Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 15
Mánudagur 23. október 1961 VÍSIR TVEIR ÞRÍHYRNINGAR Saga eftir kvikmyndinni „CRACK IM THC MIRROR“ frá 20th Century Fox. Aðalhlutverk: Emile Hagolin Orson Welles Lamorciere, hrl. Eponine Mercadier Juliette Greco Florence Robert Larnier Bratjford Dillman Claude Lancastre 1 ÚTHVERFI Parísar, þar sem verið var að grafa fyrir nýbyggingu, var einmitt ver- ið að gefa matarhlé, þegar ung og falleg, en óhrein og fátæklega klædd kopa flýtti sér á milli vinnukofanna, þar til hún fann hinn miðaldra, feitlagna verkamann, sem hún leitaði að. Emile Hagolin, en svo hét verkamaðurinn, var eins og drykkfelldur svoli að sjá, og hann hrifsaði ergi- legur til sín matarkassann frá ungu konunni. — Þú kemur of seint á hverjum degi, Eponine, rumdi ónotalega í honum. — Ég var að deyja úr sulti, lata subban þín! Gremja hans fór fram hjá Eponine, hún fylgdist með unga skóflustjóranum Robert Larnier, sem var önnum kaf- inn í stýrishúsinu á hinni stórvirku vélskóflu, sem mok aði djúpar holur niður í jörð- ina fyrir steinplöturnar. Hagolin hafði setzt á brún- ina á uppgreftrinum og hám- aði gráðugur í sig matinn sinn. En skyndilega missti hann jafnvægið og steyptist niður. Unga skóflustjóranum var ljóst að hið óhugnanlega þunga innihald skóflunnar sveif einmitt yfir höfði Hago- lins. Hann leit spyrjandi á Eponine, en nokkrir af hin- um verkamönnunum höfðu þegar séð, hve geigvænlegt ástandjð var. Þeir hrópuðu og kölluðu hástöfum, og á síð- asta andartaki tókst Larnier að sveifla skóflunni til hliðar, svo að innihald hennar féll með miklum hávaða aðeins fáeina metra frá Hagolin, sem titrandi af hræðslu klifr- aði á öruggan stað. Eftir vinnutíma sátu þeir Larnier og Hagolin í íbúð Eponine og spiluðu á spil og drukku vín. Hagolin gerði upp reikningana. — Þú hefur tapað enn einu sinni, sagði hann óskýrt og hló, — en þú getur haldið peningunum. Ég er ekki bú- inn að gleyma því að þú bjarg aðir lífi mínu í dag. — Það eru nú ekki meira en tveir frankar, sagði Lar- nier þóttafullur og hló, en Eponine, sem stóð á bik við hann, sagði hæðnislega: — Það er allt og sumt, sem líf hans er vert. Hagolin tæmdi glas sitt og sagði móðgaður: — Hvaða hugmyndir hef- ur þú, skepnan þín ? Ég borga þér þrjátíu franka á viku fyrir vesælt rúm í þessu íbúðargreni þínu. Og svo hef- ur þú stöðugt af mér peninga fyrir þennan hund, sem þú ert að þjóna. Eponine hló hæðnislega. —j Já, þú borgar þrjátíu franka fyrir húsnæði, og svo álítur þú að þú getir fengið mig í kaupbæti. En þú getur flutt, ef þú ert ekki ánægður. Ég hef ekki þörf fyrir þig og þessa skítugu peninga þína. Hagolin hellti aftur í glas sitt og skolaði rauðvíninu niður. — Þetta er alvpg eins mín íbúð og þín, kallaði hann æstur. — Þú getur flutt, ef þig langar til þess og tekið krakkaormana tvo með þér, en hvert ætlið þið að flytja? Ætlið þið að sofa á götunni? Og gleymdu ekki peningun- um, sem þú hefur fengið lán- aða hjá mér. — Þú skalt fá hvern eyri aftur, öskraði unga konan utan við sig. — Bara ef þú hypjar þig. — Nei, þakka þér fyrir, sagði hann og hló hátt. Hann hellti víni í glas Larniers og sitt eigið, og það helltist yfir borðið. — Ég verð hér, og ég hef ekki hugsað mér að spyrja þig um leyfi, dækjan þín. — Ég hata þig! Ég hata þig! Hata þig! hvæsti hún. Hann greip í hendina á henni og þreif hana til sín. — Og ef ég flytti nú, hvern mundir þú fá í minn stað? urraði hann. — Einhvern ungan spjátrung eins og Lar- nier, kannski? Hann þeytti henni að dyr- unum og ógnaði henni með krepptum hnefunum. — Ef ég stend þig að því að vera með öðrum mönnum, skál ég veita þér þá ráðningu að þú lítir ver út en þú þegar gerir. Eponine leit hatursfull á hann. Hann var miðaldra og stöðugt undir áhrifum áfeng- is, en hann var fílsterkur. — Ég drep þig einhvern daginn, sagði hún ógnandi. Hann hló hásri röddu. — Þá verður þú að vera snör í snúingum, annars verð ég fyrri til að drepa þig. Og ef þú skiptir þér af öðrum karl- mapni, skal ég merja hann í stöppu. Larnier hafði ekki lagt neitt til málanna á meðan á þessu stóð. Nú