Tölvumál - 01.04.1981, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.04.1981, Blaðsíða 7
TÖLVUMÁL 7 Næst tók til máls Sigrún Helgadóttir, formaður oróanefndar. Hún geröi grein fyrir störfum orðanefndar Skýrslutækni- félagsins, en hún tók við formennsku hennar síðla árs 1978. Nefndin hefur nú setió að störfum í um 100 klukkustundir og á þeim tima hefur hún þýtt um þaó bil 600 oró. Nefndin stefnir að því að gefa út orðalista, sem vonast er til að geti komió út meó haustinu. Sigurjón Pétursson lýsti könnun þeirri, sem félagið^hefur gert á tölvustól landsmanna (oróið tölvustóll er "nýyrði", sem Jón Þór skaut fram á fundinum). Alls sendi nefndin út um 1500 spurningaeyðublöð. Heimtur hafa oróið slæmar, eða aðeins um 25%, þ.e. svör frá 375 aóilum, sem spurðir voru. Af þeim, sem svöruóu, hafa 70 vélbúnað í einhverri mynd, en 130 kaupa tölvuþjónustu. Nefndin hefur ekki lokið störfum og er þess vænst, aó heimtur eigi eftir að veróa nokkuð betri en enn er orðið. Nokkrar umræður urðu um greinargerðir Sigrúnar og Sigurjóns. Formaóur þakkaói framsögumönnum fyrir ágæt erindi. Hann minnti sérstaklega á þaó, aó störf í nefndum félagsins er sjálfboóavinna og að þeir, sem i þeim starfa leggja fram ómælda vinnu fyrir félagió, sem seint verður fullþökkuð. ÚR BÓKAHILLUNNI Borist hafa eftirtalin gögn og eru þau i vörslu ritara, Óttars Kjartanssonar, i sima 86144. 1 Fréttabréf Reiknistofnunar Háskólans, nr. 4, Mars 1981. Ritið er 59 bls. 1 ritinu eru greinar um vélbúnaó og hugbúnaó Reiknistofnunar, notenda- þjónustu, forritasöfn, samtengingu tölva, SEED- gagnasafnskerfió, ADA-forritunarmálið, tölvugrein- ingu mynda o.fl. 2 Burroughs 1980 Annual Report. Útgefandi: Burroughs Corporation, USA. Umboðsaöili: ACO hf. 3 Gögn frá "Den Norske Dataforening": 3.1 2 DAGERS SEMINAR. Databegreper og bruk av DBMS systemer í 80 árene. 1. og 2. april 1981, í Osló. 3.2 Seminar, sem "Faggruppen DND-MPS" gengst fyrir: MPS-SYSTEMER 1 80-ÁRENE. Haldió í 0kern, 28.-29. apríl 1981. 3.3 ARBEIDSPLASSMASKINER OG LOKALE H0YHASTIG- HETSNETT. Ráðstefna, 47 Og 5. maí 1981, i T0nsberg. 3.4 De Norske Datadager. Arleg ráðstefna, sem nú er haldin í Bod0, 12. og 13. maí 1981. 3.5 MALSTYRT SYSTEMUTVIKLING ( DESIGN BY OBJECTIVES) 1 dags seminar. 14". inai 1981, í Bod0.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.