Tölvumál - 01.04.1981, Blaðsíða 1

Tölvumál - 01.04.1981, Blaðsíða 1
? ? Útgefandi: Skýrslutæknifélag fslands Pósthólf 681,121 Reykjavík Höfundum efnis áskilin öll réttindi Ritnefnd: Óttar Kjartansson, ábm. Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson 4. tölublaó, 6. árgangur April 1981 FÉLAGSFUNDUR UM JACKSON-AÐFERÐINA (JSP) Skýrslutæknifélagió boðar til félagsfundar að Hótel Loft- leiðum, Kristalssal, mánudaginn 13. april, kl. 14.30. A fundinum mun Michael Jackson, höfundur hönnunaraðferðar- innar "The Jackson Method (JSP) for program and system design" lýsa aðferð sinni i yfirlitserindi. Michael Jackson hefur tengst tölvum í störfum sinum sióan 1961 og þá einkum gerð hugbúnaðar fyrir vinnslu- og stjórnkerfi. Hann hefur borið ábyrgð á hönnun og aólögun ýmissa hugbúnaóarkerfa, svo sem "program generators", "testing systems", "decision table processors" og "special purpose operating systems". Arið 1971 stofnsetti hann eigió fyrirtæki, Michael Jackson Systems Limited, sem ætlaó var að leggja megin áherslu á þróun, notkun og kennslu hönnunaraðferða fyrir kerfi og forrit og einnig til aó þróa hönnunar- aóferöir, byggóar á tölvutækni. Michael Jackson hefur flutt fyrirlestra fyrirfjölda áheyrenda - og þá ýmist háskólafólk eða fólk úr við- skiptalifinu - i Evrópu, Bandarikjunum og Japan. Þá hefur hann lýst undirstöðu- og meginatrióum aóferóar sinnar i bók, sem gefin var út hjá Academic Press árið 1975, og nefnist "Principles of Program Design". Hann hefur aðra bók í undirbúningi og mun i henni lýsa frekari útfærslu aðferðar sinnar á sviói kerfisgrein- ingar og kerfishönnunar. Úrdráttur úr kynningu Michael Jaksons er birtur hér á næstu blaðsióu. Boðið verður upp á kaffisopa i fundarhléi. Stjórnin.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.