Vísir - 17.10.1961, Síða 10

Vísir - 17.10.1961, Síða 10
1Q V f S I R Þriðjudagur 17. október 1961 BÆKUR OG HOFUNDAh r r Merkilegur rithöf- undur, en . . ? Guðrún frá Lundi og nýjasta bók hennar. ÞaS hefir stundum veriS um það deilt, hvort telja beri sögur GuS- rúnar frá Lundi til bók- mennta eSa ekki. En hvað sem því og öðru líður, er Guðrún merkileg kona og óneitanlega merki- legt fyrirbæri í hinum ís- lenzka bókaheimi á síðari árum. Gurún er óskólagengin alþýðukona. Hún ólst upp við þau kröppu kjör, sem voru sameign allrar alþýðu á íslandi til sjávar og sveita um síðustu alda- mót. Öll sín beztu ár ér hún húsfreyja í sveit við fremur erfið skilyrði, þarsem flest mun hafa orðið að sitja í fyrirrúmi fyrir bókmennta- iðkunum. Bókhneigð mun hún þó alltaf hafa verið, og löngunin til að skrifa hefir veri^ð henni í blóð borin. Margt söguefnið og margar hugmyndirnar mun hún hafa alið með sér frá barnæsku, Margar sögupersónur henn- ar hafa lifað og hrærzt í hug- skoti hennar árum saman. gn það er fyrst, þegar ævi- annirnar minnka og ald- urinn færist yfir, að hún fær tækifæri til að sinna því, sem huga hennar var tamast og kærast. Þegar fyrsta bók hennar kom út ár- ið 1946 var hún nær sextug að aldri. Með þetta allt í huga verður að lesa og dæma bækur Guðrúnar frá Lundi. f þessu ljósi verður höfund- arferill hennar merkilegurog ævintýri líkastur. Óþekkt af alþjóð og sextug að aldri lætur hún sig ekki muna um það að verða metsöluhöfund- ur. Og þegar einu sinni var komið af stað var ekki dundað á leiðinni. Siðastliðin 15 ár hefir hún sent frá sér slífct magn bóka, að margir aðrir hefðu þurft langa ævi og óskert þrek til slíkra af- kasta. Vinsældir á hún líka 'miklar, því að skýrslur sanna, að hún hefir frá upp- hafi verið í röð mest lesnu Wjj Guðrún frá Lundi. höfunda landsins. Fyrir allt þetta á Guðrún virðingu skilið. Bækur hennar eru ekki hafnar yfir alla gagn- rýni, eins og ég kem að síð- ar, en allt um það er hún merkiíeg kona. ||ú fyrir skemmstu kom út hjá „Leiftri“ nýjasta bók Guðrúnar, skáldsaga, sem ber heitið Stýfðar fjaðrir. Sagan er þó ekki a% öllu leyti ný, því að fyrir nokkr- uni árum kom hún sem fram- haldssaga í tímaritinu „Heima er bezt“. En hér kemur sagan sérprentuð, og er greiniiega sagt í bókarlok að framhaids megi vænta, þótt Guðrún sé nú á áttræð- isaidri. Þessi saga Guðrúnar ber öll einkenni annara sagna hennar, bæði kosti og lesti. Frásagnargleðin er feykiíeg, og persónur ailar ei*u furðu- slcýrt mótaðar. Persónulýs- ingar iáta Guðrúnu bezt. Það er. sem hún gjörþekki það fólk, sem hún er að lýsa. hvort sem það er fætt í hennar eigin hugarheimi eða hún hefir að einhverju leyti kynnzt því í sinni eigin sam- tíð Mái það. er hún leggur persónum sínum í munn. er einnig eðlilegt að vissu marki, ekki óal^engt sveita- mál, eins og það hefir verið á þessari öld Þetta allt má telja til kosta, en hér hafa kostirnir líka sína ann- marka, og skal nú að því vikið. J^Jikilvirkni er vafasöm dyggð, ef ekki fylgir vandvirkni. Frásagnargleði Guðrúnar er svo mikil, að hún sést ekki fyrir og lætur allt fljóta með. Þarna kemur því vel fram, hve óskólaður höfundur Guðrún er, þótt náttúrugáfur hennar séu miklar. Ég hygg, að Guðrún hefði grætt á því að temja sér listrænni vinnubrögð, senda frá sér minna magn og vera ósparari á pennann til útstrikana, fága