Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 10
10 V f S I R Mánudagur 23. október 1961 Loginn hvíti Fri». af 4/ síðu: hann skyggir heldur ekki á neinn“. „Sem betur fer,,mun ykk- ur aldrei takast þetta“, sagði ég. En ég fann sjálfur, að orð mín voru ekki sannfær- andi, og félagi N.N. brosti vingjarnlega til mín. „Vertu viss, að það tekst“, sagði hann rólega. „Það má enginn við hinum vísinda- lega áróðri okkar, hann smýgur gegnum þjóðfélögin og gerir þau menningarlega háð okkur á örfáum árum. Við skipuleggjum sjálft al- menningsálitið, þannig að það þjónar okkur eins og vél. — Þú sást nú dálitla prufu af því í Reykjavík i fyrra. — Innan skamms mun það jafngilda sjálfsmorði eða því, sem verra er, að standa gegn okkur“. Ég benti honum á, að þrátt fyrir allt yrðu það , nokkuð margir, sem þyrfti að eyðileggja. og að ekki gæti hjá því farið, að slík fjöldavíg vektu athygli al- mennings. Félagi N.N. hristi höfuðið brosandi. — „Heldurðu, að við séum svo einfaldir að ráðast á marga í hóp! Nei, við kunnum nú okkar hand- verk, lagsmaður: eitt við- fangsefni í senn, eitt land hverju sinni, einn mann í einu. Littu á: Þegar ákveð- ið hefur verið, hver hljóta skuli heiðurinn næst, þá lát- um við skítkastið dynja á honum einum nokkra mán- uði. Það er venjuíega nóg til að leysa úr læðingi múg- sadisma almennings, og eft- ir það á ræfillinn ekki glæsi. lega framtíð í vændum; en ef þörf gerist, setjum við náttúrlega allt í gang aftur. Þetta er allt gjörhugsað, fé- lagi, og byggt á óhaggandi sálfræðilegum staðreynd- um“. — Hann brosti góðlát- lega. — „Taktu eftir því, að í þessu menningarstarfi okk- ar njótum við óbrigðuls stuðnings borgaranna. Þá grunar aldrei. að fyrr en varir, mun einhver annar úr þeirra hópi lenda undir hundaþvögunni. Einn í einu, félagi, það er mátinn; þá gleðjast hinir og hafa gam- an af, unz röðin kemur að j” þeim sjálfum. Manneskjan er kyndugt sköpunarverk, finnst þér það ekki?“ Ég horfði orðlaus á mann- inn, þvi að ég óttaðist, að hann hefði á ýmsan hátt rétt fyrir sér, og á þeirri stundu skildi ég, hvílíkt heljarafl var þarna á ferð og hversu ægilegar afleiðingar það hefði fyrir heiminn, ef það næði að sigra. Hann leit í augu mér sem snöggvast, | svipur hans var nánast dap- ur, og hann hristi höfuðið. — „Ég vona, félagi, að þú | látir vitið ráða og farir þér ' ekki að voða. En ef þú skyldir halda áfram að veita okkur mótstöðu, þá ættirðu að hugleiða, hvernig fór fyr- ir þér á íslandi í fyrra. Þú flúðir af hólminum þá, en nú heyri ég sagt, að þú ætl- ir að flytjast heim aftur, og ekki geturðu flúið endalaust. Þetta, sem yfir þig gekk, var þó aðeins forsmekkur, verra er í vændum. Það gerir ekkert til, þótt þú vitir, hverjir standa á bak við þetta, en láttu þig ekki dreyma um, að sú vitneskja verði þér að nokkru gagni. Ég er hræddur um, að það yrði seinlegt að sanna nokk- uð á okkur, en auðvitað vorum það við, sem tókum í lurginn á þér. Og við mun- um gera það betur, ef með þarf. Þú kannt dálítið í sál- fræði og veizt, að ef ein- hverjum er gert nógu hat- ramlega rangt til, án þess að hann eigi þess nokkurn kost að rétta hlut sinn, þá mun hann taka að kvarta og kliða á þessu við hvern mann og halda því áfram, þangað til allir eru orðnir hundleiðir á honum og sannfærðir um, að hann sé eitthvað bilaður; — þannig mun fara fyrir þér á íslandi. Fyrr eða síðar ferðu að kvarta yfir því, sem fram við þig kemur — og vafalaust