Tölvumál - 01.02.1981, Blaðsíða 1

Tölvumál - 01.02.1981, Blaðsíða 1
? ? Útgefandi: Skýrslutæknifélag (slands Pósthólf 681, 121 Reykjavík Höfundum efnis áskilin öll réttindi Ritnefnd: Óttar Kjartansson, ábm. Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson 2. tölublað, 6. árgangur Febrúar 19 81 FÉLAGSFUNDUR UM VERKEFNISSTJÓRN (PROJECT MAMAGEMENT) Skýrslutæknifélag íslands boðar til félagsfundar í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. febrúar 1981, kl. 14.30. A fundinum mun Björgvin B. Schram, forstöðumaður kerfis- deildar Sambandsins, flytja erindi er hann nefnir: Verkefnisstjórn (project management) í erindinu mun Björgvin ræða um þaó hvernig staðið er að verkefnisstjórn, hverjir vinna að verkefni og hvert ábyrgðar- svió þeirra er. Einnig mun hann lýsa þvi hvernig skipta má verkefni i áfanga og hvert inntak i hvern áfanga er. Verkefnisstjórn á sviði kerfishönnunar hefur ekki áóur verið tekin sérstaklega til meðferðar á félagsfundi í Skýrslutæknifélaginu. Raunar má fullyrða, að verkefnis- stjórn hefur yfirleitt ekki til þessa veriö gefinn sá gaumur hérlendis, sem verðugt væri. Erindi Björgvins höfðar til allra þeirra, sem meó framleióslu tölvukerfa hafa aó gera eóa slikri framleiðslu tengjast á einhvern hátt. Á eftir erindinu veröa umræður og mun Björgvin þá leitast við aó svara spurningum fundarmanna, sem fram kunna að veróa bornar. Boðið verður upp á kaffisopa i fundarhléi. Stjórnin. AÐALFUNDUR 19 81 Aóalfundur Skýrslutæknifélagsins veróur haldinn fimmtu- daginn 19. mars 19 81 i Norræna húsinu og hefst hann kl. 14.30 Á dagskrá verða venjuleg aóalfundarstörf. Úr stjórn ganga að þessu sinni formaður, ritari og meðstjórnandi. Auk þess varamenn i stjórn, sem kjörnir eru til eins árs í senn. Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn. Aðalfundurinn verður nánar boðaðar í Tölvumálum, nokkrum dögum fyrir fundinn. Stjórnin

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.