sem sagt meir og betur smíðisgripi sína. Slík nostursvinna virð- ist ekki vera hin sterka hlið Guðrúnar, en hún er nauð- synleg, ef vel skal verk af hendi leysa. Því miður er málæðið um of einkennandi fyrir sögur hennar og þeirra stærsta lýti. Þótt Guðrún kunni vel að lýsa persónum og gæða þær nokkru lífi verða þessar per- sónur hennar fremur ófýsi- legir og vafasamir sálufélag- ar, þegar til lengdar lætur. Að vísu er enginn mjög slæmur, en enginn heldur virkilega góður, og greindar- vísitala persónanna er yfir- leitt ekki mjög há. Þarna er meðalmennskan uppmáluð á alla grein. Og þótt samtölin séu ekki óeðlileg í munni ^þessa fólks, eru þau of rúm- frek, ekki sízt vegna þess hve innihaldslaus þau eru í raun og veru. þá hættir Guðrúnu mjög að krydda sögur sínar með ýmsu, er verður harla leiði- gjarnt til lengdar. Til dæmis mætti að skaðlausu fækka kaffiuppáhellingum í sög- um hennar til muna. Guðrún virðist skrifa af því að hún hefir löngun til þess. Það er henni nautn að segja sögur. List hennar er líka nær eingöngu fólgin í því að hún kann að segja sögur á sinn persónulega hátt, þótt betra hefði verið að henni hefði gefizt tæki- færi til þeirra skólunar og ögunar, sem hæfir sannri list. Þá hefði Guðrún getað orðið stór í list sinni, eins og upprunalegir hæfileikar hennar gáfu tilefni tiL En þótt þessi nýja saga Guð rúnar sé með sömu göllunum og fyrri sögur hennar, mun hún vafalaust verða lesin og njóta vinsælda hjá mörgum. Og þrátt fyrir allt eru þó bækur hennar hollari lesn- ing en margt af því lesefni, sem ungmenni landsins eru mötuð á í seinni tíð af sam- vizkurýrum og smekklausum tímaritamönnum. Stýfðum fjöðrum fylgir formáli, ritgerð, sem séra Helgi heitinn Konráðsson á Sauðárkróki skrifaði fyrir nokkrum árum um Guðrúnu. Að ritgerð þessari er mikill fengur. Hún er skrifuð af alþekktri vandvirkni og næmum skilningi þess góða og listelska manns. Ritgerð hans leiðir margt í ljós sem gerir Guðrúnu og ritferil hennar skiljanlegri. Og ein- mitt vegna sérstöðu Guðrún- ar er hægt að fyrirgefa henni margt og dást að henni í aðra röndina. Kristján Róbertsson. Mokafli í Djúpál, er haustvertíð hefst frá Isafirði Frá fréttaritara Vísis. — ísafirði. Þrír bátar héðan eru nú byrj- aðir haustvertíðarróðra og hef- ir afli verið óvenjugóður. Hæsti báturinn fékk fyrir nokkrum dögum 14,5 tonn og hinir fengu þá 12 tonn og er slíkt fátítt á þessum tíma árs. Vegna þess hve vel hefir aflazt undanfarið og menn telja al- mennt að aflahorfur sé góðar, munu fleiri bátar byrja á næst- unni. Gæftir hafa verið heldur stirðar að undanförnu, en þeg- ar gaf fyrst út á Djúpálinn í lok síðustu viku, hittist þar á mokafla, eins og áður segir. Var þetta mjög fallegur göngufisk- ur. Menn þakka þetta friðun miðanna fyrir Vestfjörðum og gera sér miklar vonir um, að lokun þeirra fyrir togveiðum verði æ árangursríkari eftir því sem lengra líður. í Norfolk í Englandi liefir skemmtisnekkju með stein- steyþtan skrokk, 10 m.langri verið hleypt af stokkunum. 1' II pigSrcKATELX WOSS TKIEF TO MAK.E THE JUWSLE, LOSP HIS LAST VICTIM- 1) Hellkbúarnir flýðu ótta hver í sína átt, yfirkomnir af hans. við Tarzan og apana 5-15-554-5 2) Wogg reyndi örvænt- ingarfullur að gera Tarzan að síðasta fórnardýri sínu, en galt það með sínu eigin lífi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.