Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 10
10 TÖLVUMÁL Þessi tölvukönnun er frumraun og markar timamót hvað vélræna textarannsóknir hér á landi varóar. Fyrri orðtiðnirann- sóknir á islenskum texta, sem skýrslur liggja fyrir um, hafa verið handunnar. Baldur Jónsson mun vera einn fyrstra hugvisindamanna hér á landi til að beita tölvum í fræði- grein sinni. Um leið og skýrslan er prýðileg greinargerð um þessa til- teknu tölvukönnun, hefur hún það einnig sér til ágætis, aó vera rituð á þjálli islensku. Erlend tækni- og málfræði- orð og hugtök eru yfirleitt þýdd og hafa höfundarnir í því efni verið afar næmir á að velja hæf islensk orð, sem falla vel að efninu, hvort sem þar er um aó ræöa þeirra eigin þýó- ingar (sem ég hygg að oft sé) eða að þeir nota þýðingar annarra góóra oróasmióa. - ók. TÖLVA, UM TÖLVU, FRÁ TÖLVU, TIL TÖLVU Of margir góðir menn virðast ekki hafa vald á þvi aó fall- beygja oróió tölva og segja og skrifa "talva", þegar þeir nota orðió í nefnifalli eintölu. Oróið beygist eins og völva, og er áreióanlega þarflaust að orðlengja frekar um þaó. Dr. Siguróur heitinn Nordal mun vera upphafsmaður aó oróinu tölva, sem er lifandi dæmi um það hvernig nýyrði getur náð fótfestu, svo aó segja viðstöðulaust, þegar vel tekst til. - ók. OTTAR K-JARTANSSON SKYRR HAALEITISBRAUT 9 105 REYKJAVIK Pósthólf 681 121 REYKJAVÍK

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.