Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 5
Mánudagur 23. október 1961 V f S I R 5 Stjórnmálaályktunin Formannskjörið Framh af 1. síðu. ingarmiklir liðir í heildarað- gerðum þeim, sem framkvæmd- ar hafa verið til viðreisnar efnahag þjóðarinnar eru halla- laus ríkisbúskapur, afnám tekjuskatts af almennum launa tekjum, lækkun útsvara og stór- felldar endurbætur á almanna- tryggingum. Þá hafa verið gerð ar mikilvægar umbætur á af- urðasölulögum landbúnaðarins. Djarflegar og hyggilegar ráð- stafanir höfðu leitt til þess að jafnvægi var að nást í efna- hagslífinu og tekizt hafði að endurvekja traust á því inn- anlands og utan. f sumar urðu þeir atburðir að forysta stjórnarandstöðunnar misbeitti almannasamtökum á þann veg, að viðreisninni var stofnað í hættu og voru því af óhjákvæmilegri nauðsyn gerð- ar gagnráðstafanir. Landsfundurinn þakkar ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins árangursrík störf þeirra í rík- isstjórninni og vottar þeim fyllsta traust. Um þau úrlausnarefni, sem næst eru framundan ályktar Landsf undurinn: 1. Þar sem framfarir og al- menn hagsæld byggjast á því, að hvergi verði hvikað frá þeirri viðreisnarstefnu, sem mörkuð hefur verið af núver- andi ríkisstjórn, ber hiklaust að fylgja henni fram og snúast með fullri festu gegn nýjum tilraunum til skemmdarverka. Með framkvæmd þessarar stefnu hefur grpndvöllur verið lagður að stórstígustu framför- um í sögu þjóðarinnar. Höfuðnauðsyn er að efla at- vinnuvegina, leggja áherzlu á aukna sérmenntun og verk- kunnáttu æskufólks og hraða nýtingu auðlinda landsins með stóriðju fyrir augum. Auknar verði rannsóknir og tilrauna- starfsemi í þágu atvinnulífsins. Til þeirra margvíslegu og miklu framkvæmda, sem þjóðin vill ráðast í á næstu árum, þarf aðild erlends fjármagns, enda sé nógu örugglega um búið. 2. Framkvæmdaáætlun sú, j sem ríkisstjórnin lætur nú und- irbúa, getur mjög greitt fyrir framkvæmdum næstu ára og stuðlað að atvinnuöryggi, enda verði' hún annars vegar miðuð við það að koma fastri skipan á framkvæmdir opinberra aðila og marka stefnu ríkisins í at- vinnumálum, en hins vegar að gera einstaklingum og sam- tökum landsmanna ljóst, hverju þjóðin getur áorkað, ef hún sam- einar krafta sína til skipulegrar en frjálsrar uppbyggingar á efnahagskerfi landsins. Þvi að enn sem fyrr er frjálst fram- tak, samkeppni og eignarréttur; einstaklinganna fjörgjafi allra framfara. 3. Lögfestar verði á því Al- þingi, er nú situr, umbætur í ;katta- og útsvarsmálum, sem opni atvinnulífinu möguleika til vaxtar og endurnýjunar, og skapi heilbrigt andrúmsloft um þessi máL Endurskoðun tolla- mála miði að því að gera allt tollakerfið einfaldara og ódýr- ara í framkvæmd og færa nið- ur tolla svo sem frekast er unnt. 4. Ætíð verði gætt jafnvægis í uppbyggingu atvinnuvega um gervallt landið, svo sem með því, að almannavaldið komi til aðstoðar, ef að ber tímabundna og óvenjulega erfiðleika í ein- stökum landshlutum, og at- vinnugreinum. 5. Aldrei má gleyma kjörorð- inu „stétt með stétt“. Vinnu- löggjöf landsins verður að end- urskoða með það í huga og tryggja, að lýðræði ráði i stétt- arfélögunum, ekki síður en í Sjálfu þjóðfélaginu. Lögð sé á- herzla á að bæta lífskjör þjóð- arinnar á raunhæfan hátt með auknum framleiðsluafköstum, m. a. með betra vinnufyrir- komulagi, ákvæðisvinnu og tryggingu fyrir fastri vinnu, þar sem slíku verður við kom- ið. Jafnframt verði að því unn- ið að koma á fót samstarfs- nefndum launþega og vinnu- veitenda. 