Tölvumál - 01.03.1981, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.03.1981, Blaðsíða 3
‘tölvúmAl 3 FYRIRLESTUR BJÖRGVINS B. SCHRAM UM VERKEFNISSTJÓRN Um 80 manns sóttu félagsfund Skýrslutæknifélagsins í Norræna húsinu 24. febrúar sl, þar sem Björgvin B. Schram, for- stöðumaóur kerfisdeildar Sambandsins, flutti fyrirlestur um verkefnisstjórn (project management). Björgvin lýsti i upphafi máls sins þeirri ótrúlega hröðu þróun, sem oróið hefur á sviði gagnavinnslu í þann liðlega hálfan annan áratug, sem liðinn er sióan tölvur fóru að verða algeng tæki hér á landi. Tölvuvinnsla, sem í fyrstu var oftast nær tiltölulega krókalaus yfirfærsla verkefna frá einhverskonar bókhalds- búnaöi yfir á tÖlvur, án þess að við eðli verkefnanna eða tilgangi væri hreyft aó ráði, er nú óðum aó þróast yfir i það aó veróa umfangsmikið stjórnunartæki og kjöl- festa i stofnunum og fyrirtækjum, eða eins og Björgvin nefndi það - samtvinnuð upplýsingakerfi. Af þessu leiðir, aó tölvukerfi eru orðin gífurlega dýr í framleiðslu og rekstri og geró þeirra tekur gjarnan fleiri mannár. Allan undirbúning að geró tölvukerfa (verkefna) þarf þvi að vanda mjög vel. Nýju tölvukerfi fylgir að jafnaði meiri og minni uppstokkun á starfsskipulagi og vinnuumhverfi - oft hvorttveggja rótgrónu. Margskonar sjónarmið þarf að samræma. Ákvarðanir þarf aö sannprófa, áóur en hafist er handa vió gerð tölvukerfis. Þaö er hér, sem verkefnisstjórnin kemur til skjalanna. Björgvin hefur áralanga reynslu i að kenna verkefnisstjórn, sem starfsmaóur IBM. Nú starfar hann, eins og áður segir, hjá Sambandi islenskra samvinnufélaga, þar sem hann hefur skipulagt þessa hluti. Mjög góður rómur var geróur aó erindi Björgvins, sem meóal annars lýsti sér í fjölmörgum spurningum, sem fundarmenn báru fram. Fundurinn hófst um kl. 14.30 og honum lauk um kl. 17. FULLBÓKAÐ A NÁMSTEFNUNA 14. APRÍL Fullbókaó er á námstefnuna, sem Skýrslutæknifélagið efnir til 14. april næstkomandi, um Jackson aóferöina vió forrita- og kerfishönnun eóa "The Jackson Method (JSP) for program and system design". Skýrslutæknifélaginu þykir það leitt, að ekki munu allir komast á námstefnuna, sem þess æskja, þar sem engar líkur eru á að hún verói endurtekin í næstu framtíð. Þótt svo sé komiö, að fullbókað er á námstefnuna og nokkur biðlisti þegar myndaður, þykir okkur rétt aó biðja þá, sem áhuga hafa á námstefnunni en ekki hafa þegar geft vart við sig, aó gera þaó eigi aó síður (hringja í Óttar í sxma 86144).

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.