Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 9
TÖLVUMÁL 9 "TÖLVUKÖNNUN A TÍÐNI ORÐA OG STAFA í íSLENSKUM TEXTA’1 Raunvísindastofnun Háskólans hefur nýlega gefið út skýrslu um tölvukönnun á islenskum texta, sem einkum var unnið að á árunum 1973-74. Höfundar skýrslunnar eru Baldur Jónsson, Björn Ellertsson og Sven Þ. Sigurðsson. Um þetta verkefni segir Baldur i inngangi : "Segja má, að megintilgangurinn með þessari tilraun hafi verið að fá úr þvi skorið, hvort unnt væri að nota tölvur til rannsókna á islensku ritmáli hér á landi. 1 rauninni hafði aldrei reynt á þaó, hvort við réðum yfir nægilegum tækjabúnaói og kunnáttu til að leysa slikt verkefni. Auð- vitað gerðum við okkur góðar vonir. Þess vegna var verk- efnið mótað meó þaó i huga, að árangurinn kæmi að beinum notum, ef siðar yrði ráóist i að tölvuvinna orðabók, sem veitti vitneskju um tiðni orða i islensku ritmáli nú á dögum. Það markmið vakti fyrir okkur i öndverðu." Texti sá, sem valinn var i könnunina, var skáldsagan Hreiðrið eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Skýrslan er i átta köflum, 148 blaðsiður i A4-stærð, fjöl- rituó. í fyrsta kaflanum er inngangur, sem fjallar um til- drög og framvindu verkefnisins. 1 öðrum kafla er rætt um fyrri kannanir á tiöni orða i islensku. Þá koma kaflar um teikni og orð, um véltöku textans, um gerð orðtióniskráa, um skrár, um töflur, og loks fjallar 8. kafli um orðstöðulykil. Siðast er svo heimildaskrá og útdráttur á ensku. ______^ "Þegar við ræóum verðbólguvandann hættir okkur til að gleyma mikilvægu atriði, sem ég reyndar man ekki hvað er." (DATAMATION)

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.