verður séð um. að þú hafir fulla ástæðu til þess. En þegar þú byrjar að mögla, þá höfum við skýr- inguna tilbúna: K.G. þjáist af ofsóknarbrjálæði. Og þú munt vissulega þjást af því, áður en lýkur. Við hættum ekki, fyrr en þú trúir því sjálfur, eftir að allir aðrir eru orðnir sannfærðir um það fyrir löngu. Við höfum gert annað eins og það að koma manni á Klepp. Það getur verið leiðinlegt að þurfa þess, en nauðsyn brýt- ur lög,: Við ætlum okkur að sigra, og hver sá, er reynir að koma í veg fyrir það, verður afmáður" Ég var allt í einu orðinn rólegur og horfði á manninn móðgunarlaust. Einhv°r spá- sagnarandi hvíslaði í eyra mér, að þessi vel smíðaða ráðagerð hinna illu afla myndi þrátt fyrir allt ekki ná tilgangi sínum. Það hefur oft verið reynt að reyra mannsandann í fjötra, en aldrei tekizt nema um stund. arsakir. Hann brýtur af sér viðjarnar fyrr eða síðar, og sérhver sá, er reynir að kné- setja hann, mun grafa sjálf- um sér gröf. — Ég sagði við félaga N.N.: „Þú og þínir líkar hafa átt marga fyrirrennara. Veiztu, hvað orðið er af þeim? — „Þeir hvíla smáð- ir fyrir ómerk orð í eyði- þögn með vitin full af mold“ — þannig mun einnig fara fyrir ykkur“. Féjagi N.N. hristi höfuðið, svo stóð hann upp og kvaddi... trausti, að með nokkru tómi til frekari íhugunar, mætti leiða deiluna til lykta, eins og hægt er að leysa allar deilur, ef vilji er fyrir hendi.“ Þá vék ráðherrann sérstak- lega að nauðsyn þess, að efla almennar borgarvarnir í land- inu, og vakti sá þáttur ræðu hans mjög mikla tahygli. Hann benti á, að nágrannaþjóðir okk- ar allar kappkostuðu eflingu loftvarna og annarra varúðar- ráðstafana, ef til ófriðar drægi og varaði við andvaraleysi í þessum efnum. Hann sagði, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að taka þetta mál til nýrrar með- ferðar og ýtarlegrar rannsókn- ar. Ráðherrann lauk máli sínu þannig: „Góðir fundarmenn. Við skulum nú í lokin átta okkur á því, sem við blasir. Okkur er Ijóst, að þráttlfyr- ir geigvænlega örðugleika sem við blöstu eftir uppgjöf vinstri stjórnarinnar, hefur ríkisstjórn- inni og stuðningsliði hennar tek- izt að komast furðulangt áleið- is út úr ógöngunum á næsta skömmum tíma. Okkur er einnig ljóst, að ein- mitt þess vegna heyja nú stjórn- arandstæðingar örvæntingar- fulla baráttu til þess að koma í veg fyrir frekari árangur, — fyrir því að koma stjórnarlið- inu á kné. Okkur er ennfremur ljóst, að sjálfir hafa þeir ekki reynzt megnugir að ráða fram úr vand- anum, þegar á þeim hvíldi á- byrgðin, og hafa heldur ekki í stjórnarandstöðunni bent á neinar aðrar leiðir 1:il bjargar. Okkui’ er að lokum ljóst, að stjórnarandstöðunni gengur tvennt til að vilja umfram allt fálla núverandi ríkisstjórn. Kommúnistar vilja upplausn, efnahagslegt öngþveiti. Þeir vita, að með því er loku fyrir skotið, að við íslendingar get- um átt nokkra samleið með öðr- um vestrænum lýðræðisþjóðum í efnahagslegri uppbygginu til bættra lífskjara alls almenn- ings. Við mundum verða við- skila við þessar þjóðir og veg- urinn væri þá að þeirra dómi laeður í rétta átt. Framsóknarmenn treystu því, að með því að eyðileggja nú- verandi stjórnarsamstarf, opn- ist þeim möguleikj til einhvers konar stjórnarþátttöku. Þeir mundu þá ekki setja fyrir sig Framh á 5. siðu Ræða Jóhanns Hafstein — Frh. af 9. s. tilræði við innlánsdeildir kaup- félaganna. Heildar innstæðufé þeirra var í árslok 1959 234 millj. kr. Bundið innstæðufé