Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 8
8 V í S I R Mánudagur 2'6. oktouer lyoi ÚYGErANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðurritstjóri: Axel 1 horsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir Pórðarson. Porsteinn ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar og afgreiðsla; Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 45.00 á mánuði — f lausasólu kránur 3.00 eintakic. Sími I 1660 (5 línur) — Félags- prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f.. Edda h.f. I ___________________________________________________ Ný forusta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefir nú tekið viS formennsku SjálfstæSisflokksins, og var hann ein- róma kjörinn til þess starfs af Landsfundi í gær. Þar hefir mjög vel tekizt til um val. Allt frá unga aldri hefir Bjarni veriS í forystusveit SjálfstæSismanna og þar hafa ráS hans þótt allra manna hollust. Mun þaS sjaldgæft aS stjórnmálamenn njóti svo óskipts trausts í flokki sínum sem Bjarni Benediktsson nýtur í Sjálf- stæSisflokknum. ÁstæSan er sú aS engum dylst aS hann er þeim ágætu kostum búinn sem flokksforingja mega bezt prýSá. ÞaS er ekki auSvelt aS taka viS for- mennsku SjálfstæSisflokksins úr hendi svo snjalls leiS- toga sem Ólafs Thors. En SjálfstæSismenn vita aS sæti Ólafs er nú skipaS í flokki þeirra svo sem bezt verSur á kosiS. Þá tekur Gunnar Thoroddsen fjármálaráSherra viS starfi varaformanns flokksins, og mun öllum Sjálf- stæSismönnum hafa þótt hann til þess sjálfkjörinn. 1 sameiningu munu hinir tveir oddvitar SjálfstæSis- flokksins vinna ötullega aS því aS efla samhug og skiln- ing innbyrSis í flokknum, treysta hann og efla inn á viS, og vinna hugsjónum hans og stefnumiSum æ meira fylgi meS hinni íslenzku þjóS. Eitt hiS eftirminnilegasta viS Landsfundinn var hin mikla eining og samhugur, sem þar ríkti. ÞaS eru glögg merki um aS flokkurinn leggur styrkur út í þá baráttu, sem fram undan er í þjóSmálum. Hann mun berjast drengilega undir ötulli forystu og sigrar hans munu færa þjóSinni aukna hagsæld og velmegun. Loforðin efnd. Landsfund SjálfstæSisflokksins sem í gær lauk einkenndi sóknarvilji og einhugur. Tekizt hefir aS leysa mikilsverS þjóSmál í samræmi viS stefnu flokks- ins á þeim tveimur árum sem liSin eru frá síSasta Lands- fundi. Undir forystu SjálfstæSisflokksins hefir veriS hafin ný framfarasókn í landinu og snúiS viS á barmi efnahagslegs gjaldþrots. LandhelgismáliS, hiS mikla vandamál, hefir veriS farsællega til lykta leitt meS góSum samningum, hand- ritamáliS hefir veriS leyst, jafnvægi hefir fengizt í efna- hagsmálum, og gjaldeyrisforSinn stóraukizt. Verzlunin hefir veriS gefin frjáls aS/miklu leyti og hiS flókna uppbótakerfi afnumiS. Skattar hafa veriS stórlækkaSir og ýtarlega áætlun undirbúin um stóriSju og aSrar merkar framkvæmdir. Þannig hefir SjálfstæSisflokkurinn staSiS viS lof- orS sín. Hann mun halda áfram þessari miklu framfara- sókn á næstu árum, meS fulltingi æ stærri hluta þjóS- arinnar. Mikið hefur áunnizt Úr ræðu Jóhanns Hafstein, dóms málaráðherra, á Landsfundi. Jóhann Hafstein dómsmála- ráðherra flutti yfirlitsræðu sína á Landsfundi í Sjálfstæð- isflokksins á laugardag. Ráðherrann vék fyrst að þróun efnaliagsmálanna á síð- asta áratug. Væri í rauninni um tvö tímabil að ræða. Hið fyrra frá 1950, eftir gengis- breytinguna þá og fram að vinstristjórnarsamstarfinu eft- ir kosningarnar 1956, sem þó markaðist í rauninni af verk- föllunum miklu á árinu 1955, sem voru pólitísk verkföll undir forustu komúnista en róið und- ir af formanni Framsóknar- flokksins með síðara samstarf við kommúnista í huga. Síðan vék ráðherrann að stjórnmálaþróuninni eftir 1956 og komst svo að orði: Þar blasa við tvær myndir: 1. Að brjóta blað í efnahags- málum landsmanna. Grípa til nýrra og varanlegra úrræða, sem enginn mundi finna fyrir, en allir hagnast á. 2. Að víkja varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli táfarlaust úr landi. Hinsvegar samstjórn Sjálf- stæðismanna og Alþýðufípkbs manna, sem einnig sagðist eink- um ætla að gera tvennt: 1. Að stöðvá verðbólguskrið- una, sem við blasti eftir úrræða- leysi vinstri stórnarinnar og reisa við efnahagskerfi þjóðar- innar með raunhæfum aðgerð- um, sem að vísu mundu kosta fórnir og erfiðleika fyrst í stað. 2. Að breyta kjördæmaskipan landsins til þess að treysta lýð- ræðið í landinu. Og hvernig hefur svo þessum ólíku stjórnum tekizt? Um