Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 7
TÖLVUMÁL 7 VANDAÐUR FÉLAGSFUNDUR Þau dr. Oddur Benediktsson, Magnús Magnússon, prófessor og Takako Inaba, kerfisfræóingur, eiga sérstakar þakkir skildar fyrir vel undirbúinn og i alla staði vandaóan félagsfund, sem haldinn var í Norræna húsinu 16. desember sl. Á fundinum var fjallaó um SEED-gagnasafnskerfi Háskólans og notkun Erfóafræðinefndar á því. Það gerði kynningu þessa alveg bráö lifandi, aó komió var upp útstöó á fundar- staó, sem tengd var við VAX-tölvu Reiknistofnunar Háskólans. Vió útstöðina voru tengdir tveir sjónvarpsskermar, og þar gátu fundarmenn fylgst meó öllu því, sem gert var á útstöðinni. Auk þessa búnaóar, notuöu framsögumennirnir tvær myndvörpur - báðar samtimis þegar það hentaói - fyrir skýringarmyndir máli sínu til glöggvunar. Þannig var fund- arefniö framreitt fyrir hvorttveggja skilningarvit fundar- manna i senn - augu og eyru. Eftir aó dr. Jón Þór Þórhallsson, formaóur Skýrslutækni- félagsins haföi sett fundinn og kynnt efni hans, ræddi dr. Oddur Benediktsson um SEED-gagnasafnskerfió. Hann rakti sögu þess, sem raunar er ekki oröin löng hér á landi, og lýsti kerfinu almennt. Hann útskýrói á hvern hátt þetta kerfi, sem er "netbyggingarkerfi" (Network), sker sig frá öðrum gagnagrunnskerfum, þ.e. "Relational-" og "Hierarcical- kerfum". Magnús Magnússon, prófessor, sagði því næst skemmtilega frá manntalsupplýsingum þeim, sem Erföafræóinefnd hefur beitt kerfinu á. Um er aö ræóa manntalió á íslandi áriö 1910. Hann sýndi m.a. myndir af manntalsbókunum, sem skráö var í áriö 1910 - miklir doórantar i stóru broti. Þessar gömlu upplýsingar hafa sannarlega tekið stórt stökk inn í nýjan tima, meó þvi að vera færóar samkvæmt þessum gömlu bókum yfir á segulmiðil, og siðan skipaó í skrá til úrvinnslu samkvæmt "netbyggingarreglum" SEED-kerfisins. Takako Inaba lýsti því næst nokkru nánar uppbyggingu gagna- grunnskerfisins og þvi hvernig Erfðafræöinefnd skipar upp- lýsingum manntalsins þar nióur. Hún sýndi einnig glögg dæmi um það hvernig upplýsingar eru tengdar saman i kerfinu. Aö lokum höfóu þau Magnús og Takako samvinnu um aó sýna og útskýra notkun kerfisins. Magnús byrjaöi á þvi aö leita uppi i manntalinu afa sinn og ömmu, sem bjuggu á Kárastöóum i Þingvallahreppi árið 1910. Þetta sýndi Ijóslega hvernig t.d. má byrja á þvi aó finna eina tiltekna persónu, tengja hana sióan næstu ættingjum og rekja sig siðan þannig áfram koll af kolli. Fundarmönnum gafst kostur á aó prófa kerfió og notuöu menn sér það á meóan timinn leyfði. Þaö hefur falliö i hlut Háskóla íslands og Erfðafræóinefndar aö vinna brautryðjendastarf á sviði notkunar á gagnagrunns- kerfum. Sú reynsla, sem með þessu er fengin, á væntanlega eftir aó reynast ómetanleg fyrir þá sem á eftir koma.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.