Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 4
4 TÖLVUMÁL En lítum nú á dæmi og byrjum á smátölvunni. Einfaldasta kerfið frá sjónarhóli notandans mætti nefna "ýttátakkann" (á ensku: "turn key system"). Þá er allur hug- búnaóurinn til reiðu og afgreiddur meö vélbúnaðinum. Allt tölvu- og hugbúnaöarkerfið er samstillt og tilbúið til notkunar. Góöar notkunarleiðbeiningar fylgja með. En nær undantekningarlaust hefur tölvuvæðing tiltekins verk- ferils i för með sér verulega breytta starfshætti. Gangsetning "ýttátakkann" kerfis hefói þvi jafnan i för meó sér umtalsveróa undirbúningsvinnu. En sú vinna væri að mestu almenns eðlis en ekki tölvutengd. Þetta á svo allt aó ganga eins og i sögu reyndar þar til þörfin á lagfæringum stingi upp kollinum. 1 sumum tilvikum s.s. í velhönnuóu lagerbókhaldi ættu breytingar aó vera óþarfar. En svo eru önnur tilvik þar sem breytingar viróast óhjákvæmilegar. Þar má nefna hérlend launabókhaldskerfi. Því útreiknings- reglurnar breytast vió hverja nýja kjarasamninga. Þá vaknar sú spurning hvort sérhver notandi eigi að sjá um eigin viöhaldsvinnu og koma sér upp sérhæfðum starfskrafti til þess. En sú lausn er greinilega óhagkvæm fyrir heildina. Svarið hlýtur að vera e.k. samstarf þeirra, er málió varóar. I stórtölvukerfi eru til staóar afkastamiklar vinnsluvélar og jafnframt liö sérþjálfaðs starfsfólks og kerfisfræðinga til aó annast starfsemina. Oft byggist hagkvæmni stórtölvukerfis á notkun stórra skráa. Þá er ekki einvörðungu um að ræóa aó hafa vélbúnaðinn nægilega stórtækann til þess að vinna verkió, heldur engu síóur að við- haldi og umsjá upplýsinganna sé miöstýrt. Nægir í þessu sambandi að nefna vinnslu Þjóóskrárinnar hjá Skýrsluvélum rikisins og Reykjavikurborgar. Smátölvukerfi er nærri þvi ónothæft til aó þróa forrit á. Oftast er sú leið farin aó þróa hugbúnað á stærri kerfum sem hafa góóan jaðartækjabúnaó. Sxóan eru kerfin svo flutt yfir á smærri tölvurnar. En þá verður að vera hæfilegur skildleiki milli viö- komandi tölvukerfa og forritunarmála. NÚ orðið er allmikió framboó á tilbúnum forrita pökkum. Launa- pakkar o.fl. hafa verió hannaóir hérlendis. Erlendis er fjöl- skrúöugt framboó á forritapökkum. Stærri tölvuhugbúnaóarkerfi veróa ekki notuð i rekstri án viö- haldsvinnu á formi viöbóta, breytinga og leióréttinga. All nokkrar athuganir hafa verió geröar á því hvernig vinnu kerfisfræðinga er varið og hvernig starf þeirra skiptist milli frumhönnunar og viðhaldsvinnu. I dæmigeróum kerfum sem á annað boró þarfnast vióhalds, hefur oft veriö mióaó viö aö frumgeróin sé 40% af kerfisfræói- og forritunarvinnunni, en viðhaldið 60% ef tekió er svo sem fjögurra ára rekstrartimabil. Til dæmis mundi þá kerfi, sem kostar 4 mann- ár i byggingu, taka 6 mannár i viðhald á fjögurra ára notkunar- timabili. Þ.e. aó meóaltali 1,5 mannár á ári.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.