stóð hann upp, batt klútinn um hálsinn og gekk að dyrunum. — Góða nótt, sagði hann. — Góða nótt, svaraði Ha- golip, sem hafði kastað sér á rúmið, þreyttur og ölvaður. I öðrum hluta Parísar, í umhverfi, sem tilheyrði öðr- um heimi, var miðdegisverð- arboð. Borð var dúkað á svöl- unum fyrir framan hina glæsi legu íbúð Lamorcieres, hæsta réttarlögmanns, og einn af gestunu mhafði einmitt stað- ið upp tik að segja nokkur orð til heiðurs gestgjafanum. — Dömur mínar og herr- ar! Mér finnst ég ekki geta látið hjá líða að óska okkar mæta gestgjafa til hamingju með nýjasta sigur hans í réttarsalnum í dag. Hann var frábær, en það er hann nú reyndar alltaf, svo að það er jengiri nýiunda. Ég raun því ekki hafa mál mitt lapgt og ekki endurtaka það, sem ég hef sagt við svo mörg tæki- færi, heldur aðeins til að lýsa viðurkenningu okkar og að- dáun, biðja yður að tæma glösin til heiðurs tilkomu- mesta franska lögfræðingi vorra tíma, sem jafnframt er stórkostlegur rithöfundur og sem áður en langt um líð- ur, en það hefur lítill en á- reiðanlegur söngfugl hvíslað að mér, mun verða viður- kenndur sem meðlimur Frönsku Akademíunnar. Gest gjafi okkar er maður, sem aldrei hefur farið sneypuför! Við skulum vona, að hann megi enn í fjölda ára ganga sína sigurgöngu áfram. Allir stóðu á fætur og drukku skál Lamorcieres, sem með þreyttum yfirlætis- svip naut þess sóma, sem honum var sýndur. Andartaki síðar sló hann í | glas sitt og stóð upp við enda \ borðsins og þakkaði orð vinar , síns. Hann var svipmikill og tignarlegur. — Kæri Michael. byrjaði hann með sinni djúpu og skörulegu röddu, sem var fræg í réttarsölunum, — ég hef ekki í hyggju að þakka fyrir mig^með ræðu. Síðustu tvær vikurnar hef ég ekki gert annað or ■ ' til að sanna að saki "ur væri í rauninni sak! \ það er nokkuð, sem getir /erið frá- munalega erfitt. . . Jú, það er satt. Maður, sem er sekur, ; hefur venjulega ágæta fjar- vistarsönnun, sem er stutt af minnst tólf vitnum, sem eru reiðubúin að sverja, að náunginn hafi ekki verið ná- lægt afbrotastaðnum, þegar afbrotið var framið. Hann þagði andartak og leit með aðdáun og ástúð á Florencc, sem sat við hinn borðsendann, ung, ómótstæði leg og framúrskarandi falleg. — En að sanna, að saklaus maður sé saklaus, hélt hann áfram, — er þvílik raun að ég er í rauninni svo uppgef- inn, að ég verð að láta það nægja að þakka öllum góðum vinum mínum, sem hafa gert mér þá ánægju að koma hing- að í kvöld, sérstaklega ynd- islegustu og fallegustu kon- unni í París. Hann lyfti glasi sínu, og allir karlmenn, sem viðstadd- ir voru, drukku skál Florence, sem um nokkurt skeið hafði verið óaðskiljanleg vinkona Lamorcieres, sem þó bersýni- lega var pokkuð eldri. Síðan hélt gestgjafinn áfram ræðu sinpi: — Það var nefnt áðan, að ég hafi aldrei farið sneypu- för, ep ég skal trúa ykkur fyr ir því leynilega vopni, sem flytur mér sigurinn. Þið sjáið hér við borðið þrjá unga og vel gefna lögfræðinga, sem í rauninni vinna allt verkið fyrir mig. Ég Iagfæri aðeins smávegis, hér og þar, til að sýnast. Ég vildi gjarnan biðja þá þrjá að móttaka þeirra hluta af því hrósi, sem hefur verið ausið yfir mig hér í kvöld. Eji hvað þetta er fallegur hundur. — Hvaða símanumer hefur liann? • Robert aienzjes heíur Iýst stuðn ing-i sínum við þá tillögu hol- lenzku stjórnarinnar, að Vest- ur-Nýja-Guinea, sem Indónesar ásœlast, verði sett undir vernd- arvæng Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði, að virða yrði sjúlfs ákvörðunarrétt landsmanna, og hið sama gilti með austurhlut- ann að sjálfsögðu, en j>ar fer Ástralía með verndargæzlu. / Fyrir nokltru varð iyikill eldsvoði í stórborginni Fíla- dejfíu í Bandaríkjunum. Kom upp eldur í vöruskemmu og brann hún til kaldra kola, en um 300 manns var ráðlagt að hverfa úr húsum sínum, sem voru í grennd við brunastaðinn. Myndin er tekin, þegar hluti af gafli vöruskemmunnar er að hrynja, en fleiri veggir bygg- ingarinnar hrandu rétt á eftir, og eyðilögðust við það þrjú íbúðarhús, tvö bifreiðaverkstæði og tvær bifreiðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.