6. Þjóðir Vestur-Evrópu, sem íslendingar hafa frá fornu fari haft mest og bezt viðskipti við, efla nú mjög samvinnu sína í efnahagsmálum og er íslandí brýn nauðsyn á að slitna ekki úr tengslum við þá þróun. Þess vegna ber að leitast við að tryggja aðild okkar að Efna- hagsbandalagi Evrópu, án þess að undirgangast samningsá- kvæði, sem hér geta með engu móti átt við. 7. Allar þjóðir eiga mest und- ir því, að friður haldist í heiminum og ber íslendingum þess vegna að stuðla að því eft- ir föngum, að svo megi verða m. a. með sem traustustum vörnum landsins, í nánu sam- starfi við önnur ríki innan At- lantshafsbandalagsins. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna skipi íslendingar sér ætíð, svo sem verið hefur í sveit þeirra, sem standa traust- an vörð um mannhelgi, frið, frelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að sem allra flestir verði fjárhagslega sjálfstæðir. Þessu marki verður bezt náð með því að efla atvinnurekst- ur einstaklinga og félaga, en forðast þjóðnýtingu atvinnu- tækja. Jafnframt ber áð keppa að því, að stöðugt fleiri fjöl- skyldur eignist eigið íbúðarhús- næði. Þá ber og að greiða íyr- ir stofnun almenningshlutafé- laga, svo að allur fjöldi lands- manna verði virkur þátttakandi í atvinnurekstri með eignarað- ild að stórfyrirtækjum fram- tíðarinnar. Með sjálfstæði einstakling- Framh. af 1. síðu. tekið til við fundastörf. Voru á þessúm fundi teknar ýmsar mikilvægar ákvarðanir. Eftir að Jón Pálmason hafði verið kjörinn fundarstjóri og þeir Guðmundur Jónsson, Hvann- eyri og Garðar Pálsson stýri- maður fundarritarar var tekið til við að kjósa formann og varaformann flokksins svo og 5 menn'í miðstjórn hans. Einnig átti fundurinn að reka smiðs- höggið á stjórnmálaályktun Landsfundarins. Kosningar voru allar leyni- legar og án tilnefninga. Fram- kvæmdarstjóri flokksins Þor- valdur Garðar Kristjánsson stjórnaði kosningum. Bjarni Benediktsson varaformaður Sjálfstæðisflokksins og núver- andi forsætisráðherra var nær einróma kjörinn í stað Ólafs Thors, sem baðst undan endur- kjöri eftir langa formennsku. Fundarmenn fögnuðu kjöri hans með dynjandi lófataki og húrrahrópum. Hinn nýkjörni formaður þakkaði kjörið með fáeinum orðum. Sagði hann, að sér væri mikill vandi á herðar lagður, en hann mundi leggja sig allan fram til að bregðast ekki trausti Sjálfstæðisflokkís- ins. Síðan var gengið til varafor- mannskjörs. Gunnar Thorodd- sen var kjörinn með svipaðri atkvæðatölu og formaðurinn. Eftir að fundarmenn höfðu fagnað kjöri hans gekk hinn ný- kjörni varaformaður í ræðu- stólinn og mælti nokkur orð til fundarins: í öll þau ár, sem Ólafur Thors hefur verið formaður Sjálfstæð- isflokksins og Bjarni Benedikts- son varaformaður, hefur sam- starf þeirra verið með ágætum og til fyrirmyndar. Nú er skipt um menn í þess- um trúnaðarstöðum. Okkur Bjarna Benediktssyni er báðum mikill vandi á hönd- um, honum að setjast í sæti Ólafs Thors, — mér að skipa hið fyrra sæti Bjarna Benedikts- sonar. En það er ósk og von og vilji okkar beggja, að sam- starf okkar mótist af þeim sama anna er lýðræði bezt tryggt og öruggur efnahagur er eitt af skilyrðum lífshamingju borgar- anna. í sjálfstæðisstefnunni sameinast hugsjónir frelsis því framförum og almennri hag- sæld. Islendinguip fjölgar nú ört. Búum landið sem bezt í hend- ur komandi kynslóða, stöndum vörð um frelsi þjóðarinnar og sjálfstæði einstaklinganna, svo að æskulýðurinn geti neytt hæfileika sinna og þekkingar til blessunar íslandi um alla framtíð. anda og eindrægni, sem jafnan hefur einkennt samstarf Ólafs og Bjarna. Góðir landsfundarmenn! Ég þakka það traust, sem þið hafið sýnt mér. Traust ykkar og vinátta er drýgsta veganest- ið og styrkasta stoðin í sval- viðrum stjórnmálanna. En í öllu okkar starfi setjum við fyrst og fremst traust okk- ar á æsku þessa lands, sem með góðum gáfum, djörfung og dug, mun sækja fram til vaxandi vel- megunar og menningar, með frelsi og framtak að leiðar- stjörnum. ★ Síðan fór fram kosning 5 miðstjórnarmanna. Kosnir voru Ólafur Thors, sem hlaut nær öll greidd atkvæði