Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 1

Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 1
? ? Útgefandi: Skýrslutæknifélag Islands Pósthólf 681,121 Reykjavík Höfurvdum efnis áskilin öll réttindi Ritnefnd: óttar Kjartansson, ábm. Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson 1. tölublaó, 6. árgangur Janúar 1981 Oddur Benediktsson: UM GAGNAVINNSLU 1 SMÁUM TÖLVUM OG STÓRUM Inngangur. Tölvuvinnsla er oróinn fastur þáttur i vinnslu hinna marg- vislegustu verkefna. Stórþjóðirnar mæla nú oft getu sina i tölvuvæöingarstigum. Tölvuvæðing og almenn tæknivæóing viröast haldast i hendur. Tölvuvæðingarinnar gætir þó nokkuó á ýmsum svióum i islensku þjóólifi. Nægir aó nefna bankastarfsemi, margskonar bókhalds- verkefni og opinbera stjórnsýslu. Ef tölvurnar geróu verkfall einn góðan veðurdag mundi margt fara úr skoróum svo um munaói. Fullyröa má aó tölvuvæóingin á eftir að aukast á þvi sem næst öllum sviðum mannlegrar starfsemi. En þaó er ekki sama hvernig staðió er að málum þessum. Flestir kannast vió dæmi um lök tölvuvinnslukerfi: "Nei þvi mióur. Það er ekki hægt að leiðrétta þetta i tölvunni". Erlendis frá hefur heyrst um mörg dæmi um fjárdrátt og svindl i tölvufærðum reikningskerfum. Ætlunin með erindi þessu er að skilgreina og ræóa um nokkur undirstöðuatriói er varóa tölvuvinnslu og bera saman mismunandi vinnsluhætti. Hugbúnaður. Hvaó er þaó sem veldur að tölvurnar eru jafn fjölhæfar vélar og raun ber vitni? Dr. Oddur Benediktsson, dósent, hefur góðfúslega leyft aó birt yrói í TÖlvumálum erindi það "Um gagnavinnslu i smáum tölvum og stórum", sem hann flutti á vetrarfundi Sambands íslenskra rafveitna 10. nóvember 1980. Erindió var birt i Fréttabréfi Verkfræðingafélags íslands, 5. árg., 18. tbl. - des. 1980. Lesendahópar FréttabréfSins og Tölvumála munu ekki skarast mikið, þvi þótti ritnefnd Tölvumála ástæða til að fá einnig aó birta erindið, og flytur hún dr. Oddi bestu þakkir fyrir leyfið. - ók.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.