Tölvumál - 01.04.1981, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.04.1981, Blaðsíða 3
TÖLVUMÁL 3 FRÁ AÐALFUNDINUM 19 81 Aðalfundur Skýrslutæknifélagsins 1981 var haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 19. mars og hófst hann um kl. 14.30. Fundinum stýrói, eins og oftast áóur, Klemens Tryggvason, hagstofustjóri. Fundarritari var Grétar Snær Hjartarson. Formaðurinn, dr. Jón Þór Þórhallsson, flutti skýrslu félags- stjórnar. Skýrslan er birt hér i blaöinu. Umræður uróu ekki um skýrsluna og var hún samþykkt samhljóða. Féhirðir, Sigurjón Pétursson, lagói fram endurskoðaóa reikninga og gerði grein fyrir þeim. Reikningarnir voru siðan samþykktir samhljóða. Þá var gengið til stjórnarkjörs. Úr stjórn áttu að þessu sinni að ganga formaður, dr. Jón Þór Þórhallsson, ritari, Óttar Kjartansson og meóstjórnandi, Bergur Jónsson. Voru þeir endurkjörnir. Varaformaður, Páll Jensson, sem ganga heföi átt úr stjórn 1982, óskaði eftir að að veröa nú leystur frá störfum i stjórninni. 1 hans stað var Sigurjón Péturs- son (áóur féhirðir) kjörinn varaformaður. í sæti féhirðis var kjörinn Guðjón Reynisson (áóur skjalavöróur) og í sæti skjalavaróar var kjörinn Jóhann P. Malmquist, og er hann nýr maður i stjórninni. Varamenn i stjórn, svo og endur- skoðendur, voru endurkjörnir. 1 heild er þá stjórn Skýrslutæknifélagsins ásamt endur- skoðendum þannig skipuð: Formaóur Varaformaður Ritari Féhiróir Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri, Skýrsluvélum rikisins og Reykjavíkurborgar. Sigurjón Pétursson, rekstrarhagfræðingur, Sjóvátryggingarfélagi íslands hf. Óttar Kjartansson, deildarstjóri, Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavikurborgar. Guójón Reynisson, deildarstjóri, Iónaóarbanka Islands hf. Skjalavöróur Meöstjórnandi Varamenn i stjórn Endurskoóendur Jóhann P. Malmquist, tölvunarfræðingur, Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Bergur Jónsson, deildarstjóri, Landsvirkjun, Ari Arnalds, verkfræðingur og Þorgeir Pálsson, dósent. Gunnlaugur G. Björnson, deildarstjóri og Jakob Sigurðsson, forstöðumaður. Aðalfundurinn samþykkti, að félagsgjöld skyldu verða á yfirstandandi ári 280 krónur fyrir fyrsta mann frá stofnun, 140 krónur fyrir annan mann frá stofnun og 70 krónur fyrir hvern mann umfram tvo frá stofnun. « Undir liðnum "önnur mál" voru lagðar fram tvær tillögur: Dr. Oddur Benediktsson lagói fram fyrri tillöguna og gerði grein fyrir henni. Hún hljóðaði svo:

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.