fundar- manna, Jóhann Hafstein, Pétur Ottesen, Sigurður Bjarnason og Birgir Kjaran. Jón Pálmason og Sigurður Kristjánsson, sem set- ið höfðu í miðstjórninni, báð- ust undan endurkjöri. Stuttu eftir að landsfundin- um lauk kom flokksráð Sjálf- stæðisflokksins saman og kaus tvo menn í miðstjórn, samkv. hinum nýju skipulagsreglum flokksins og voru þeir kosnir Magnús Jónsson og Ingólfur Jónsson. Fyrr á fundinum minnt ist Bjarni Benediktsson Jó- hanns Þ. Jósfessonar fyrr- verandi ráðherra, er lézt fyrir skömmu. Þá sendi landsfund- urinn kveðjur til Péturs Otte- sen og Sigurðar Óla Ólafssonar, sem ekki gátu sótt landsfund vegna veikinda. Loks hylltu fundarmenn Steina bónda Guð- mundsson á Valdastöðum, en hann verður áttræður í dag. ★ Meðan atkvæði voru talin og milli þess sem úrslit voru til- kynnt var haldið áfram um- ræðum um stjórnmálaályktun flokksins. Til máls tóku: Hann- es Þorsteinsson, Guðmundur Guðmundsson, Halldór Briem, Ólafur Björnsson, Guðjón Han- sen, Hermóður Guðmundsson, H. J. Hólmjárn, Sveinn Ólafs- son, Þorlákur Björnsson, Bjarni BenedLktsson, Vernharður Bjarnason, Árni E. Johnsen, Axel Tulinius, Þorkell Sigurðs- son, Bjartmar Guðmundsson, Guðmundur Þorsteinsson og Davíð Ólafsson. Ingólfur Möll- er, Eggert Kristjánsson, Ólafur Bjarnason, Guðrún Guðlaugs- dóttir og Jakobína Mathiesen tóku til máls í sambandi við kosningar. Síðan gekk landsfundurinn endanlega frá stjórnmálaálykt- un flokksins. Var uppkast stjórnmálanefndar samþykkt með fáeinum breytingum. Einn ig var samþykkt sú tillaga, sem boi'in hafði verið upp á fund- inum um morguninn um mót- mæli gegn kjarnorkuspreng- um Sovétríkjanna. ★ í lok fundarins sagði fund- arstjóri Jón Pálmason nokkur orð, þakkaði fundarmönnum ágætt starf þeirra, en síðan tók hinn nýkjörni formaður Sjálf- stæðisflokksins til máls og sleit fundinum með stuttri ræðu: Þá líður að lokum þessa mikla landsfundar. Hann hefur verið fjölmennari en aðrir landsfund- ir. Fundarsóknin hefur einnig verið'stöðugri og betri á hverj- um fundi, en verið hefur áður. Þetta sýnir skilning fundar- manna á því að þeir eru hing- að komnir til að leysa mikil og vegleg verkefni. Ég þakká öllum þeim, sem hafa unnið að undirbúningi fundarins. Þá vil ég einnig þakka þeim sérstaklega, sem hingað hafa komið um langan veg til að styrkja starf flokks- ins. Konur og karlar úr öllum sýslum landsins eru hér á fund- inum. Þið hafið sagt skoðanir ykkar umbúðalaust, eins og frjálsum mönnum sæmir. Þetta sýnir, að hér er frjálsræði og sjálfstæði í hávegum haft. Landsfundurinn er æðsta stofnun Sj álf stæðisf lokksins. En þeim er mikill vandi á hönd- um, sem hafa valizt til for- Framh. á 3. síðu Ræða Jóhanns — Framh. af 10. síðu. samstarf um framkvæmd nú- verandi stjórnarstefnu í megin- atriðum, eins og þeir höfðu 1950 forystu í ríkisstjórn um að lög- festa í meginatriðum efnahags- málatillögur Sjálfstæðismanna, sem þeir höfðu áður lýst van- trausti á. Eigum við ekki að vera sam- mála um, að þegar boðið er til baráttu á slikum forsendum, skal ekki standa á okkur Sjálf- stæðismönnum að berjast? Við búum yfir mótaðri stefnu á grundvelli traustra hugsjóna. Við trúum á landsins gæði og framtíðarmöguleika. Við treystum okkar samtaka- mætti í lang-stærsta og víðsýn- asta stjórnmálaflokki landsins. Og þegar við á morgun höf- um þingað til fulls — er við höldum hvert og eitt til sinnar iðju — til sjávar og sveita, í borg og bæ, — þá skulum við ekki gleyma samverunni, því bróðurþeli og samúð, sem er innri kjarni þessa Landsfundar, heldur berum þennan kyndil til félaga og vina, sem ekki gátu sótt þennan fund — því að „funi kveikist af funa“ — og þá mun allt okkar mannval fullbúið til sóknar og varnar sjálfstæði, frelsi og framförum íslenzku þjóðarinnar.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.