efnahagsmálaúrlausn vinstri stjórnarinnar nægir að vitna í „eftirmæli“ forsætisráð- herra hennar, Hermanns Jónas- sonar, þegar hann baðst lausn- ar, en þá gaf hann hina eftir- minnilegu yfirlýsingu á Al- þingi hinn 5. desember 1958, þar sem hann tilkynnir að stjórnin sé búin að gefast upp, geti við ekkert ráðið. Segir að lokum; „— — — ný verðbólgualda er þar með skollin yfir. Við þessu er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum mál- um, sem að mínu áliti geti stöðvað hina háskalegu verð- bólguþróun, sem verður óvið- ráðanleg, ef ekki næst sam- komulag um þær raunhæfu ráð- stafanir, sem lýst var yfir að gera þyrfti, þegar efnahags- frumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi á s.l. vor.“ Þetta myndi að ég hygg telj- ast eins algjör uppgjöf og hugs- ast getur og þarf ekki að hafa um þar fleiri orð. En varnarliðið? Hafði vinstri stjórnin vísað því úr landi? Þá sögu þekka allir landsmenn. Vinstri stjórnin hafði aðeins setið nokkra mánuði þegar hún samdi við Bandaríkin að falla frá kröfunni um að láta varn- arliðið fara gegn því að fá pen- ingalán hjá Bandaríkjastjórn. Og síðar á stjórnartímanum hófst eins og kunnugt er betli- ganga til allra hinna NATO- ríkjanna. Þá er að spyrja um árangur Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra. stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Ég minni fyrst á kjördæma- málið. Þar tókst farsælíega að lögfesta hina nýju stjórnskipan á miðu ári 1959 — en sú úrlausn kjördæmamálsins er eitt lang- merkasta stórmál, sem Alþingi og kjósendur hafa leitt til lykta á síðari áratugum og þó lengra væri til jafnað. En hvað þá um efnahagsvið- reisnina? Það tókst strax í upphafi að stöðva verðbólguflóðið. Var á- standið þó svo geigvænlegt að vísitalan var, eftir uppgjöf vinstri stjórnarinnar komin upp í 202 stig. Sérfræðingar vinstri stjórnarinnar höfðu sýnt fram á, að án aðgerða, en um þær var engin samstaða í þeirri stjórn, myndi vísitalan innan 10 til 11 mánaða komin minnst í 270 stig, og Ólafur Björnsson, prófessor, sýndi, þá fram á, sem ekki var véfengt, að þá yrði þess skammt að bíða að óðaverðbólga kæmi vísitöl- unni upp í 400 stig. Við þessar aðstæður ákváðu núverandi stjórnarflokkar með lögum um niðurfærzlu verðlags og launa í janúar 1959, að frá 1. febrúar 1959 skyldi miða verðlagsuppbót á laun og allar aðrar greiðslur, er fylgja kaup- greiðsluvísitölu, við vísitölu 175 stig. Jafnframt var lögfestur nýr grundvöllur vísitölu framfærslu kostnaðar og ákveðið, að 1. marz 1959, þegar sá vísitölu- grundvöllur tæki gildi, skyldi vísitalan teljast 100 stig. Það liggur svo fyrir að áður en kauphækkanirnar áttu sér stað í sumar hafði vísitalan að- eins hækkað um 4 stig. En þá hafði núverandi ríkisstjórn hins vegar fyrir rúmu ári síðan lög- fest hina nýju efnahagsskipun með lögunum um efnahagsmál og fyrstu óhjákvæmilegu áhrif hinnar réttu gengisskráningar fram komin og því vaxandi jafn vægi og stöðugt verðlag fram- undan, ef ekki væri stofnað til óraunhæfra kauphækkana, sem væru umfram getu atvinnuvega og framleiðsluafköst þjóðarinn- ar. Margir munu nú sjá, því mið- ur um seinan, bæði í röðum kommúnista og Framsóknar- manna, að það var óverjandi á- byrgðarleysi að stofna til verk- fallanna með kaupkröfunum í sumar. Kommúnistum er að því leyti fyrirgefanlegt að þeirra tilgang- ur er að höggva á máttarstoðir þess þjóðskipulags, sem við bú- um við. En menn spyrja: Hvernig er þetta með Framsóknarforust- una? Skilja þeir ekki, hvað þeir eru að gera? Ég ætla að leyfa mér að vitna í örstuttan kafla úr ræðu Ey- steins Jónssonar, þáverandi fjármálaráðherra, sem hann flutti fyrir kosningarnar 1953 (Tíminn 3. maí 1953). En það er 2V2 ári eftir lögfestingu efna- hagsráðstafana sem í ýmsum meginatriðum svipar til þeirra, sem nú hafa verð framkvæmd- ar, enda þótt ckemmra væri gengið og ekki eins vandlega um hnútana búið. Hann segir: ,,Ég vil nefna nokkur þeirra mála, sem Framsóknarmenn telja þýðingarmikil og munu beita sér fyrir. Verður þó á fátt minnzt. Við teljum höfuðatriði að halda jafnvægi fjárhagslega .og stöðugu verðlagi. Okkur er ljóst, að margs þarf við, til þess að svo verði. Greiðslu- hallalausan ríkisbúskap og skyn samlega útlánspólitík í bönk- unum, og það þarf meira. Launasamtökin i landinu verða einnig að miða sína stefnu við þetta sjónarmið. Þessi fjármálastefna er nauð- synleg, til þess að geta aukið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.