Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 1
VISIR 51. árg. Má 23. október 1961. — 243. tbl. Strandaði í gær í Hornafjarðarós. Danskt skip fór inn leiðsagnar- laust og tók niðri. Snemma í gærmorgun tók danskt flutningaskip niðri í Hornafjarðarós, og sat enn á grunni í morgun, en öllu var óhœtt um borð. Skip þetta, sem heitir Ansula, er með um 300 lestir af sementi og öðrum varningi handa varn- arliðinu á Stokksnesi fyrir aust- an Hornafjörð. Það kom að ósn- um í fyrrinótt, en skipstjóri mun ekki hafa óskað eftir hafn- sögumanni og lagði hjálparlaust ■Jr Á bifreiðasýningunni í London (London Motor Show) hafa verið seldar til Norður-Ameríku Jagúarbif- reiðar fyrir 63 millj. dollara eða 22 millj. stpd. og er það gífurleg aukning. í ósinn snemma í gærmorgun. Komst skipið klakklaust inn fyrir, og þá mun skipstjóri hafa komið auga á Melabryggjuna, sem er aðeins ætluð trillubát- um, sem Ílytja menn og varn- ing að og frá flugvellinum fyrir vestan ósinn. Hann komst þó aldrei að bryggjunni, því að skipið tók niðri við Óslandið, og þar hefur það setið síðan. Allt er í bezta lagi um borð, veður gott og skipið stendur á leirbotni, svo að skipstjóri taldi ekki ástæðu til að biðja um aðstoð í gær, en í morgun kall- aði hann á hafnsögumann og bað um aðstoð. Líklegt er, að nauðsynlegt verði að létta á skipinu, til þess að það náist út. Stjórnmálaályktun Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins. Braut framfara og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra formaður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra, varaformaður flokksins, að loknu kjöri á landsfundinum i gær. (Ljósm. Vísis I.M.) Bjarni Benediktsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Thoroddsen hagsældar. ★ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fagnar [>ví, að tekizt hefur að leysa veigamikil mál í samræmi við stefnu flokksins og ályktanir síðasta Landsfundar í marz 1959 og þoka öðru áleiðis. ★ Kjördæmabreytingin 1959 treysti stjórnskipan Iandsins. Með Iýðræðislegri skipan Alþingis en áður, er styrkt staða þess til að ráða fram úr málum þjóðar- innar henni til heilla, og með þvi efld sú grundvallar- hugsjón i vitund þjóðarinnar, að með lögum skal land hyggja og Alþingi er þar æðsti vilji í umboði hennar. Lausn landhelgisdeilunnar með vinsamlegum milliríkja- samningum firrti þjóðina bráð- um voða og tryggir rétt henns ar til fiskimiða sinna, fyrst inn an 12 mílna fiskveiðilögsögu, sem miðast við mun hagkvæm- ari grunnlínur en áður og síð- ar til landgrunnsins alls í sam- ræmi við þróun alþjóðalaga. Samþykkt þjóðþings Dana á tillögum ríkisstjórnar þeirra, sem byggðust á samkomulagi við íslcnzku ríkisstjórnina um afhendingu handritanna, er á- vöxtur gagnkvæms skilnings og vitni víðsýnis og bræðraþels Dana til íslendinga. Landsfund- urinn vottar Dönum þakkir fyr- ir afgreiðslu þessa gamla deilu- máls. Breytt hefur verið um stefnu í efnahagsmálum og horfið frá hinu margþætta og flókna upp- bótakerfi, en sú breyting var nauðsynleg fors^nda fyrir heil- brigðri þróun efnahagslífsins. Ötullega hefur verið að því unnið að hindra verðbólguþró- un, auka frjálsræði í viðskiptum og skapa skilyrði til aukinnar söfnunar sparifjár og gjaldeyr- isvarasjóða. í öllum þessum efnum hefur mikill árangur náðst. Að’ ir þýð Framh á bls 5. varaformaður. Á Landsfundinum síðdegis i gær var Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra kjörinn formaður Sjálfstæðis- ílokksins, og Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra varaformaður flokksins. — Að kosningu lokinni risu Landsfundarfulltrúar úr sætum sínum og hylltu ráðherr- ana með langvinnu lófataki. Fundurinn í gær var geysi- fjölmennur og tóku margir fulltrúar þátt í umræðum um Stjórnmálaályktun flokksins, sem samþykkt var samhljóða. Markaðist fundurinn af einingu og samhug og voru margar hvatningarræður fluttar. — í Stjórnmálaályktuninni var mörkuð stefna framfara og hagsældar í málum þjóðarinn- ar á næstu árum. ★ Fundarstörf á þessum síðasta degi landsfundarins hófst kl. 10 um morguninn. Fundarstjóri var kjörinn Þór Vilhjálmsson lögfræðingur, formaður Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna, fundarritarar voru Einar H. Ei- ríksson og Haraldur Jónasson. Davíð Ólafsson gerði grein fyrir áliti stjórnmálanefndar og upp- kasti hennar að stjórnmálaálykt un flokksins. Síðan hófust frjálsar umræður og tóku þessir til máls: Gunnar Helgason, Gísli Jónsson, Gunnar G. Schram, Ingólfur Möller, Helgi \Tryggvason og Sigurður Magn- ússon. Gunnar G. Schram mælti fyrir sérstakri tillögu þar sem skorað var á þingmenn Sjálfstæðis- flokksins að leggja fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um mótmæli gegn kjarnorkuspreng ingum Rússa. Var hún undir- rituð af Gunnari, Höskuldi Ól- afssyni bartkastjóra og Guðm. Guðmundssyni. ★ Eftir hádegi var síðan aftur Framh. á 5. síðu-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.