum. Lífsbaráttan var hörð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.