innlánsdeildanna reyndist hins- vegar í árslok 1960 kr. 14 þús- und og 805 þúsund kr. 30. sept. í ár. Þessir mega annars ekki vamm sitt vita, svo að þetta fyrirbæri byggist sennilega á því , að Framsóknarmönnum finnist rétt, að þeir þurfi ekki að fara að lögum sem aðrir! Innstæðufé í innlánsdeildum Kaupfélaganna jókst þannig á undanförnum árum: Ár 1956 um 29.2 millj. kr. — 1957 — 25.2 — — — 1958 — 32.8 — — — 1959 — 36.0 — — En eftir því sem næst verð- ur komizt í dag jókst það um 1 milljón króna á árinu 1960.“ Um dómsmálin og endurbæt- ur í löggjöf sagði ráðherrann: „Fyrrverandi dómsmálaráð- herra. Bjarni Benediktsson, beitti sér fyrir maxgháttuðúm umbótum á lögum um réttár- gæzlu og dómsmál. Eitt merk- asta nýmæli á þessu sviði var lögfest á síðasta þingi með lög- unum um saksóknara ríkisins, þar sem ákæruvaldið í opinber- um málum er flutt frá pólitísk- um ráðherra til hlutlauss, opin- bers starfsmanns. Algjör ein- hugur var um afgreiðslu þessa máls á þinginu síðasta og létu ýmsir stjórnarandstæðingar þá orð um það falla, að hér væri um að ræða eina merkustu lög- gjöf á sínu sviði, sem Alþingi hefur afgreitt á undanförnum áratugum. Nú heyrist það úr sömu átt, að hér sé verið að eyða og bruðla og hið nýja sak- sóknar,embætti kosti svo og svo mikið. Var þó engin dul á það dregin af dómsmálaráðherra á síðasta þingi, að af þessu myndi leiða nojckurn kostnað. Hitt er svo rangt, að sett hafi verið upp nýtt embætti með nýju manna haldi, án þess að nokkur breyting hafi orðið á manna- haldi í sjálfu dómsmálaráðu- neytinu. Þaðan hafa verið flutt- ir menn til hins nýja saksókn- araembættis í fullu samræmi við, að af ráðnueytinu var léþt störfum með hinni nýju skipan. Lögð verða bráðlega fyrir Al- þingi frumvörp um nýja einka- málalöggjöf og endurbætta lög- gjöf um Hæstarétt, sem fyrrver- andi dómsmálaráðherra hefur látið undirbúa. í athugun er ný löggjöf um félagssamstaypur, sem allmikið hefur verið rætt um á síðari árum og komið hef- ur verið á í nágrannalöndum okkar og víðar, til þess að koma í veg fyrir einokun og óeðlilega hringamyndun, sem svo er köll- uð. Vænti ég; að þessu máli geti á næstunni skilað nokkuð á- fram, en það þarfnast mikillar íhugunar og undirbúnings.” Þessu næst gerði ráðherrann grein fyrir endurskoðun hús- næðismálalöggjafarinnar og laga um verkamannabústaði og samvinnubyggingar, sem falið hefði verið sérstakri nefnd á árinu 1960. Þessi nefnd hefði skilað bráðabirgðaáliti, en end- anlegar tljllögur lægju ekki fyr- ir enn. Ráðherrann ræddi heilbrigðis- málin, sérstaklega læknaskort- inn í héruðum landsins. Tillög- ur til úrbóta lægju fyrir frá landlækni, og mundi stjórnin á næstunni taka ákvarðanir um málið og leggja frv. og tillögur fyrir Alþingi. Um læknadeiluiia sagði ráð- herrann: „Ég harma þá deilu, sem upp hefur risið milliLækna- félags Reykjavíkur og Sjúkra- samlagsins. Ríkisstjórnin taldi sig firra vandræðum í bili. með bráðabirgðalögunum. sem frest- uðu málinu um sinn í því T A II Z A MUSTERINS A LAST KESERVE OF STKEKIðTH, THE WOUMFEF LlOH SntAWð— PUT TAKZAN EASILY 70FGE7 THE FEE5LE CHAKGE AN7 THE Fr\ST COLLAPSE7 TO THE SKOUNF 1) Ljónið neytti sinna síð- lega brugðið sér undan og 3) Þar sem Numa kvein- miskunnsami apamaður að ustu krafta og stökk. villidýrið hneig máttvana til aði af sársauka, ákvað hinn koma því til hjálpar. / 2) en Tarzan gat auðveld jarðar. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.